Birgir Moss Bros vill hluti Baugs 1. júní 2008 08:00 Slaufur í einni af verslunum Moss Bros. Berwin & Berwin, einn af stærstu birgjum bresku herrafataverslunarinnar Moss Bros hefur sýnt áhuga á að kaupa 20 prósent af hlut Baugs í versluninni. Baugur á 29 prósent í Moss Bros. Þetta fullyrðir vefútgáfa Retail Week á föstudag. Baugur gerði óbindandi yfirtökutilboð í Moss Bros upp á 42 pens á hlut seint í febrúar. Það hljóðaði í heild upp á 40 milljónir punda, jafnvirði um sex milljarða íslenskra króna. Tilboðið mætti strax mikilli andstöðu rótgróinna hluthafa. Á sama tíma jók eignarhaldsfélag tískuvörurisans Lauru Ashley hratt við hlutabréfaeign sína í bresku versluninni og flaggaði tæpum tíu prósenta hlut fyrir um hálfum mánuði. Baugur féll svo frá yfirtökutilboðinu snemma í síðustu viku vegna hræringa í hluthafahópnum. Í kjölfarið fór orðrómur á kreik að Philip Mountford, forstjóri Moss Bros, muni segja starfi sínu lausu. Retail Week segir þetta úr lausu lofti gripið en bætir við að menn telji að ró færist yfir verslunina bresku og upphlaupið í hluthafahópnum fjari út nú þegar Baugur hefur dregið yfirtökutilboðið til baka. Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, sagði í tilkynningu sem félagið sendi frá sér á sama tíma og tilkynnt var um að hætt hefði verið við yfirtökutilboðið í vikunni, að Baugur muni starfa áfram með stjórnendum Moss Bros og öðrum hluthöfum verslunarinnar. Enginn hlutaðeigandi vildi tjá sig um málið, að sögn Retail Week. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Berwin & Berwin, einn af stærstu birgjum bresku herrafataverslunarinnar Moss Bros hefur sýnt áhuga á að kaupa 20 prósent af hlut Baugs í versluninni. Baugur á 29 prósent í Moss Bros. Þetta fullyrðir vefútgáfa Retail Week á föstudag. Baugur gerði óbindandi yfirtökutilboð í Moss Bros upp á 42 pens á hlut seint í febrúar. Það hljóðaði í heild upp á 40 milljónir punda, jafnvirði um sex milljarða íslenskra króna. Tilboðið mætti strax mikilli andstöðu rótgróinna hluthafa. Á sama tíma jók eignarhaldsfélag tískuvörurisans Lauru Ashley hratt við hlutabréfaeign sína í bresku versluninni og flaggaði tæpum tíu prósenta hlut fyrir um hálfum mánuði. Baugur féll svo frá yfirtökutilboðinu snemma í síðustu viku vegna hræringa í hluthafahópnum. Í kjölfarið fór orðrómur á kreik að Philip Mountford, forstjóri Moss Bros, muni segja starfi sínu lausu. Retail Week segir þetta úr lausu lofti gripið en bætir við að menn telji að ró færist yfir verslunina bresku og upphlaupið í hluthafahópnum fjari út nú þegar Baugur hefur dregið yfirtökutilboðið til baka. Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, sagði í tilkynningu sem félagið sendi frá sér á sama tíma og tilkynnt var um að hætt hefði verið við yfirtökutilboðið í vikunni, að Baugur muni starfa áfram með stjórnendum Moss Bros og öðrum hluthöfum verslunarinnar. Enginn hlutaðeigandi vildi tjá sig um málið, að sögn Retail Week.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira