Mikilvægast að ná verðbólgunni niður 24. apríl 2008 00:01 Guðjón Rúnarsson Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja gagnrýnir Íbúðalánasjóð. „Húsnæðislánavextir banka og sparisjóða eru töluvert hærri nú en vextir Íbúðalánasjóðs, enda þurfa þeir að taka mið af peningamálastefnu landsins, ólíkt því sem virðist gilda um Íbúðalánasjóð," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Vaxtalækkun sjóðsins í byrjun vikunnar sé ekki til þess fallin að styðja við virkni peningamálastefnu Seðlabankans. Íbúðalánasjóður lækkaði vexti niður í 5,2 prósent með uppgreiðsluákvæði, og niður í 5,7 prósent án slíks ákvæðis. „Fyrir þær tugþúsundir landsmanna sem greiða af verðtryggðum húsnæðislánum í íslenskum krónum er stærsta hagsmunamálið að það takist að ná niður verðbólgu í landinu," segir Guðjón. Hann vitnar til nýlegrar skýrslu OECD, þar sem segir að sjóðurinn þurfi að halda sig frá aðgerðum sem dragi úr virkni peningamálastefnunnar og að hann þurfi að geta starfað án opinberra afskipta. Niðurgreiðsla húsnæðisviðskipta, með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs, skipti þó mestu máli. „Það hefur aldrei reynt á þessa ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs," segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Hún segir kjör sjóðsins á markaði skýrast fyrst og fremst af því að hann sé góður skuldari „með traust og góð fasteignaveð og lítil vanskil. Þess vegna skil ég ekki þessi brigsl um annað." Hún segir Íbúðalánasjóð mjög mikilvægan fyrir íslenskan fasteignamarkað, eins og staðan nú sýni, enda þótt galli sé á fyrirkomulagi hámarkslána. Haft var eftir félagsmálaráðherra í síðasta Markaði að vegna stöðunnar í verðbólgumálum væri ekki tímabært að miða lán sjóðsins við markaðsverð. - ikh Markaðir Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
„Húsnæðislánavextir banka og sparisjóða eru töluvert hærri nú en vextir Íbúðalánasjóðs, enda þurfa þeir að taka mið af peningamálastefnu landsins, ólíkt því sem virðist gilda um Íbúðalánasjóð," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Vaxtalækkun sjóðsins í byrjun vikunnar sé ekki til þess fallin að styðja við virkni peningamálastefnu Seðlabankans. Íbúðalánasjóður lækkaði vexti niður í 5,2 prósent með uppgreiðsluákvæði, og niður í 5,7 prósent án slíks ákvæðis. „Fyrir þær tugþúsundir landsmanna sem greiða af verðtryggðum húsnæðislánum í íslenskum krónum er stærsta hagsmunamálið að það takist að ná niður verðbólgu í landinu," segir Guðjón. Hann vitnar til nýlegrar skýrslu OECD, þar sem segir að sjóðurinn þurfi að halda sig frá aðgerðum sem dragi úr virkni peningamálastefnunnar og að hann þurfi að geta starfað án opinberra afskipta. Niðurgreiðsla húsnæðisviðskipta, með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs, skipti þó mestu máli. „Það hefur aldrei reynt á þessa ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs," segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Hún segir kjör sjóðsins á markaði skýrast fyrst og fremst af því að hann sé góður skuldari „með traust og góð fasteignaveð og lítil vanskil. Þess vegna skil ég ekki þessi brigsl um annað." Hún segir Íbúðalánasjóð mjög mikilvægan fyrir íslenskan fasteignamarkað, eins og staðan nú sýni, enda þótt galli sé á fyrirkomulagi hámarkslána. Haft var eftir félagsmálaráðherra í síðasta Markaði að vegna stöðunnar í verðbólgumálum væri ekki tímabært að miða lán sjóðsins við markaðsverð. - ikh
Markaðir Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent