Breyting á viðmiðum myndi auka verðbólgu Ingimar Karl Helgason og Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 16. apríl 2008 00:01 Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs „Það eru engin rök fyrir þessu viðmiði og það ætti að hafa verið afnumið fyrir lifandis löngu," segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Þar vísar hann til þess að lán sjóðsins eru tiltekið hlutfall af fasteigna- og brunabótamati, en ekki markaðsvirði. Viðmiðið er bundið í reglugerð og er því hægt að breyta því án þess að breyta lögum. Gumundur segir að þetta viðmið sé flókið og ógegnsætt. „Eigi að halda lánum sjóðsins niðri, þá er eðlilegt að gera það bara með hámarksláni," segir Guðmundur. „Breyting á lánaviðmiðum er eitt af því sem við höfum horft til hér í ráðuneytinu," segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Hún segir að ýmis rök séu fyrir þessu „enda algengt að lánshlutfallið sé ekki nema 50 eða 60 prósent af kaupverði og jafnvel enn minna hér á höfuðborgarsvæðinu". Hins vegar hafi ekkert verið ákveðið í þessum efnum enn. „Við þurfum að sjá hvenær rétt er að grípa til aðgerða til að örva fasteignamarkaðinn," segir Jóhanna og bætir við að engum sé greiði gerður með því að ýta undir verðbólgu með sérstökum aðgerðum. „Svona breyting myndi örugglega gera það." Vextir af lánum Íbúðalánasjóðs eru nú 5,5 prósent. Sjóðurinn lánar mest 18 milljónir króna eða 80 prósent af fasteigna- og brunabótamati húsnæðis. Meðalupphæð þeirra kaupsaminga sem gerðir voru á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var ríflega 29 milljónir króna. Bresk stjórnvöld hafa sett þrýsting á banka þar í landi um að lækka vexti húsnæðislána. Vextir af húsnæðislánum hér, sem raunar eru verðtryggðir, hafa farið hækkandi. Íbúðalánasjóður fjármagnar sín lán með útboði íbúðabréfa. Vextir á lánum sjóðsins ákvarðast af kjörum á markaði, að viðbættu álagi sjóðsins, sem er 0,45 prósent, sé ekki gert ráð fyrir því að fólk greiði lánin upp. Til stóð að sjóðurinn byði út ellefu til þrettán milljarða króna á fyrsta fjórðingu ársins. Því var frestað. „Það eru sveiflur í ávöxtunarkröfunni, en ég geri ráð fyrir að hún myndi lækka færum við í útboð nú," segir Guðmundur og bætir því við að svo hefði einnig orðið hefði sjóðurinn farið í útboð snemma á fyrsta fjórðungi. Hann neitar því að stjórnvöld hafi komið í veg fyrir útboð sem hefði haft í för með sér lækkun vaxta. „Ég hafna því alfarið að stjórnvöld hafi sett þrýsting á sjóðinn. Útboðin hafa eingöngu farið eftir fjárþörf sjóðsins." Héðan og þaðan Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
„Það eru engin rök fyrir þessu viðmiði og það ætti að hafa verið afnumið fyrir lifandis löngu," segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Þar vísar hann til þess að lán sjóðsins eru tiltekið hlutfall af fasteigna- og brunabótamati, en ekki markaðsvirði. Viðmiðið er bundið í reglugerð og er því hægt að breyta því án þess að breyta lögum. Gumundur segir að þetta viðmið sé flókið og ógegnsætt. „Eigi að halda lánum sjóðsins niðri, þá er eðlilegt að gera það bara með hámarksláni," segir Guðmundur. „Breyting á lánaviðmiðum er eitt af því sem við höfum horft til hér í ráðuneytinu," segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Hún segir að ýmis rök séu fyrir þessu „enda algengt að lánshlutfallið sé ekki nema 50 eða 60 prósent af kaupverði og jafnvel enn minna hér á höfuðborgarsvæðinu". Hins vegar hafi ekkert verið ákveðið í þessum efnum enn. „Við þurfum að sjá hvenær rétt er að grípa til aðgerða til að örva fasteignamarkaðinn," segir Jóhanna og bætir við að engum sé greiði gerður með því að ýta undir verðbólgu með sérstökum aðgerðum. „Svona breyting myndi örugglega gera það." Vextir af lánum Íbúðalánasjóðs eru nú 5,5 prósent. Sjóðurinn lánar mest 18 milljónir króna eða 80 prósent af fasteigna- og brunabótamati húsnæðis. Meðalupphæð þeirra kaupsaminga sem gerðir voru á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var ríflega 29 milljónir króna. Bresk stjórnvöld hafa sett þrýsting á banka þar í landi um að lækka vexti húsnæðislána. Vextir af húsnæðislánum hér, sem raunar eru verðtryggðir, hafa farið hækkandi. Íbúðalánasjóður fjármagnar sín lán með útboði íbúðabréfa. Vextir á lánum sjóðsins ákvarðast af kjörum á markaði, að viðbættu álagi sjóðsins, sem er 0,45 prósent, sé ekki gert ráð fyrir því að fólk greiði lánin upp. Til stóð að sjóðurinn byði út ellefu til þrettán milljarða króna á fyrsta fjórðingu ársins. Því var frestað. „Það eru sveiflur í ávöxtunarkröfunni, en ég geri ráð fyrir að hún myndi lækka færum við í útboð nú," segir Guðmundur og bætir því við að svo hefði einnig orðið hefði sjóðurinn farið í útboð snemma á fyrsta fjórðungi. Hann neitar því að stjórnvöld hafi komið í veg fyrir útboð sem hefði haft í för með sér lækkun vaxta. „Ég hafna því alfarið að stjórnvöld hafi sett þrýsting á sjóðinn. Útboðin hafa eingöngu farið eftir fjárþörf sjóðsins."
Héðan og þaðan Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira