Plötusnúðurinn Dj Margeir spilar á Nasa á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld ásamt níu manna strengjasveit. Stjórnandi sveitarinnar verður básúnuleikarinn Samúel Jón Samúelsson, auk þess sem hann útsetur strengjahlutann.
Ekki er vitað til þess að nokkur hafi útsett verk fyrir plötusnúð og strengi áður. Undanskilið er þó eitt skipti í ferbúar þegar Margeir og föruneyti flutti verkið í einkaveislu í Reykjavík. Daníel Ágúst, söngvari GusGus og Ný danskrar, kemur einnig fram á tónleikunum, sem hefjast klukkan 22.