Íslendingaliðið Brann tapaði 3-2 fyrir Molde í norska boltanum í kvöld. Brann komst í 2-0 í leiknum en þrjú mörk frá Molde í seinni hálfleik færðu þeim stigin þrjú.
Kristján Örn Sigurðsson og Birkir Már Sævarsson léku allan leikinn fyrir Brann og Ármann Smári Björnsson kom inn sem varamaður á 80. mínútu. Brann er í áttunda sæti deildarinnar.