Umboðsmaður ítalska markvarðarins Gianluigi Buffon segir fréttir fjölmiðla um hugsanleg kaup Manchester City á skjólstæðingi sínum vera hreinan uppspuna.
„Manchester City hefur ekki haft samband við Buffon, mig eða Juventus. Þeir fjölmiðlamenn sem halda öðru fram eru lygarar og ættu að skammast sín. Buffon er ánægður hjá Juventus og er samningsbundinn félaginu," sagði hann.
„Því miður búum við í heimi þar sem engin virðing eða reglur ríkja. Heimskt fólk skrifar bara það sem það vill."