Benjamín Þór: Ég er fórnarlambið Magnús Már Guðmundsson skrifar 22. september 2008 22:01 Úr Kompásþættinum fyrr í kvöld. Benjamín Þór Þorgrímsson. Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari, segist vera fórnarlamb Kompás og lögð hafi verið fyrir hann gildra. ,,Ég tel mig vera fórnarlambið. Ragnar er bara píslarvottur og tálbeita þeirra til að gera spennandi þátt fyrir þjóðina," segir Benjamín. Spurður hvort að lögð hafi verið fyrir hann gildra segir Benjamín: ,,Já, það er bara þannig." Í fréttaskýringaþættinum Kompás í kvöld var fjallað um duldan heim handrukkara á Íslandi og samskipti Benjamíns og Ragnars Ólafs Magnússonar, fyrrum veitingamanns. Við vinnslu þáttarins síðla sumars náðist á myndband þegar Benjamín réðist að Ragnari sem stundum er kenndur við veitingastaðinn Óliver. Segir að myndbandið hafi verið klippt til Benjamín segir Ragnar hafi átt frumkvæði af því að þeir hittust og að myndbandið sem sýnt var í þættinum í kvöld hafa verið klippt niður. ,,Það kemur ekki allt fram í myndbandinu. Málið er persónulegt á milli mín og Ragnars. Ég er að hitta hann þarna út af mér sjálfum því þessi maður hefur bara valdið mér ónæði og kveikt í bílnum mínum." Benjamín viðurkennir að samskipti hans og Ragnars hafi gengið of langt. ,,Hinn venjulegi maður hefði rassskellt hann Ragga fyrir að hafa kveikt í bílnum sínum. Það þarf engan handrukkara til þess." Krefur 365 um bætur Benjamín hyggst krefja 365 miðla um skaðabætur vegna birtingu myndskeiðsins á þeim forsendum að hún feli í sér brot á friðhelgi einkalífs. ,,Hvað verðu næst ef þeir komast upp með þetta? Það er náttúrulega bara verið að búa til einhverja æsifrétt." Hjálpar fólki Aðspurður hvort hann hafi handrukkað fólk segir Benjamín: ,,Nei. Ég tel mig ekki vera handrukkara. Ég hef hjálpað fólki en ég hef ekki verið að handrukka. Ég hef ekki verið að kúga eða berja fólk í gegnum tíðina." Spurður hvaða fólki hann hafi hjálpað og þá hvernig segir Benjamín að fólk lendi í ýmiskonar vandræðum. ,,Ég hef tekið að mér próbónó verkefni þegar tölvum af krökkum er stolið og fundið fyrir þau. Maður er ekki verri maður en það. Ég hef hjálpað fólki miklu meira heldur en að níðast á því. En þetta fær maður í staðinn. Við erum oft fljótari en löggan að finna hlutina." Auglýsingabrella Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Kompás, kærði í morgun til lögreglu líflátshótanir sem bárust honum í gærkvöldi í gegnum þriðja aðila. Hann telur hótanirnar tengjast birtingu myndanna í kvöld. ,,Þetta er bara auglýsingabrella og kjaftæði. Komandi á Bylgjuna í morgun og gera sig að fífli og segjast hafa orðið fyrir hótunum. Það er bara verið að selja æsifréttir því fólk þrífst á óförum annarra," segir Benjamín. Heillaóskir Benjamín kveðst hafa fengið mikil viðbrögð við þættinum og umræðunni í kringum hann. ,,Ég hef ekkert fengið nema heillaóskir frá ótrúlegasta fólki." Hvað framtíð sína sem einkaþjálfari hjá World Class segist Benjamín óttast að þátturinn hafi afleiðingar. Handrukkun Tengdar fréttir Hafnar því að 365 sé skaðabótaskylt vegna Kompásþáttar Einar Þór Sverrisson, lögmaður 365, hafnar því að fyrirtækið sé skaðabótaskylt verði Kompásþáttur sem sýnir líkamsárás meints handrukkara á annan mann sýndur í kvöld. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaðurinn hefur ritað lögmanni hins meinta handrukkara. 22. september 2008 13:35 Líkamsárás í fyrsta Kompásþætti vetrarins Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á Ragnar Ólaf Magnússon fyrrum veitingamann. Fjallað verður um líkamsárásina í fréttaskýringaþættinum Kompási eftir fréttir Stöðvar 2. 22. september 2008 18:45 Jóhannesi hótað lífláti vegna Kompásþáttar Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Kompáss, hefur kært líflátshótun sem honum barst í gegnum þriðja aðila. 22. september 2008 09:39 Ragnari Magnússyni var líka hótað um helgina Ragnar Magnússon athafnamaður segir að sér hafi borist líflátshótanir um helgina. Hann segist telja að Benjamin Þ. Þorgrímsson, líkamsræktafrömuður og einkaþjálfari, standi að baki hótunum sem honum og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, ritstjóra Kompáss, hafi borist. 22. september 2008 13:59 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari, segist vera fórnarlamb Kompás og lögð hafi verið fyrir hann gildra. ,,Ég tel mig vera fórnarlambið. Ragnar er bara píslarvottur og tálbeita þeirra til að gera spennandi þátt fyrir þjóðina," segir Benjamín. Spurður hvort að lögð hafi verið fyrir hann gildra segir Benjamín: ,,Já, það er bara þannig." Í fréttaskýringaþættinum Kompás í kvöld var fjallað um duldan heim handrukkara á Íslandi og samskipti Benjamíns og Ragnars Ólafs Magnússonar, fyrrum veitingamanns. Við vinnslu þáttarins síðla sumars náðist á myndband þegar Benjamín réðist að Ragnari sem stundum er kenndur við veitingastaðinn Óliver. Segir að myndbandið hafi verið klippt til Benjamín segir Ragnar hafi átt frumkvæði af því að þeir hittust og að myndbandið sem sýnt var í þættinum í kvöld hafa verið klippt niður. ,,Það kemur ekki allt fram í myndbandinu. Málið er persónulegt á milli mín og Ragnars. Ég er að hitta hann þarna út af mér sjálfum því þessi maður hefur bara valdið mér ónæði og kveikt í bílnum mínum." Benjamín viðurkennir að samskipti hans og Ragnars hafi gengið of langt. ,,Hinn venjulegi maður hefði rassskellt hann Ragga fyrir að hafa kveikt í bílnum sínum. Það þarf engan handrukkara til þess." Krefur 365 um bætur Benjamín hyggst krefja 365 miðla um skaðabætur vegna birtingu myndskeiðsins á þeim forsendum að hún feli í sér brot á friðhelgi einkalífs. ,,Hvað verðu næst ef þeir komast upp með þetta? Það er náttúrulega bara verið að búa til einhverja æsifrétt." Hjálpar fólki Aðspurður hvort hann hafi handrukkað fólk segir Benjamín: ,,Nei. Ég tel mig ekki vera handrukkara. Ég hef hjálpað fólki en ég hef ekki verið að handrukka. Ég hef ekki verið að kúga eða berja fólk í gegnum tíðina." Spurður hvaða fólki hann hafi hjálpað og þá hvernig segir Benjamín að fólk lendi í ýmiskonar vandræðum. ,,Ég hef tekið að mér próbónó verkefni þegar tölvum af krökkum er stolið og fundið fyrir þau. Maður er ekki verri maður en það. Ég hef hjálpað fólki miklu meira heldur en að níðast á því. En þetta fær maður í staðinn. Við erum oft fljótari en löggan að finna hlutina." Auglýsingabrella Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Kompás, kærði í morgun til lögreglu líflátshótanir sem bárust honum í gærkvöldi í gegnum þriðja aðila. Hann telur hótanirnar tengjast birtingu myndanna í kvöld. ,,Þetta er bara auglýsingabrella og kjaftæði. Komandi á Bylgjuna í morgun og gera sig að fífli og segjast hafa orðið fyrir hótunum. Það er bara verið að selja æsifréttir því fólk þrífst á óförum annarra," segir Benjamín. Heillaóskir Benjamín kveðst hafa fengið mikil viðbrögð við þættinum og umræðunni í kringum hann. ,,Ég hef ekkert fengið nema heillaóskir frá ótrúlegasta fólki." Hvað framtíð sína sem einkaþjálfari hjá World Class segist Benjamín óttast að þátturinn hafi afleiðingar.
Handrukkun Tengdar fréttir Hafnar því að 365 sé skaðabótaskylt vegna Kompásþáttar Einar Þór Sverrisson, lögmaður 365, hafnar því að fyrirtækið sé skaðabótaskylt verði Kompásþáttur sem sýnir líkamsárás meints handrukkara á annan mann sýndur í kvöld. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaðurinn hefur ritað lögmanni hins meinta handrukkara. 22. september 2008 13:35 Líkamsárás í fyrsta Kompásþætti vetrarins Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á Ragnar Ólaf Magnússon fyrrum veitingamann. Fjallað verður um líkamsárásina í fréttaskýringaþættinum Kompási eftir fréttir Stöðvar 2. 22. september 2008 18:45 Jóhannesi hótað lífláti vegna Kompásþáttar Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Kompáss, hefur kært líflátshótun sem honum barst í gegnum þriðja aðila. 22. september 2008 09:39 Ragnari Magnússyni var líka hótað um helgina Ragnar Magnússon athafnamaður segir að sér hafi borist líflátshótanir um helgina. Hann segist telja að Benjamin Þ. Þorgrímsson, líkamsræktafrömuður og einkaþjálfari, standi að baki hótunum sem honum og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, ritstjóra Kompáss, hafi borist. 22. september 2008 13:59 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Hafnar því að 365 sé skaðabótaskylt vegna Kompásþáttar Einar Þór Sverrisson, lögmaður 365, hafnar því að fyrirtækið sé skaðabótaskylt verði Kompásþáttur sem sýnir líkamsárás meints handrukkara á annan mann sýndur í kvöld. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaðurinn hefur ritað lögmanni hins meinta handrukkara. 22. september 2008 13:35
Líkamsárás í fyrsta Kompásþætti vetrarins Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á Ragnar Ólaf Magnússon fyrrum veitingamann. Fjallað verður um líkamsárásina í fréttaskýringaþættinum Kompási eftir fréttir Stöðvar 2. 22. september 2008 18:45
Jóhannesi hótað lífláti vegna Kompásþáttar Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Kompáss, hefur kært líflátshótun sem honum barst í gegnum þriðja aðila. 22. september 2008 09:39
Ragnari Magnússyni var líka hótað um helgina Ragnar Magnússon athafnamaður segir að sér hafi borist líflátshótanir um helgina. Hann segist telja að Benjamin Þ. Þorgrímsson, líkamsræktafrömuður og einkaþjálfari, standi að baki hótunum sem honum og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, ritstjóra Kompáss, hafi borist. 22. september 2008 13:59