Fótbolti

Fabregas vill sleppa við Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas fagnar marki í leik með Arsenal.
Cesc Fabregas fagnar marki í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, vill helst sleppa við að mæta Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Dregið verður í 16-liða úrslitin á föstudaginn og verður drátturinn í beinni útsendingu hér á Vísi sem verður nánar auglýst síðar.

Fabregas ólst upp hjá Barcelona en fór til Arsenal árið 2003. Þessi lið mættust í úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2006.

„Við getum fengið mjög stór lið," sagði Fabregas en Arsenal varð í öðru sæti G-riðils og mun því mæta einu liðanna sem sigruðu í sínum riðli.

„Það kemur í ljós hvað verður. Ef maður vill standa uppi sem sigurvegari í þessari keppni verður þú hvort eð er að vinna öll sterkustu liðin. En ef ég á að vera hreinskilinn þá myndi ég ekki vilja fá Barcelona núna."

„En svo gerist það yfirleitt alltaf að maður fær mótherjann sem maður óskar sér ekki. Þannig að ég ætla að segja sem minnst. En það er ljóst að það eru bara góð lið eftir í keppninni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×