Láttu leikinn leika þig 7. maí 2008 00:01 Félagar í golfinu „Golfarinn verður að reyna að læra að sleppa takinu og gleyma sér í leiknum. Ekki reyna að stjórna því sem eigi er unnt að stjórna,“ segir Arnar Jónsson. Fréttablaðið/Arnþór Arnar Jónsson leikari og Vignir Freyr Andersen, lóttókynnir og einn eigandi golfverslunarinnar Hole in one, eru gamlir golffélagar. „Fyrsta golfferðin út fyrir landsteinana var farin til Suður-Englands,“ minnast þeir á. „En mikið er um fína golfvelli fyrir utan stórborgir,“ segir Arnar og vísar til þeirrar vakningar sem orðin er í því að tengja golfferðir til útlanda við ferðir á sögufræga staði. Golfið snýst um meira en bara kúlur og prik,“ nefnir Arnar, sem aldrei fær nóg af því að ræða um hinar andlegu hliðar golfsins. „Í golfinu er maður í innri glímu við sig sjálfan enda krefst golfið góðrar einbeitingar. Golfið gerir heilmikið fyrir sálarlífið.“ „Það eru engir tveir dagar eins í golfinu,“ segir Vignir og bætir við að á hverjum degi vakni menn endurnærðir. Veðrið sé síbreytilegt og félagarnir sömuleiðis. „Golfið býður þannig alltaf upp á eitthvað nýtt.“ Allir eiga sína góðu og slæmu daga í golfinu, og Vignir átti sinn slæma dag á móti á Hellu nýverið. Hann er með 3,2 í forgjöf en lék áttundu holuna, sem er stutt par-3 hola, á fjórtán höggum. „Það er ekki hægt annað en að hlæja að þessu,“ segir Vignir, sem fékk viðurnefnið Vignir fjórtándi af félögum sínum í hollinu fyrir frammistöðuna. Í golfinu er mikið atriði að stilla sig inn á það hugarfar að vera ekki of upptekinn af því að gera mistök. En þegar stressið fer að ná tökum á kylfingnum er eins og hvert feilhöggið á fætur öðru sé slegið. „Golfið er spennandi leikur. Í leiknum verður maður að tæma hugann og láta ekki hausinn rugla í sér,“ segir leikarinn. Kylfingurinn er eilíflega í einhvers konar sjálfsskoðun þar sem innsæið getur skipt sköpum. Golfið gengur svolítið út á það að þjálfa sig í að treysta á eigið innsæi. „Þegar feilhöggin koma spyr maður yfirleitt sjálfan sig hvað hafi eiginlega gerst,“ segja þeir. „Bestu höggin verða yfirleitt við þær aðstæður þegar það er enginn asi á mannskapnum,“ segir Arnar og bætir við að „golfarinn verður að reyna að læra að sleppa takinu og gleyma sér í leiknum. Ekki reyna að stjórna því sem eigi er unnt að stjórna.“ Allir vita að lítið er til gagns að ætla sér að stjórna straumnum í ánni. „Í golfinu er maður einhvern veginn að leita eftir rétta taktinum sem virkar fyrir mann hverju sinni,“ segir Vignir. Deepak Chopra, sem fjallað hefur um andlegar hliðar golfsins, hefur bent á að kylfingurinn eigi að láta leikinn leika sig, í stað þess að ætla sér að stjórna leiknum um of sjálfur. Héðan og þaðan Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Arnar Jónsson leikari og Vignir Freyr Andersen, lóttókynnir og einn eigandi golfverslunarinnar Hole in one, eru gamlir golffélagar. „Fyrsta golfferðin út fyrir landsteinana var farin til Suður-Englands,“ minnast þeir á. „En mikið er um fína golfvelli fyrir utan stórborgir,“ segir Arnar og vísar til þeirrar vakningar sem orðin er í því að tengja golfferðir til útlanda við ferðir á sögufræga staði. Golfið snýst um meira en bara kúlur og prik,“ nefnir Arnar, sem aldrei fær nóg af því að ræða um hinar andlegu hliðar golfsins. „Í golfinu er maður í innri glímu við sig sjálfan enda krefst golfið góðrar einbeitingar. Golfið gerir heilmikið fyrir sálarlífið.“ „Það eru engir tveir dagar eins í golfinu,“ segir Vignir og bætir við að á hverjum degi vakni menn endurnærðir. Veðrið sé síbreytilegt og félagarnir sömuleiðis. „Golfið býður þannig alltaf upp á eitthvað nýtt.“ Allir eiga sína góðu og slæmu daga í golfinu, og Vignir átti sinn slæma dag á móti á Hellu nýverið. Hann er með 3,2 í forgjöf en lék áttundu holuna, sem er stutt par-3 hola, á fjórtán höggum. „Það er ekki hægt annað en að hlæja að þessu,“ segir Vignir, sem fékk viðurnefnið Vignir fjórtándi af félögum sínum í hollinu fyrir frammistöðuna. Í golfinu er mikið atriði að stilla sig inn á það hugarfar að vera ekki of upptekinn af því að gera mistök. En þegar stressið fer að ná tökum á kylfingnum er eins og hvert feilhöggið á fætur öðru sé slegið. „Golfið er spennandi leikur. Í leiknum verður maður að tæma hugann og láta ekki hausinn rugla í sér,“ segir leikarinn. Kylfingurinn er eilíflega í einhvers konar sjálfsskoðun þar sem innsæið getur skipt sköpum. Golfið gengur svolítið út á það að þjálfa sig í að treysta á eigið innsæi. „Þegar feilhöggin koma spyr maður yfirleitt sjálfan sig hvað hafi eiginlega gerst,“ segja þeir. „Bestu höggin verða yfirleitt við þær aðstæður þegar það er enginn asi á mannskapnum,“ segir Arnar og bætir við að „golfarinn verður að reyna að læra að sleppa takinu og gleyma sér í leiknum. Ekki reyna að stjórna því sem eigi er unnt að stjórna.“ Allir vita að lítið er til gagns að ætla sér að stjórna straumnum í ánni. „Í golfinu er maður einhvern veginn að leita eftir rétta taktinum sem virkar fyrir mann hverju sinni,“ segir Vignir. Deepak Chopra, sem fjallað hefur um andlegar hliðar golfsins, hefur bent á að kylfingurinn eigi að láta leikinn leika sig, í stað þess að ætla sér að stjórna leiknum um of sjálfur.
Héðan og þaðan Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun