Réttlæti og friður ekki í augsýn 29. nóvember 2008 06:00 Umræðan Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um Palestínu @Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m :Fyrir réttu ári efndi Bush Bandaríkjaforseti til fundar í Anapolis og kallaði þangað leiðtoga Ísraels- og Palestínumanna. Teknar voru ljósmyndir og sjónvarpsmyndir. Svo fór Bush. Bandaríkjaforseti hafði sett Ohlmert og Abbas það fyrir að semja frið fyrir lok þessa árs eða áður en hann léti af embætti. Þessar viðræður hafa verið algerlega einhliða og til einskis og það hvarflar ekki lengur að neinum að markmiðum réttlætis og friðar verði náð á valdatíma Bush Bandaríkjaforseta. Stefnan hefur verið í þveröfuga átt. Palestínumenn hafa sem fyrr sýnt vilja til friðar, en Ísraelsmenn hafa haldið áfram útþenslustefnu sinni á Vesturbakkanum. Árásum á íbúana hefur fjölgað bæði á Gaza og Vesturbakkanum, landtökubyggðir hafa stækkað og íbúum þeirra fjölgað. Apartheid-múrinn heldur áfram að stækka og er nú orðinn nærri 409 kílómetra langur, en áætlað er að hann verði 723 km, tvisvar sinnum lengri en landamærin (Græna línan). Einangrun Gaza hefur verið haldið áfram með skelfilegum afleiðingum fyrir líf og heilsu íbúanna þar. Það er því líkast sem skipulegri útrýmingarstefnu sé framfylgt. Ár hvert hvetja Sameinuðu þjóðirnar frjáls félagasamtök og ríkisstjórnir til að efna til samstöðufunda og aðgerða til stuðnings réttindabaráttu palestínsku þjóðarinnar. Sá dagur sem valinn hefur verið til þess er 29. nóvember, en þann dag árið 1947 samþykkti Allsherjarþingið tillögu um skiptingu Palestínu sem lögð var fram af sendiherra Íslands. Þann 29. nóvember ár hvert hefur Félagið Ísland-Palestína minnst þessa dags allt frá stofnun þess árið 1987. Í dag boðar félagið til samstöðufundar í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, og eru ræðumenn Viðar Þorsteinsson heimspekingur og Aron B. Kristinsson sem nýverið var sjálfboðaliði á Vesturbakkanum í þrjá mánuði. Pallborðsumræður verða með þátttöku Þórðar Ægis Óskarssonar fulltrúa utanríkisráðuneytisins og sönghópur úr Graduale Nobili flytur nokkur íslensk lög. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 17. Höfundur er læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Umræðan Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um Palestínu @Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m :Fyrir réttu ári efndi Bush Bandaríkjaforseti til fundar í Anapolis og kallaði þangað leiðtoga Ísraels- og Palestínumanna. Teknar voru ljósmyndir og sjónvarpsmyndir. Svo fór Bush. Bandaríkjaforseti hafði sett Ohlmert og Abbas það fyrir að semja frið fyrir lok þessa árs eða áður en hann léti af embætti. Þessar viðræður hafa verið algerlega einhliða og til einskis og það hvarflar ekki lengur að neinum að markmiðum réttlætis og friðar verði náð á valdatíma Bush Bandaríkjaforseta. Stefnan hefur verið í þveröfuga átt. Palestínumenn hafa sem fyrr sýnt vilja til friðar, en Ísraelsmenn hafa haldið áfram útþenslustefnu sinni á Vesturbakkanum. Árásum á íbúana hefur fjölgað bæði á Gaza og Vesturbakkanum, landtökubyggðir hafa stækkað og íbúum þeirra fjölgað. Apartheid-múrinn heldur áfram að stækka og er nú orðinn nærri 409 kílómetra langur, en áætlað er að hann verði 723 km, tvisvar sinnum lengri en landamærin (Græna línan). Einangrun Gaza hefur verið haldið áfram með skelfilegum afleiðingum fyrir líf og heilsu íbúanna þar. Það er því líkast sem skipulegri útrýmingarstefnu sé framfylgt. Ár hvert hvetja Sameinuðu þjóðirnar frjáls félagasamtök og ríkisstjórnir til að efna til samstöðufunda og aðgerða til stuðnings réttindabaráttu palestínsku þjóðarinnar. Sá dagur sem valinn hefur verið til þess er 29. nóvember, en þann dag árið 1947 samþykkti Allsherjarþingið tillögu um skiptingu Palestínu sem lögð var fram af sendiherra Íslands. Þann 29. nóvember ár hvert hefur Félagið Ísland-Palestína minnst þessa dags allt frá stofnun þess árið 1987. Í dag boðar félagið til samstöðufundar í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, og eru ræðumenn Viðar Þorsteinsson heimspekingur og Aron B. Kristinsson sem nýverið var sjálfboðaliði á Vesturbakkanum í þrjá mánuði. Pallborðsumræður verða með þátttöku Þórðar Ægis Óskarssonar fulltrúa utanríkisráðuneytisins og sönghópur úr Graduale Nobili flytur nokkur íslensk lög. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 17. Höfundur er læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun