Fyrstu tónleikarnir á Íslandi 4. desember 2008 05:30 Popparinn Ingi Örn Gíslason heldur útgáfutónleika á föstudagskvöld til að kynna sína fyrstu sólóplötu. fréttablaðið/vilhelm Popparinn Ingi heldur útgáfutónleika á Nasa á föstudagskvöld sem verða jafnframt hans fyrstu tónleikar hér á landi. „Ég verð með átta manna hljómsveit, þetta verður rosalega spennandi. Það er ekkert stress, bara tilhlökkun," segir Ingi sem var að gefa út sína fyrstu plötu, Human Oddities. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu tók Ingi plötuna upp í San Francisco með upptökustjóranum Scott Mathews, sem hefur unnið með hetjum á borð við David Bowie, Johnny Cash og Brian Wilson. „Við vorum í sex vikur að taka upp og það gekk rosavel," segir Ingi sem væri alveg til í að vinna aftur með Scott: „Hann er rosalega góður og það var magnað að vinna með honum." Nafnið Human Oddities er tilvísun í skrítið fólk sem Ingi virðist hafa heillast af í gegnum tíðina. „Í sumum lögunum koma hinir og þessir skrítnir einstaklingar fram þannig að nafnið var mjög viðeigandi." Þrátt fyrir að tónleikarnir á Nasa verði hans fyrstu hér á landi hefur Ingi spilað lítillega í London þar sem hann hefur búið. Í umslagi nýju plötunnar talar breski tónlistarblaðamaðurinn Ben H. Murray um frammistöðu hans og minnist sérstaklega á tónleika í Brixton Windmill þar sem áheyrendur stóðu upp í lokin og klöppuðu hann tvívegis upp. Slíkt gerist ekki á hverjum degi þar í borg. Ingi vonast til að vinna aftur með Scott Mathews en fyrst ætlar hann að koma plötunni að úti í heimi og er Scott að leggja fyrir hann línurnar í Bandaríkjunum. „Framhaldið er frekar óljóst en vonandi kemur þetta í ljós sem fyrst á nýju ári," segir hann. Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Popparinn Ingi heldur útgáfutónleika á Nasa á föstudagskvöld sem verða jafnframt hans fyrstu tónleikar hér á landi. „Ég verð með átta manna hljómsveit, þetta verður rosalega spennandi. Það er ekkert stress, bara tilhlökkun," segir Ingi sem var að gefa út sína fyrstu plötu, Human Oddities. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu tók Ingi plötuna upp í San Francisco með upptökustjóranum Scott Mathews, sem hefur unnið með hetjum á borð við David Bowie, Johnny Cash og Brian Wilson. „Við vorum í sex vikur að taka upp og það gekk rosavel," segir Ingi sem væri alveg til í að vinna aftur með Scott: „Hann er rosalega góður og það var magnað að vinna með honum." Nafnið Human Oddities er tilvísun í skrítið fólk sem Ingi virðist hafa heillast af í gegnum tíðina. „Í sumum lögunum koma hinir og þessir skrítnir einstaklingar fram þannig að nafnið var mjög viðeigandi." Þrátt fyrir að tónleikarnir á Nasa verði hans fyrstu hér á landi hefur Ingi spilað lítillega í London þar sem hann hefur búið. Í umslagi nýju plötunnar talar breski tónlistarblaðamaðurinn Ben H. Murray um frammistöðu hans og minnist sérstaklega á tónleika í Brixton Windmill þar sem áheyrendur stóðu upp í lokin og klöppuðu hann tvívegis upp. Slíkt gerist ekki á hverjum degi þar í borg. Ingi vonast til að vinna aftur með Scott Mathews en fyrst ætlar hann að koma plötunni að úti í heimi og er Scott að leggja fyrir hann línurnar í Bandaríkjunum. „Framhaldið er frekar óljóst en vonandi kemur þetta í ljós sem fyrst á nýju ári," segir hann.
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“