Klive gefur út plötu með hversdagslegum hljóðum 6. maí 2008 20:04 Svona lítur umslagið utan um nýju plötu Klive út. Klive gefur næstkomandi fimmtudag [8. maí 2008] út sína fyrstu plötu, Sweaty Psalms. Á henni er að finna ellefu elektrónísk lög unnin úr hversdagslegum hljóðum sem Klive hefur numið úr ferðalögum um Evrópu og Reykjavík. Platan var unnin á tveimur árum með ferðaupptökugræju til að taka upp hljóðin og ýmsan hugbúnað til að vinna hljóðin, s.s. Ableton live og Max/msp. Úr pörtunum skapar Klive fjöllaga könnun á endimörkum hljóðheimsins. Klive er sólóverkefni Úlfs Hanssonar, en hann spilar einnig á bassa í svartkjarnabandinu Swords of Chaos. Í tónlistinni má greina að Klive hefur ekki bara orðið fyrir áhrifum frá tilraunarafónlist í anda Aphex Twin, Fennesz, Black Dice og Oren Ambarchi (sem hann nefnir sem áhrifavalda) heldur einnig dauðarokksböndum eins og Obituary, Death, Disgorge og Defeated Sanity. „Mér finnst áhrifin frá dauðarokkinu koma fram í tónlistinni minni," segir Klive. „En dauðarokkið er líka góður balans við raftónlistina." Úr þessum straumum hefur enda orðið til kraftmikil og framandi plata sem grípur eyrað við fyrsta hljóð. Sweaty Psalms er gefin út af Úlfi sjálfum í samstarfi við Kimi records. Kimi records sér um svo um dreifingu. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Klive gefur næstkomandi fimmtudag [8. maí 2008] út sína fyrstu plötu, Sweaty Psalms. Á henni er að finna ellefu elektrónísk lög unnin úr hversdagslegum hljóðum sem Klive hefur numið úr ferðalögum um Evrópu og Reykjavík. Platan var unnin á tveimur árum með ferðaupptökugræju til að taka upp hljóðin og ýmsan hugbúnað til að vinna hljóðin, s.s. Ableton live og Max/msp. Úr pörtunum skapar Klive fjöllaga könnun á endimörkum hljóðheimsins. Klive er sólóverkefni Úlfs Hanssonar, en hann spilar einnig á bassa í svartkjarnabandinu Swords of Chaos. Í tónlistinni má greina að Klive hefur ekki bara orðið fyrir áhrifum frá tilraunarafónlist í anda Aphex Twin, Fennesz, Black Dice og Oren Ambarchi (sem hann nefnir sem áhrifavalda) heldur einnig dauðarokksböndum eins og Obituary, Death, Disgorge og Defeated Sanity. „Mér finnst áhrifin frá dauðarokkinu koma fram í tónlistinni minni," segir Klive. „En dauðarokkið er líka góður balans við raftónlistina." Úr þessum straumum hefur enda orðið til kraftmikil og framandi plata sem grípur eyrað við fyrsta hljóð. Sweaty Psalms er gefin út af Úlfi sjálfum í samstarfi við Kimi records. Kimi records sér um svo um dreifingu.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira