Klive gefur út plötu með hversdagslegum hljóðum 6. maí 2008 20:04 Svona lítur umslagið utan um nýju plötu Klive út. Klive gefur næstkomandi fimmtudag [8. maí 2008] út sína fyrstu plötu, Sweaty Psalms. Á henni er að finna ellefu elektrónísk lög unnin úr hversdagslegum hljóðum sem Klive hefur numið úr ferðalögum um Evrópu og Reykjavík. Platan var unnin á tveimur árum með ferðaupptökugræju til að taka upp hljóðin og ýmsan hugbúnað til að vinna hljóðin, s.s. Ableton live og Max/msp. Úr pörtunum skapar Klive fjöllaga könnun á endimörkum hljóðheimsins. Klive er sólóverkefni Úlfs Hanssonar, en hann spilar einnig á bassa í svartkjarnabandinu Swords of Chaos. Í tónlistinni má greina að Klive hefur ekki bara orðið fyrir áhrifum frá tilraunarafónlist í anda Aphex Twin, Fennesz, Black Dice og Oren Ambarchi (sem hann nefnir sem áhrifavalda) heldur einnig dauðarokksböndum eins og Obituary, Death, Disgorge og Defeated Sanity. „Mér finnst áhrifin frá dauðarokkinu koma fram í tónlistinni minni," segir Klive. „En dauðarokkið er líka góður balans við raftónlistina." Úr þessum straumum hefur enda orðið til kraftmikil og framandi plata sem grípur eyrað við fyrsta hljóð. Sweaty Psalms er gefin út af Úlfi sjálfum í samstarfi við Kimi records. Kimi records sér um svo um dreifingu. Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Klive gefur næstkomandi fimmtudag [8. maí 2008] út sína fyrstu plötu, Sweaty Psalms. Á henni er að finna ellefu elektrónísk lög unnin úr hversdagslegum hljóðum sem Klive hefur numið úr ferðalögum um Evrópu og Reykjavík. Platan var unnin á tveimur árum með ferðaupptökugræju til að taka upp hljóðin og ýmsan hugbúnað til að vinna hljóðin, s.s. Ableton live og Max/msp. Úr pörtunum skapar Klive fjöllaga könnun á endimörkum hljóðheimsins. Klive er sólóverkefni Úlfs Hanssonar, en hann spilar einnig á bassa í svartkjarnabandinu Swords of Chaos. Í tónlistinni má greina að Klive hefur ekki bara orðið fyrir áhrifum frá tilraunarafónlist í anda Aphex Twin, Fennesz, Black Dice og Oren Ambarchi (sem hann nefnir sem áhrifavalda) heldur einnig dauðarokksböndum eins og Obituary, Death, Disgorge og Defeated Sanity. „Mér finnst áhrifin frá dauðarokkinu koma fram í tónlistinni minni," segir Klive. „En dauðarokkið er líka góður balans við raftónlistina." Úr þessum straumum hefur enda orðið til kraftmikil og framandi plata sem grípur eyrað við fyrsta hljóð. Sweaty Psalms er gefin út af Úlfi sjálfum í samstarfi við Kimi records. Kimi records sér um svo um dreifingu.
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira