Bakkavör aldrei lægri 12. nóvember 2008 00:01 Gengi Bakkavarar fimmtánfaldaðist frá skráningu árið 2000 til júlí 2007. Það fór undir útboðsgengi í gær og hefur aldrei verið lægra. Markaðurinn/vilhelm „Ég get ekki útskýrt hvers vegna gengi Bakkavarar er ekki hærra,“ sagði Ágúst Guðmundsson, forstjóri félagsins, á aðalfundi þess í vor. Hann vísaði til óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Gengi hlutabréfa í Bakkavör snerti 4,10 krónur á hlut í gær og hefur aldrei verið lægra. Fyrirtækið, sem þeir bræður Ágúst og Lýður Guðmundssynir stofnuðu fyrir 22 árum, var skráð á markað um miðjan maí árið 2000. Bréf þess fóru á 5,5 krónur á hlut í útboði fyrir skráninguna en endaði krónu lægra á fyrsta viðskiptadegi í Kauphöllinni. Bakkavör óx ásmegin eftir þetta sem skilaði sér í nokkuð snarpri gengishækkun hlutabréfa, ekki síst eftir 2002. Í tvígang í fyrra náði gengið hæstu hæðum, síðast 20. júlí þegar það náði 72,1 krónu á hlut. Það er fimmtánföldun á sjö árum. Tveimur dögum fyrr sló Úrvalsvísitalan hæsta gildi í 9.016 stigum. Fljótlega eftir þetta tóku gengi bréfanna dýfu líkt og vísitalan en gengisfallið á þessu rúma ári nemur 94 prósentum. Þeir Bakkabræður lögðu bréf sín í Bakkavör inn í Meið, sem síðar varð Exista, fyrir sex árum en keyptu hann til baka 10. október síðastliðinn fyrir tæpa 8,4 milljarða króna á genginu 9,7 krónur á hlut. Miðað við lokagengi bréfanna í gær nemur verðmæti hlutarins í dag 3,8 milljörðum króna og hefur því rýrnað um 4,8 milljarða á mánuði.- jab Markaðir Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
„Ég get ekki útskýrt hvers vegna gengi Bakkavarar er ekki hærra,“ sagði Ágúst Guðmundsson, forstjóri félagsins, á aðalfundi þess í vor. Hann vísaði til óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Gengi hlutabréfa í Bakkavör snerti 4,10 krónur á hlut í gær og hefur aldrei verið lægra. Fyrirtækið, sem þeir bræður Ágúst og Lýður Guðmundssynir stofnuðu fyrir 22 árum, var skráð á markað um miðjan maí árið 2000. Bréf þess fóru á 5,5 krónur á hlut í útboði fyrir skráninguna en endaði krónu lægra á fyrsta viðskiptadegi í Kauphöllinni. Bakkavör óx ásmegin eftir þetta sem skilaði sér í nokkuð snarpri gengishækkun hlutabréfa, ekki síst eftir 2002. Í tvígang í fyrra náði gengið hæstu hæðum, síðast 20. júlí þegar það náði 72,1 krónu á hlut. Það er fimmtánföldun á sjö árum. Tveimur dögum fyrr sló Úrvalsvísitalan hæsta gildi í 9.016 stigum. Fljótlega eftir þetta tóku gengi bréfanna dýfu líkt og vísitalan en gengisfallið á þessu rúma ári nemur 94 prósentum. Þeir Bakkabræður lögðu bréf sín í Bakkavör inn í Meið, sem síðar varð Exista, fyrir sex árum en keyptu hann til baka 10. október síðastliðinn fyrir tæpa 8,4 milljarða króna á genginu 9,7 krónur á hlut. Miðað við lokagengi bréfanna í gær nemur verðmæti hlutarins í dag 3,8 milljörðum króna og hefur því rýrnað um 4,8 milljarða á mánuði.- jab
Markaðir Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira