Hlaup, dans og skrif 4. júní 2008 00:01 Þóra Helgadóttir Segir að þegar hún eigi tíma aflögu megi ósjaldan finna sig á kaffihúsum Lundúna með nokkrar bækur og blöð sér við hlið. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA „Þegar kemur að frístundum er af mörgu að taka en fyrst verð ég að nefna hlaupin. Ég byrjaði fyrst að hlaupa þegar ég var í námi í London árið 2005. Nú á ég eitt heilt og nokkur hálf maraþon að baki. Stefnan er tekin á að bæta tímann í hálfu maraþoni nú í haust í Bretlandi,“ segir Þóra Helgadóttir hagfræðingur, sem nú starfar hjá Singer og Friedlander í Lundúnum. Hún segist njóta þess að vakna snemma á morgnana og hlaupa niður að Thames. „Það er uppörvandi að fylgjast með Lundúnaborg vakna til lífsins, hvort sem það eru róðrarklúbbarnir að þeysast upp ána eða vallarstarfsmenn Fulham að undirbúa daginn. Útsýnið af Hammersmith-brúnni er ekki af verri endanum. Á miðvikudögum hleyp ég hins vegar með strákunum hjá Kaupþingi London í Hyde Park í hádeginu. Þar er keppt við klukkuna en þrátt fyrir að hafa leyft stelpu að ganga í hópinn hefur ekki hægt á okkur. Þegar ég vil algjörlega gleyma stað og stund veit ég fátt betra en að detta inn í Dance Works í London og skella mér í modern jazz-tíma. Ég stundaði dansnám og kenndi síðar hja JSB í mörg ár og því er dansinn mér alltaf kær,“ segir Þóra. Auk þess segist hún hafa gaman af lestri góðra bóka og segir smekkinn á því sviði mjög fjölbreyttan. „Það má ósjaldan finna mig á kaffihúsum borgarinnar þegar ég hef tíma aflögu með nokkrar bækur og blöð mér við hlið. Ég hef einnig gaman af því að munda pennann sjálf. Hingað til hafa skrif mín aðallega tengst fjármálum og hagfræði. Í vetur skellti ég mér hins vegar á námskeið í skapandi skrifum hjá City University. Það var virkilega ánægjuleg lífsreynsla og kynntist ég þar mjög áhugaverðu fólki. Ég hef nú einhverjar efasemdir um að ég og skáldagyðjan séum í takt en það má búast við að skúffuverkum fjölgi á næstunni.“ Með rísandi sól stefnir Þóra að því að taka sér nýja hluti fyrir hendur og segir hún að af mörgu sé að taka. „Þar sem ég bý nú við hliðina á tennisklúbbi hennar hátignar ætla ég að reyna að taka upp tennisspaða í sumar og ef til vill skrá mig á námskeið. Nýju gönguskórnir mínir standa líka ónotaðir inni í herbergi og er ég að bíða eftir rétta tækifærinu til að vígja þá,“ segir Þóra að lokum. Héðan og þaðan Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
„Þegar kemur að frístundum er af mörgu að taka en fyrst verð ég að nefna hlaupin. Ég byrjaði fyrst að hlaupa þegar ég var í námi í London árið 2005. Nú á ég eitt heilt og nokkur hálf maraþon að baki. Stefnan er tekin á að bæta tímann í hálfu maraþoni nú í haust í Bretlandi,“ segir Þóra Helgadóttir hagfræðingur, sem nú starfar hjá Singer og Friedlander í Lundúnum. Hún segist njóta þess að vakna snemma á morgnana og hlaupa niður að Thames. „Það er uppörvandi að fylgjast með Lundúnaborg vakna til lífsins, hvort sem það eru róðrarklúbbarnir að þeysast upp ána eða vallarstarfsmenn Fulham að undirbúa daginn. Útsýnið af Hammersmith-brúnni er ekki af verri endanum. Á miðvikudögum hleyp ég hins vegar með strákunum hjá Kaupþingi London í Hyde Park í hádeginu. Þar er keppt við klukkuna en þrátt fyrir að hafa leyft stelpu að ganga í hópinn hefur ekki hægt á okkur. Þegar ég vil algjörlega gleyma stað og stund veit ég fátt betra en að detta inn í Dance Works í London og skella mér í modern jazz-tíma. Ég stundaði dansnám og kenndi síðar hja JSB í mörg ár og því er dansinn mér alltaf kær,“ segir Þóra. Auk þess segist hún hafa gaman af lestri góðra bóka og segir smekkinn á því sviði mjög fjölbreyttan. „Það má ósjaldan finna mig á kaffihúsum borgarinnar þegar ég hef tíma aflögu með nokkrar bækur og blöð mér við hlið. Ég hef einnig gaman af því að munda pennann sjálf. Hingað til hafa skrif mín aðallega tengst fjármálum og hagfræði. Í vetur skellti ég mér hins vegar á námskeið í skapandi skrifum hjá City University. Það var virkilega ánægjuleg lífsreynsla og kynntist ég þar mjög áhugaverðu fólki. Ég hef nú einhverjar efasemdir um að ég og skáldagyðjan séum í takt en það má búast við að skúffuverkum fjölgi á næstunni.“ Með rísandi sól stefnir Þóra að því að taka sér nýja hluti fyrir hendur og segir hún að af mörgu sé að taka. „Þar sem ég bý nú við hliðina á tennisklúbbi hennar hátignar ætla ég að reyna að taka upp tennisspaða í sumar og ef til vill skrá mig á námskeið. Nýju gönguskórnir mínir standa líka ónotaðir inni í herbergi og er ég að bíða eftir rétta tækifærinu til að vígja þá,“ segir Þóra að lokum.
Héðan og þaðan Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira