Hljómsveitin Amiina hefur tekið upp eigin útgáfu af lagi bandaríska sveitasöngvarans Lee Hazlewood, Leather and Lace. Síðasta lagið sem Hazlewood tók upp áður en hann lést í fyrra var einmitt Hilli (At the Top of the World) með Amiinu.
Nýja lagið má heyra á myspace-síðu Amiinu auk þess sem það verður gefið út á næstunni. Amiina er nýkomin heim eftir að hafa hitað upp fyrir Sigur Rós á tónleikaferð um Evrópu, Mexíkó og Bandaríkin. Hljómsveitin Parachutes hitar nú upp í hennar stað þangað til For a Minor Reflection tekur við kyndlinum í nóvember.