Ítalskir fjölmiðlar halda því fram í dag að Adriano, leikmaður Inter, sé á leið í ensku úrvalsdeildina og muni ganga til liðs við Chelsea í næsta mánuði.
Dagblaðið L'Imperatore heldur því fram að Jose Mourinho, stjóri Inter, hafi þegar gert upp huga sinn varðandi Adriano og að hann muni ekki leik aftur með félaginu.
Chelsea mun samkvæmt þessu reiðubúið að greiða 20 milljónir evra fyrir Adriano sem er 26 ára gamall og samningsbundinn Inter til ársins 2010.