Bandaríkjamenn eru mjög svartsýnir um efnahagshorfur en væntingar þeirra hafa ekki verið minni í heil 26 ár, samkvæmt nýjustu upplýsingum sem háskólinn í Michigan í Bandaríkjunum hefur tekið saman.
Væntingarvísitalan í þessum mánuði mældist 63,2 stig samanborið við 69,5 stig í fyrri mánuði. Þetta jafngildir því að væntingar hafi falllið um níu prósent á milli mánaða.