Alls féllu fjögur Íslandsmet á lokakeppnisdegi Íslandsmeistaramótsins í sundi í 25 metra laug. Keppt var í Laugardalslauginni.
Jakob Jóhann Sveinsson þríbætti met sitt í 50 metra bringusundi um helgina. Fyrst í undanrásum 100 metra bringusundsins í gær og svo aftur í morgun í undanrásum 50 m bringusundsins. Þá synti hann á sléttum 28 sekúndum og bætti metið sitt um níu hundraðshluta úr sekúndu.
Í sjálfum úrslitunum bætti hann svo enn Íslandsmetið er hann synti á 27,86 sekúndum.
Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti svo Íslandsmet Erlu Daggar Haraldsdóttur í 50 metra bringusundi er hún synti á 32,24 sekúndum.
Þá bætti sveit Ægis Íslandsmetið í 4x100 metra skriðsundi kvenna er hún synti á 3:53,41 mínútum.
Jakob Jóhann þríbætti Íslandsmet
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti


„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn




Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
