Sparisjóðir í vandræðum vegna gengisfalls Existu 6. ágúst 2008 00:01 Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM), segir að fall Existu hafi átt mikinn þátt í erfiðleikum SPM. Markaðurinn/Pjetur „Miðað við stöðu Sparisjóðs Mýrasýslu um áramót í samanburði við aðra sparisjóði má ætla að fleiri sparisjóðir lendi í vandræðum á næstunni," segir Sveinn Þórarinsson, hjá greiningu Glitnis. Sparisjóður Mýrasýslu (SPM) á hlut í Existu í gegnum eignarhaldsfélagið Kistu sem er í eigu fjögurra sparisjóða (sjá töflu). SPM á um 10,4 prósenta hlut í Kistu sem á um 7,17 prósent í Existu. Hlutur Kistu var metinn á um 40 milljarða fyrir ári en er nú metinn á um 6,7 milljarða. Exista hefur lækkað um rúmlega 80 prósent á tímabilinu. Nýverið bárust fréttir af því að stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) hyggst auka stofnfé sjóðsins um 2 milljarða króna. Ef það verður samþykkt á fundi stofnfjáreigenda 15. ágúst næstkomandi mun Kaupþing fara með 70 prósenta hlut í bankanum, Borgarbyggð 20 prósent og aðrir 10 prósent. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri SPM, segir að ein meginorsökin fyrir erfiðleikum hafi verið að SPM hafi átt stóran hlut í Existu. „Gengisfall á mörkuðum hafði því gríðarleg áhrif," segir hann. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri SPM, vonast til þess að þetta muni tryggja áframhaldandi rekstur. „Kaupþing hefur gefið það út að rekstur bankans verði óbreyttur í bili," segir Gísli. Sveinn Þórarinsson telur horfurnar ekki góðar. „Staðan verður mjög erfið fyrir marga sparisjóði í ljósi þess hvað hlutabréfaeign hefur vegið þungt í hagnaði þeirra," segir hann og bendir á að jafnvel séu dæmi um að grunnrekstur sparisjóðanna skili ekki arði. „Það er ekki ólíklegt að það séu frekari sameiningar fram undan þar sem minni sparisjóðir bera ekki þetta mikla gengisfall á hlutabréfum." Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur, segir engar samrunaviðræður í gangi þrátt fyrir gengisfall Existu. „Eiginfjárstaða okkar er það góð að við þolum gengisfall á hlutabréfum okkar í Existu," segir hann. „Það er ekki samruni í dag og ekki á morgun," segir Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla, en það eru vissulega alltaf einhverjar hreyfingar og ekkert óeðlilegt að menn tali saman við núverandi efnahagsaðstæður. Markaðir Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
„Miðað við stöðu Sparisjóðs Mýrasýslu um áramót í samanburði við aðra sparisjóði má ætla að fleiri sparisjóðir lendi í vandræðum á næstunni," segir Sveinn Þórarinsson, hjá greiningu Glitnis. Sparisjóður Mýrasýslu (SPM) á hlut í Existu í gegnum eignarhaldsfélagið Kistu sem er í eigu fjögurra sparisjóða (sjá töflu). SPM á um 10,4 prósenta hlut í Kistu sem á um 7,17 prósent í Existu. Hlutur Kistu var metinn á um 40 milljarða fyrir ári en er nú metinn á um 6,7 milljarða. Exista hefur lækkað um rúmlega 80 prósent á tímabilinu. Nýverið bárust fréttir af því að stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) hyggst auka stofnfé sjóðsins um 2 milljarða króna. Ef það verður samþykkt á fundi stofnfjáreigenda 15. ágúst næstkomandi mun Kaupþing fara með 70 prósenta hlut í bankanum, Borgarbyggð 20 prósent og aðrir 10 prósent. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri SPM, segir að ein meginorsökin fyrir erfiðleikum hafi verið að SPM hafi átt stóran hlut í Existu. „Gengisfall á mörkuðum hafði því gríðarleg áhrif," segir hann. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri SPM, vonast til þess að þetta muni tryggja áframhaldandi rekstur. „Kaupþing hefur gefið það út að rekstur bankans verði óbreyttur í bili," segir Gísli. Sveinn Þórarinsson telur horfurnar ekki góðar. „Staðan verður mjög erfið fyrir marga sparisjóði í ljósi þess hvað hlutabréfaeign hefur vegið þungt í hagnaði þeirra," segir hann og bendir á að jafnvel séu dæmi um að grunnrekstur sparisjóðanna skili ekki arði. „Það er ekki ólíklegt að það séu frekari sameiningar fram undan þar sem minni sparisjóðir bera ekki þetta mikla gengisfall á hlutabréfum." Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur, segir engar samrunaviðræður í gangi þrátt fyrir gengisfall Existu. „Eiginfjárstaða okkar er það góð að við þolum gengisfall á hlutabréfum okkar í Existu," segir hann. „Það er ekki samruni í dag og ekki á morgun," segir Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla, en það eru vissulega alltaf einhverjar hreyfingar og ekkert óeðlilegt að menn tali saman við núverandi efnahagsaðstæður.
Markaðir Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira