Verðlagskönnun Þráinn Bertelsson skrifar 26. maí 2008 10:00 Þeir sem segja að ekki sé hægt að kaupa allt fyrir peninga eru að vanmeta mátt peninganna gróflega. Það er lafhægt að kaupa dauða yfir bæði einstaklinga og þjóðir. Lífslíkur auðmanna og fátæklinga sýna svo að ekki verður um villst að hægt er að kaupa fjöldamörg æviár. Og meira að segja var elsta kaupsýslufyrirtæki á jörðinni á kafi í að selja fólki eilíft líf öldum saman. Mannslíf eru metin hjá tryggingafélögum. Slys eða óhöpp eins og að verða fyrir nauðgun eða líkamsárás eru metin til fjár af dómstólum. Prísinn á nauðgunum er miðaður við að gera fleirum en efnamönnum fjárhagslega kleift að nauðga lágt launuðu kvenfólki, enda væri prísinn töluvert hærri ef hæstaréttardómara væri nauðgað, að ég tali nú ekki um karlkyns hæstaréttardómara. Nekt og samfarir er líka hægt að kaupa samkvæmt verðlista, og pólitískur stuðningur eða skoðanir fólks hafa öldum saman fylgt markaðsverði. "Brauð og leikir" var sú verðlagning kölluð í Rómaborg til forna. "Atvinna og stöðugleiki" er það kallað í dag. Nú vill Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, verðleggja náttúruna og rukka fyrir þau spjöll sem framkvæmdir valda á henni. Þetta er reyndar hafið fyrir löngu. Garðyrkjustöðvar verðleggja einstakar plöntur og blómabúðir verðleggja skrautblóm. Vatnsföll sem hægt er að virkja til raforkuframleiðslu hafa sinn prís, laxveiðiár og silungsvötn er líka að finna í verðlistum. Miklu þægilegra er að átta sig í búðum þar sem vörurnar eru verðmerktar. Til að efla verðskyn almennings fyrir einstaklingum og umhverfi þarf endilega að færa þessa verðmerkingu út úr búðunum og inn í borgarumhverfi og loks náttúruna. Fyrst setjum við verðmiða á hvern einstakling og breytum dagsprísnum eftir því hvernig einstaklingurinn þróast og eftirspurnin er í þjóðfélaginu. Sumir kosta 300 millur og aðrir eru falir fyrir þúsund kall á tímann. Síðan þarf að fara að verðleggja mannlega hegðun. Við vitum hvað forsetinn hefur í kaup en hvers virði er hvert augnatillit hans og handaband, og svo þarf að kanna hvers virði er það ef ung stúlka brosir til ungs pilts á vordegi þegar sól fyrir margar milljónir skín yfir land og þjóð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Þeir sem segja að ekki sé hægt að kaupa allt fyrir peninga eru að vanmeta mátt peninganna gróflega. Það er lafhægt að kaupa dauða yfir bæði einstaklinga og þjóðir. Lífslíkur auðmanna og fátæklinga sýna svo að ekki verður um villst að hægt er að kaupa fjöldamörg æviár. Og meira að segja var elsta kaupsýslufyrirtæki á jörðinni á kafi í að selja fólki eilíft líf öldum saman. Mannslíf eru metin hjá tryggingafélögum. Slys eða óhöpp eins og að verða fyrir nauðgun eða líkamsárás eru metin til fjár af dómstólum. Prísinn á nauðgunum er miðaður við að gera fleirum en efnamönnum fjárhagslega kleift að nauðga lágt launuðu kvenfólki, enda væri prísinn töluvert hærri ef hæstaréttardómara væri nauðgað, að ég tali nú ekki um karlkyns hæstaréttardómara. Nekt og samfarir er líka hægt að kaupa samkvæmt verðlista, og pólitískur stuðningur eða skoðanir fólks hafa öldum saman fylgt markaðsverði. "Brauð og leikir" var sú verðlagning kölluð í Rómaborg til forna. "Atvinna og stöðugleiki" er það kallað í dag. Nú vill Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, verðleggja náttúruna og rukka fyrir þau spjöll sem framkvæmdir valda á henni. Þetta er reyndar hafið fyrir löngu. Garðyrkjustöðvar verðleggja einstakar plöntur og blómabúðir verðleggja skrautblóm. Vatnsföll sem hægt er að virkja til raforkuframleiðslu hafa sinn prís, laxveiðiár og silungsvötn er líka að finna í verðlistum. Miklu þægilegra er að átta sig í búðum þar sem vörurnar eru verðmerktar. Til að efla verðskyn almennings fyrir einstaklingum og umhverfi þarf endilega að færa þessa verðmerkingu út úr búðunum og inn í borgarumhverfi og loks náttúruna. Fyrst setjum við verðmiða á hvern einstakling og breytum dagsprísnum eftir því hvernig einstaklingurinn þróast og eftirspurnin er í þjóðfélaginu. Sumir kosta 300 millur og aðrir eru falir fyrir þúsund kall á tímann. Síðan þarf að fara að verðleggja mannlega hegðun. Við vitum hvað forsetinn hefur í kaup en hvers virði er hvert augnatillit hans og handaband, og svo þarf að kanna hvers virði er það ef ung stúlka brosir til ungs pilts á vordegi þegar sól fyrir margar milljónir skín yfir land og þjóð?
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun