Stofnuðu leynifélag til að kaupa hlutabréf í FL Group Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 23. nóvember 2008 12:26 Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs. Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason ákváðu á leynifundi í október í fyrrahaust að stofna leynifélagið FS37 sem síðar varð Stím, og kaupa bréf í FL Group til að halda uppi gengi bréfanna sem höfðu hríðfallið. Glitnir fjármagnaði kaupin án nokkurra ábyrgða. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Dylgjur og slúður segir Jón Ásgeir. Fréttastofa Stöðvar tvö hefur um margra mánaða skeið rýnt í leynifélagið Stím og reynt að leita svara við því hver stendur á bak við þetta huldufélag. Sá sem er skráður eigandi félagsins er Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður frá Bolungarvík og er hann jafnframt eini stjórnarmaður félagsins. Hann hefur aldrei viljað tjá sig um málefni Stíms. Þá hefur Þorleifur Stefán Björnsson, seem var meðstjórnandi og prókúruhafi Stíms um tíma, ekki viljað gefa upp hver á Stím og ber fyrir sig bankaleynd. Þorsteinn M. Jónsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi stjórnarformenn Glitnis hafa heldur ekki viljað veita upplýsingar um hver stendur á bak við félagið. Í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag kemur fram að þeir sem standa á bak við félagið séu Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason. Þeir hafi ákveðið á fundi á síðasta ári að stofna leynifélag sem myndi kaupa þau fáu bréf í FL Group sem voru á markaði. Var þetta gert til að halda uppi gengi bréfa félagsins sem hafði ekki gert neitt annað en hríðfalla. Úr varð félagið FS37 ehf sem síðar varð Stím og er Jakob Valgeir einn skráður eigandi. Glitnir lánaði svo félaginu tæpa 20 milljarða til að kaupa bréf í FL og Glitni sjálfum. Engar ábyrgðir voru lagðar fram, ekkert áhættumat og í lánabókum bankans kemur ekki fram hver er ábyrgur fyrir lánveitingunni. Jón Ásgeir sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem gerðar voru athugasemdir við fréttaflutning Agnesar. Hvorki hann né FL group hafi komið nálægt félaginu Stím. Það sé tóm þvæla og ekki standi steinn yfir steini í svikabrigslum Agnesar. Líklegt sé að hún hafi ákveðið fyrirfram, líkt og hirðin sem hún tilheyrir, að allt sem tengist honum sjálfum og hans félögum sé tóm spilling og svikamylla. Jón Ásgeir segist skilja reiði fólks og að það leiti jafnvel sökudólga. Hann muni standa skil á því sem að honum snúi og muni ekki víkja sér undan ábyrgð. Hinsvegar neiti hann að sitja undir ítrekuðum ásökunum á borð við þær sem Agnes ber á borð. Að lokum segir Jón Ásgeir að það sé sjálfsagt að fjallað sé með gagnrýnum hætti um viðskiptalífið en sú gagnrýni verði að vera byggð á staðreyndum og rökum en ekki síendurteknum ósannindum, dylgjum og slúðri. Stím málið Tengdar fréttir Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. 22. nóvember 2008 18:53 Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52 Stjórnendur Glitnis sagðir hafa brotið verklagsreglur bankans Helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans í bankanum, FL Group, brutu verklagsreglur við lánveitingar í nokkrum tilfellum í fyrrahaust. Þessu er haldið fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur, blaðamanns, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 22. nóvember 2008 19:50 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason ákváðu á leynifundi í október í fyrrahaust að stofna leynifélagið FS37 sem síðar varð Stím, og kaupa bréf í FL Group til að halda uppi gengi bréfanna sem höfðu hríðfallið. Glitnir fjármagnaði kaupin án nokkurra ábyrgða. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Dylgjur og slúður segir Jón Ásgeir. Fréttastofa Stöðvar tvö hefur um margra mánaða skeið rýnt í leynifélagið Stím og reynt að leita svara við því hver stendur á bak við þetta huldufélag. Sá sem er skráður eigandi félagsins er Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður frá Bolungarvík og er hann jafnframt eini stjórnarmaður félagsins. Hann hefur aldrei viljað tjá sig um málefni Stíms. Þá hefur Þorleifur Stefán Björnsson, seem var meðstjórnandi og prókúruhafi Stíms um tíma, ekki viljað gefa upp hver á Stím og ber fyrir sig bankaleynd. Þorsteinn M. Jónsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi stjórnarformenn Glitnis hafa heldur ekki viljað veita upplýsingar um hver stendur á bak við félagið. Í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag kemur fram að þeir sem standa á bak við félagið séu Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason. Þeir hafi ákveðið á fundi á síðasta ári að stofna leynifélag sem myndi kaupa þau fáu bréf í FL Group sem voru á markaði. Var þetta gert til að halda uppi gengi bréfa félagsins sem hafði ekki gert neitt annað en hríðfalla. Úr varð félagið FS37 ehf sem síðar varð Stím og er Jakob Valgeir einn skráður eigandi. Glitnir lánaði svo félaginu tæpa 20 milljarða til að kaupa bréf í FL og Glitni sjálfum. Engar ábyrgðir voru lagðar fram, ekkert áhættumat og í lánabókum bankans kemur ekki fram hver er ábyrgur fyrir lánveitingunni. Jón Ásgeir sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem gerðar voru athugasemdir við fréttaflutning Agnesar. Hvorki hann né FL group hafi komið nálægt félaginu Stím. Það sé tóm þvæla og ekki standi steinn yfir steini í svikabrigslum Agnesar. Líklegt sé að hún hafi ákveðið fyrirfram, líkt og hirðin sem hún tilheyrir, að allt sem tengist honum sjálfum og hans félögum sé tóm spilling og svikamylla. Jón Ásgeir segist skilja reiði fólks og að það leiti jafnvel sökudólga. Hann muni standa skil á því sem að honum snúi og muni ekki víkja sér undan ábyrgð. Hinsvegar neiti hann að sitja undir ítrekuðum ásökunum á borð við þær sem Agnes ber á borð. Að lokum segir Jón Ásgeir að það sé sjálfsagt að fjallað sé með gagnrýnum hætti um viðskiptalífið en sú gagnrýni verði að vera byggð á staðreyndum og rökum en ekki síendurteknum ósannindum, dylgjum og slúðri.
Stím málið Tengdar fréttir Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. 22. nóvember 2008 18:53 Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52 Stjórnendur Glitnis sagðir hafa brotið verklagsreglur bankans Helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans í bankanum, FL Group, brutu verklagsreglur við lánveitingar í nokkrum tilfellum í fyrrahaust. Þessu er haldið fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur, blaðamanns, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 22. nóvember 2008 19:50 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Sjá meira
Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. 22. nóvember 2008 18:53
Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52
Stjórnendur Glitnis sagðir hafa brotið verklagsreglur bankans Helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans í bankanum, FL Group, brutu verklagsreglur við lánveitingar í nokkrum tilfellum í fyrrahaust. Þessu er haldið fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur, blaðamanns, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 22. nóvember 2008 19:50
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent