Francesco Totti, hjartað og heilinn í ítalska liðinu Roma, meiddist gegn Catania um helgina og er óttast að hann gæti orðið frá keppni í tvo mánuði þess vegna.
Totti þurfti að yfirgefa völlinn eftir aðeins hálftíma leik vegna meiðsla í læri. Hann gæti misst af viðureignum Roma við Arsenal í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Luciano Spalletti, þjálfari Roma, bíður milli vonar og ótta eftir frekari fréttum af meiðslum Totti en búist er við þeim á morgun.