Inter er komið með níu stiga forystu á toppi ítölsku úrvalsdeilddarinnar eftir 3-0 sigur á Lazio á útivelli í gærkvöldi.
Inter er með 36 stig á toppi deildarinnar en Juventus og AC Milan koma næst með 27 stig en bæði eiga þau leik til góða. Inter hefur aðeins tapað einum leik til þessa á tímabilinu.
Walter Samuel kom Inter yfir strax á annarri mínútu og Modibo Diakthite varð fyrir því óláni að skora sjáfsmark undir lok hálfleiksins. Zlatan Ibrahimovic innsiglaði svo sigurinn á tíundu mínútu síðari hálfleiks.
Þá vann Roma 1-0 útisigur á Chievo í gær en það var Jeremy Menez sem skoraði sigurmark leiksins á 69. mínútu. Matteo Brighi, leikmaður Roma, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins.
Lazio er í sjötta sæti deildarinnar með 23 stig, Roma í því tólfta með 20 og Chievo á botninum með níu stig.
Fimmtánda umferð ítölsku deildarinnar klárast í dag.