Thiago í gítarkeppni á netinu 24. september 2008 05:00 Brasilíumaðurinn knái tekur þátt í alþjóðlegri gítarkeppni á netinu og vonast eftir hjálp Íslendinga. Brasilíski gítarleikarinn Thiago Trinsi, sem býr á Ólafsfirði, er á meðal þátttakenda í alþjóðlegu gítarkeppninni Dean Guitar Shredder Contest USA sem fer fram á netinu. Þátttakendum var gert að senda einnar mínútu langt myndband sem sýndi gítarsnilli þeirra og síðan yrði þeim gefin einkunn á netinu. Thiago er þegar kominn í gegnum hundrað myndbanda niðurskurðinn og biðlar nú til Íslendinga að hjálpa sér að komast enn lengra, því fimmta nóvember verða 25 bestu gítarleikararnir valdir. „Ég tel mig eiga góða möguleika vegna þess að miðað við ummælin sem ég hef fengið á spjallsíðu keppninnar er ég með eitt besta myndbandið," segir Thiago, sem hefur starfað sem tónlistarkennari hér á landi í þrjú ár. „Fólk víða að úr heiminum hefur verið að kjósa mig og með hjálp Íslendinga get ég vonandi náð enn þá lengra í keppninni." Í myndbandinu spilar Thiago bút úr lagi sínu Fire sem verður á nýrri sólóplötu sem hann er með í smíðum. Sýnir hann þar mikla fingrafimi og er greinilegt að þar er enginn nýgræðingur á ferð. Þeir sem vilja leggja Thiago lið í gítarkeppninni geta gefið myndbandinu hans einkunn á slóðinni http://deanguitars.com/shredder/viewProfile.php?id=1431. Fimmtánda nóvember verður besti gítarleikarinn síðan valinn og fær hann verðlaun að verðmæti um 1,2 milljónir króna. Á meðal þeirra sem sitja í dómnefndinni verða Eric Peterson, gítarleikari Testament, og Vinnie Paul, trommari Pantera. - fb Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Brasilíski gítarleikarinn Thiago Trinsi, sem býr á Ólafsfirði, er á meðal þátttakenda í alþjóðlegu gítarkeppninni Dean Guitar Shredder Contest USA sem fer fram á netinu. Þátttakendum var gert að senda einnar mínútu langt myndband sem sýndi gítarsnilli þeirra og síðan yrði þeim gefin einkunn á netinu. Thiago er þegar kominn í gegnum hundrað myndbanda niðurskurðinn og biðlar nú til Íslendinga að hjálpa sér að komast enn lengra, því fimmta nóvember verða 25 bestu gítarleikararnir valdir. „Ég tel mig eiga góða möguleika vegna þess að miðað við ummælin sem ég hef fengið á spjallsíðu keppninnar er ég með eitt besta myndbandið," segir Thiago, sem hefur starfað sem tónlistarkennari hér á landi í þrjú ár. „Fólk víða að úr heiminum hefur verið að kjósa mig og með hjálp Íslendinga get ég vonandi náð enn þá lengra í keppninni." Í myndbandinu spilar Thiago bút úr lagi sínu Fire sem verður á nýrri sólóplötu sem hann er með í smíðum. Sýnir hann þar mikla fingrafimi og er greinilegt að þar er enginn nýgræðingur á ferð. Þeir sem vilja leggja Thiago lið í gítarkeppninni geta gefið myndbandinu hans einkunn á slóðinni http://deanguitars.com/shredder/viewProfile.php?id=1431. Fimmtánda nóvember verður besti gítarleikarinn síðan valinn og fær hann verðlaun að verðmæti um 1,2 milljónir króna. Á meðal þeirra sem sitja í dómnefndinni verða Eric Peterson, gítarleikari Testament, og Vinnie Paul, trommari Pantera. - fb
Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira