General Motors segir upp 16 þúsund manns 15. júlí 2008 17:00 Rick Wagoner, forstjóri General Motors. Fyrirtæki hans leitar nú allra leiða til að bæta fjárhagsstöðuna. Mynd/AFP Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors, tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að segja upp 20 prósentum af skrifstofufólki sínu fram á næsta ári. Horft er til þess að uppsagnirnar spari fyrirtæki fimmtán milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 1.164 milljarða íslenskra króna. Gangi þetta eftir munu um sextán þúsund starfsmenn fyrirtækisins fá uppsagnarbréf í hendur á næstu mánuðum. Stór hluti þeirra mun þó hætta störfum sökum aldurs. Þá er jafnframt stefnt að sölu eigna og hætt við að greiða út arð vegna afkomu fyrirtækisins. Breska dagblaðið Telegraph segir ákvörðunina tekna í skugga lausafjárþurrðar hjá fyrirtækinu og orðróms um að það geti orðið gjaldþrota. Blaðið segir General Motors hafa komið illa inn í sumarið. Hátt olíuverð hafi sett stórt skarð í afkomutölur fyrirtækisins en fólk í kauphugleiðingum hefur haldið að sér höndum af þeim sökum. Sérstaklega hafa neyslufrekir bíla frá General Motors átt erfitt uppdráttar, ekki síst Hummer-jeppinn, sem þótti merki um ríkidæmi frá undir mitt síðasta ár. Fyrirtækið er nú að skoða sölu á framleiðslu jeppans. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors, tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að segja upp 20 prósentum af skrifstofufólki sínu fram á næsta ári. Horft er til þess að uppsagnirnar spari fyrirtæki fimmtán milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 1.164 milljarða íslenskra króna. Gangi þetta eftir munu um sextán þúsund starfsmenn fyrirtækisins fá uppsagnarbréf í hendur á næstu mánuðum. Stór hluti þeirra mun þó hætta störfum sökum aldurs. Þá er jafnframt stefnt að sölu eigna og hætt við að greiða út arð vegna afkomu fyrirtækisins. Breska dagblaðið Telegraph segir ákvörðunina tekna í skugga lausafjárþurrðar hjá fyrirtækinu og orðróms um að það geti orðið gjaldþrota. Blaðið segir General Motors hafa komið illa inn í sumarið. Hátt olíuverð hafi sett stórt skarð í afkomutölur fyrirtækisins en fólk í kauphugleiðingum hefur haldið að sér höndum af þeim sökum. Sérstaklega hafa neyslufrekir bíla frá General Motors átt erfitt uppdráttar, ekki síst Hummer-jeppinn, sem þótti merki um ríkidæmi frá undir mitt síðasta ár. Fyrirtækið er nú að skoða sölu á framleiðslu jeppans.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira