Einn dramatískasti leikur síðari ára í þýsku úrvalsdeildinni fór fram um helgina þegar erkifjendurnir Dortmund og Schalke gerðu 3-3 jafntefli.
Fabian Ernst hjá Schalke var í dag dæmdur í þriggja leikja bann fyrir grófa tæklingu á Jakub Blaszczykowski undir lok leiksins, en hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir tilþrifin.
Gestirnir frá Schalke höfðu 3-0 forystu í leiknum þegar síðari hálfleikur var hálfnaður, en jafnteflið þýddi að liðið missti af toppsætinu. Christian Pander hjá Schalke var einnig vísað af velli í látunum.
Hamburg náði toppsæti deildarinnar um helgina með 3-2 sigri á Leverkusen.