Nýjar ríkis-stofnanir boðaðar Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 18. júlí 2008 06:00 Ræða forsætisráðherra við afhjúpun minnisvarða um Einar Odd Kristjánsson þann 12. júlí hafði að geyma tímamótatilkynningar í menningarmálum. Fyrir hvatningu hóps áhugamanna sem eru sterk-tengdir menningarstarfsemi í Kópavogi er í undirbúningi Tónlistarsafn Íslands í samstarfi menntamálaráðuneytis og Kópavogsbæjar. Munu samningsdrög þar um vera í vinnslu í ráðuneytinu. Samkvæmt samantekt Önnu Jensdóttur frá þingi norrænna háskólatónlistarsafna í sumar eru þegar nokkur slík í landinu: við Listaháskólann, á vegum þjóðkirkjunnar, í Stofnun Árna Magnússonar sem geymir hljóðrit af þjóðkvæðum, hjá Íslensku tónverkamiðstöðinni sem annast nær 8 þúsund tónverk, hjá Ríkisútvarpinu sem geymir hátt í 40 þúsund hljóðrit frá 1930, að ógleymdu safni í Þjóðarbókhlöðu. Á nú að safna þeim saman og máski byggja hús undir herlegheitin? Vita hin söfnin af því? Hinu fyrirhugaða Tónlistarsafni er ætlað að taka við stafrænum yfirfærslum á safni Ríkisútvarpsins sem er brýnt verkefni. Forsætisráðherra er að víkja Ríkisútvarpinu ohf. undan varðveisluskyldu og um leið að kippa burt stórri röksemd fyrir rekstri þess. Forráðamenn þar á bæ koma menningararfinum í annarra hendur til varðveislu. En því hlutverki hafa þeir brugðist um áratugaskeið sökum fjársveltis. Forsætisráðherrann boðar fjármagn til dreifingar efnis frá menningarhúsum sem nú eru að rísa með uppbyggingu FM-dreifikerfis til viðbótar þeim sem þegar eru uppi fyrir slíkar rásir á vegum útvarpsstöðva í einka- og opinberri eigu. Ekki er ljóst hver á að eiga það kerfi, kosta það og reka: ríkið eða Tónlistarsafn Íslands? Ráðherrann boðar aukið fjármagn í flutning tónlistar um landið undir merkjum Listar um landið. Á að útvarpa efni frá menningarhúsum um hið nýja dreifikerfi og þá væntanlega að greiða fyrir flutninginn og efnið. Ekki er ljóst hver á að borga það né stýra þeirri dagskrá. List um landið hefur verið kostuðu úr nokkrum sjóðum. Stóraukin dagskrá á þess vegum verður í harðri samkeppni við sjálfsprottna starfsemi sem í dag nýtur fjármagns víða að. Tónlistarsafnið nýja skal hljóðrita og varðveita efni og fá sérstakan upptökubíl. Ráðherrann er að stofna nýtt útvarp ríkisins undir hatti safnsins nýja. Þangað flyst Rondó sem RUV ohf. hefur rekið frá einum sendi á Vatnsenda sem stafrænt tilraunaverkefni. Breytir það ekki stöðu Ríkisútvarpsins? Menningarpólitík ríkisins hefur lengi ráðist af hreinni hentistefnu eins og sundrun safna frá Þjóðminjasafni vitnar best um. Söfn eru nú um allar koppagrundir - öll vanefna. Hugmyndir hvatamanna þessa nýja safns eru sprottnar af góðu. Þeim dugar ekki minna en nýtt þjóðsafn, ný ríkisstofnun um tónlistarflutning og nýtt ríkisútvarp - algerlega á skjön við fornar stofnanir á þeim sviðum - sem allar eru fjársveltar. Ekki hefur í einni ræðu verið safnað saman jafn mörgum tillögum sem eru á skjön við veruleikann og til marks um ruglið í menningarstefnu ríkisins sem nú er flutt í forsætisráðuneytið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun
Ræða forsætisráðherra við afhjúpun minnisvarða um Einar Odd Kristjánsson þann 12. júlí hafði að geyma tímamótatilkynningar í menningarmálum. Fyrir hvatningu hóps áhugamanna sem eru sterk-tengdir menningarstarfsemi í Kópavogi er í undirbúningi Tónlistarsafn Íslands í samstarfi menntamálaráðuneytis og Kópavogsbæjar. Munu samningsdrög þar um vera í vinnslu í ráðuneytinu. Samkvæmt samantekt Önnu Jensdóttur frá þingi norrænna háskólatónlistarsafna í sumar eru þegar nokkur slík í landinu: við Listaháskólann, á vegum þjóðkirkjunnar, í Stofnun Árna Magnússonar sem geymir hljóðrit af þjóðkvæðum, hjá Íslensku tónverkamiðstöðinni sem annast nær 8 þúsund tónverk, hjá Ríkisútvarpinu sem geymir hátt í 40 þúsund hljóðrit frá 1930, að ógleymdu safni í Þjóðarbókhlöðu. Á nú að safna þeim saman og máski byggja hús undir herlegheitin? Vita hin söfnin af því? Hinu fyrirhugaða Tónlistarsafni er ætlað að taka við stafrænum yfirfærslum á safni Ríkisútvarpsins sem er brýnt verkefni. Forsætisráðherra er að víkja Ríkisútvarpinu ohf. undan varðveisluskyldu og um leið að kippa burt stórri röksemd fyrir rekstri þess. Forráðamenn þar á bæ koma menningararfinum í annarra hendur til varðveislu. En því hlutverki hafa þeir brugðist um áratugaskeið sökum fjársveltis. Forsætisráðherrann boðar fjármagn til dreifingar efnis frá menningarhúsum sem nú eru að rísa með uppbyggingu FM-dreifikerfis til viðbótar þeim sem þegar eru uppi fyrir slíkar rásir á vegum útvarpsstöðva í einka- og opinberri eigu. Ekki er ljóst hver á að eiga það kerfi, kosta það og reka: ríkið eða Tónlistarsafn Íslands? Ráðherrann boðar aukið fjármagn í flutning tónlistar um landið undir merkjum Listar um landið. Á að útvarpa efni frá menningarhúsum um hið nýja dreifikerfi og þá væntanlega að greiða fyrir flutninginn og efnið. Ekki er ljóst hver á að borga það né stýra þeirri dagskrá. List um landið hefur verið kostuðu úr nokkrum sjóðum. Stóraukin dagskrá á þess vegum verður í harðri samkeppni við sjálfsprottna starfsemi sem í dag nýtur fjármagns víða að. Tónlistarsafnið nýja skal hljóðrita og varðveita efni og fá sérstakan upptökubíl. Ráðherrann er að stofna nýtt útvarp ríkisins undir hatti safnsins nýja. Þangað flyst Rondó sem RUV ohf. hefur rekið frá einum sendi á Vatnsenda sem stafrænt tilraunaverkefni. Breytir það ekki stöðu Ríkisútvarpsins? Menningarpólitík ríkisins hefur lengi ráðist af hreinni hentistefnu eins og sundrun safna frá Þjóðminjasafni vitnar best um. Söfn eru nú um allar koppagrundir - öll vanefna. Hugmyndir hvatamanna þessa nýja safns eru sprottnar af góðu. Þeim dugar ekki minna en nýtt þjóðsafn, ný ríkisstofnun um tónlistarflutning og nýtt ríkisútvarp - algerlega á skjön við fornar stofnanir á þeim sviðum - sem allar eru fjársveltar. Ekki hefur í einni ræðu verið safnað saman jafn mörgum tillögum sem eru á skjön við veruleikann og til marks um ruglið í menningarstefnu ríkisins sem nú er flutt í forsætisráðuneytið.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun