Michael Johnson, fyrrum spretthlaupari, ætlar að skila einum af fimm ólympíugullverðlaunum sínum. Ástæðan er sú að hann telur að verðlaunin hafi ekki verið unnin með sanngjörnum hætti.
Johnson lagði skóna á hilluna 2001. Fyrrum samherji hans í 4x400 metra hlaupi, Antonio Pettigrew, hefur viðurkennt að hafa notað ólögleg lyf á leikunum árið 2000 þegar lið þeirra vann gullverðlaun.