Berjumst gegn ofbeldi á konum Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 7. október 2008 08:00 Þessa dagana stendur yfir símakönnun meðal 3.000 íslenskra kvenna á aldrinum 18-80 ára til að afla upplýsinga um ofbeldi gegn konum. Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur falið Rannsóknasetri í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands að framkvæma könnunina. Ofbeldi gegn konum er þekkt vandamál um allan heim, þjóðfélagslegt mein sem þarf að uppræta. Að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna var efnt til fjölþjóðarannsóknar og þróaður spurningalisti um ofbeldi gegn konum. Hann hefur áður verið notaður í fjölþjóðarannsókn sem Danmörk tók þá þátt í, eitt Norðurlandanna. Í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum er nú komið að Íslandi að gera slíka könnun. Ofbeldi á konum um allan heimVitað er að umfang ofbeldis er breytilegt milli landa. Gott dæmi um það er að fjölþjóðakönnunin sýndi að hlutfallslega fleiri konur höfðu orðið fyrir ofbeldi í Danmörku en Sviss, en færri en í Tékklandi og Ástralíu. Hins vegar höfðu dönsku konurnar sjaldnar verið beittar heimilisofbeldi. Valdamunur karla og kvenna og almenn yfirráð karla virðast auka líkur á heimilisofbeldi. Ofbeldið virðist þannig tengjast menningu hvers samfélags. Könnun á umfangiÍsland vill í þessum efnum sem öðrum bera sig saman við önnur lönd. Ekki er síður mikilvægt að átta sig á því hvort ofbeldi gegn konum hefur aukist eða breyst. Svo vel vill til að hér á landi gerði dómsmálaráðuneytið könnun á umfangi og eðli ofbeldis fyrir tólf árum. Þess vegna er hægt að sjá hvaða breytingar hafa orðið frá því sú könnun var gerð. Í áðurnefndri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum kemur fram að gera skal könnun á ofbeldi karla gegn konum. Fyrsti þáttur þeirrar könnunar er að hefjast eins og áður sagði. Til þess að stjórnvöld geti aðstoðað konur þarf þekking á umfangi og eðli að vera til staðar. Þess vegna er afar mikilvægt að góð svörun fáist við símakönnuninni. Viðamikil rannsókn hafinAuk símakönnunarinnar er félags- og tryggingamálaráðuneytið að undirbúa næstu skref í rannsókninni til að dýpka þekkingu á umfangi og eðli vandans og helstu úrræðum. Gerðar verða viðtalskannanir meðal starfsmanna félagsþjónustu, barnaverndar, leikskóla, grunnskóla, heilbrigðiskerfis, félagasamtaka og lögreglu. Þessum þætti rannsóknarinnar er ætlað að varpa ljósi á hvaða aðstoð og úrræði þessir aðilar hafa fram að færa, hvernig sé hægt að efla núverandi þjónustu og hvaða nýrra úrræða sé þörf til að styrkja og aðstoða konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Í könnuninni verður hugað sérstaklega að erlendum konum sem eru beittar ofbeldi. Enda þótt könnunin beinist að konum er vitað að aðstoð við konurnar kemur börnum sem alast upp við ofbeldi að miklu gagni. Stundum þarf að koma á fót sérstakri aðstoð við börn sem búa við ofbeldi á heimilum sínum. Þess vegna nær rannsóknin einnig til barnaverndar, leikskóla og grunnskóla þar sem viðtöl verða tekin við starfsfólk. Góð svörun lykill að árangriMeð aðgerðaáætluninni hófu stjórnvöld markvissa baráttu gegn því böli sem fylgir ofbeldi gegn konum og er símakönnunin mikilvægur þáttur í því. Góð svörun við símakönnuninni gefur traustari niðurstöður og auðveldar stjórnvöldum að koma með úrbætur sem nýtast konum og börnum. Ég hvet því allar konur sem lenda í úrtaki könnunarinnar til að taka þátt og leggja með þeim hætti baráttunni gegn ofbeldi á konum lið. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana stendur yfir símakönnun meðal 3.000 íslenskra kvenna á aldrinum 18-80 ára til að afla upplýsinga um ofbeldi gegn konum. Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur falið Rannsóknasetri í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands að framkvæma könnunina. Ofbeldi gegn konum er þekkt vandamál um allan heim, þjóðfélagslegt mein sem þarf að uppræta. Að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna var efnt til fjölþjóðarannsóknar og þróaður spurningalisti um ofbeldi gegn konum. Hann hefur áður verið notaður í fjölþjóðarannsókn sem Danmörk tók þá þátt í, eitt Norðurlandanna. Í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum er nú komið að Íslandi að gera slíka könnun. Ofbeldi á konum um allan heimVitað er að umfang ofbeldis er breytilegt milli landa. Gott dæmi um það er að fjölþjóðakönnunin sýndi að hlutfallslega fleiri konur höfðu orðið fyrir ofbeldi í Danmörku en Sviss, en færri en í Tékklandi og Ástralíu. Hins vegar höfðu dönsku konurnar sjaldnar verið beittar heimilisofbeldi. Valdamunur karla og kvenna og almenn yfirráð karla virðast auka líkur á heimilisofbeldi. Ofbeldið virðist þannig tengjast menningu hvers samfélags. Könnun á umfangiÍsland vill í þessum efnum sem öðrum bera sig saman við önnur lönd. Ekki er síður mikilvægt að átta sig á því hvort ofbeldi gegn konum hefur aukist eða breyst. Svo vel vill til að hér á landi gerði dómsmálaráðuneytið könnun á umfangi og eðli ofbeldis fyrir tólf árum. Þess vegna er hægt að sjá hvaða breytingar hafa orðið frá því sú könnun var gerð. Í áðurnefndri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum kemur fram að gera skal könnun á ofbeldi karla gegn konum. Fyrsti þáttur þeirrar könnunar er að hefjast eins og áður sagði. Til þess að stjórnvöld geti aðstoðað konur þarf þekking á umfangi og eðli að vera til staðar. Þess vegna er afar mikilvægt að góð svörun fáist við símakönnuninni. Viðamikil rannsókn hafinAuk símakönnunarinnar er félags- og tryggingamálaráðuneytið að undirbúa næstu skref í rannsókninni til að dýpka þekkingu á umfangi og eðli vandans og helstu úrræðum. Gerðar verða viðtalskannanir meðal starfsmanna félagsþjónustu, barnaverndar, leikskóla, grunnskóla, heilbrigðiskerfis, félagasamtaka og lögreglu. Þessum þætti rannsóknarinnar er ætlað að varpa ljósi á hvaða aðstoð og úrræði þessir aðilar hafa fram að færa, hvernig sé hægt að efla núverandi þjónustu og hvaða nýrra úrræða sé þörf til að styrkja og aðstoða konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Í könnuninni verður hugað sérstaklega að erlendum konum sem eru beittar ofbeldi. Enda þótt könnunin beinist að konum er vitað að aðstoð við konurnar kemur börnum sem alast upp við ofbeldi að miklu gagni. Stundum þarf að koma á fót sérstakri aðstoð við börn sem búa við ofbeldi á heimilum sínum. Þess vegna nær rannsóknin einnig til barnaverndar, leikskóla og grunnskóla þar sem viðtöl verða tekin við starfsfólk. Góð svörun lykill að árangriMeð aðgerðaáætluninni hófu stjórnvöld markvissa baráttu gegn því böli sem fylgir ofbeldi gegn konum og er símakönnunin mikilvægur þáttur í því. Góð svörun við símakönnuninni gefur traustari niðurstöður og auðveldar stjórnvöldum að koma með úrbætur sem nýtast konum og börnum. Ég hvet því allar konur sem lenda í úrtaki könnunarinnar til að taka þátt og leggja með þeim hætti baráttunni gegn ofbeldi á konum lið. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar