Berjumst gegn ofbeldi á konum Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 7. október 2008 08:00 Þessa dagana stendur yfir símakönnun meðal 3.000 íslenskra kvenna á aldrinum 18-80 ára til að afla upplýsinga um ofbeldi gegn konum. Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur falið Rannsóknasetri í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands að framkvæma könnunina. Ofbeldi gegn konum er þekkt vandamál um allan heim, þjóðfélagslegt mein sem þarf að uppræta. Að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna var efnt til fjölþjóðarannsóknar og þróaður spurningalisti um ofbeldi gegn konum. Hann hefur áður verið notaður í fjölþjóðarannsókn sem Danmörk tók þá þátt í, eitt Norðurlandanna. Í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum er nú komið að Íslandi að gera slíka könnun. Ofbeldi á konum um allan heimVitað er að umfang ofbeldis er breytilegt milli landa. Gott dæmi um það er að fjölþjóðakönnunin sýndi að hlutfallslega fleiri konur höfðu orðið fyrir ofbeldi í Danmörku en Sviss, en færri en í Tékklandi og Ástralíu. Hins vegar höfðu dönsku konurnar sjaldnar verið beittar heimilisofbeldi. Valdamunur karla og kvenna og almenn yfirráð karla virðast auka líkur á heimilisofbeldi. Ofbeldið virðist þannig tengjast menningu hvers samfélags. Könnun á umfangiÍsland vill í þessum efnum sem öðrum bera sig saman við önnur lönd. Ekki er síður mikilvægt að átta sig á því hvort ofbeldi gegn konum hefur aukist eða breyst. Svo vel vill til að hér á landi gerði dómsmálaráðuneytið könnun á umfangi og eðli ofbeldis fyrir tólf árum. Þess vegna er hægt að sjá hvaða breytingar hafa orðið frá því sú könnun var gerð. Í áðurnefndri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum kemur fram að gera skal könnun á ofbeldi karla gegn konum. Fyrsti þáttur þeirrar könnunar er að hefjast eins og áður sagði. Til þess að stjórnvöld geti aðstoðað konur þarf þekking á umfangi og eðli að vera til staðar. Þess vegna er afar mikilvægt að góð svörun fáist við símakönnuninni. Viðamikil rannsókn hafinAuk símakönnunarinnar er félags- og tryggingamálaráðuneytið að undirbúa næstu skref í rannsókninni til að dýpka þekkingu á umfangi og eðli vandans og helstu úrræðum. Gerðar verða viðtalskannanir meðal starfsmanna félagsþjónustu, barnaverndar, leikskóla, grunnskóla, heilbrigðiskerfis, félagasamtaka og lögreglu. Þessum þætti rannsóknarinnar er ætlað að varpa ljósi á hvaða aðstoð og úrræði þessir aðilar hafa fram að færa, hvernig sé hægt að efla núverandi þjónustu og hvaða nýrra úrræða sé þörf til að styrkja og aðstoða konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Í könnuninni verður hugað sérstaklega að erlendum konum sem eru beittar ofbeldi. Enda þótt könnunin beinist að konum er vitað að aðstoð við konurnar kemur börnum sem alast upp við ofbeldi að miklu gagni. Stundum þarf að koma á fót sérstakri aðstoð við börn sem búa við ofbeldi á heimilum sínum. Þess vegna nær rannsóknin einnig til barnaverndar, leikskóla og grunnskóla þar sem viðtöl verða tekin við starfsfólk. Góð svörun lykill að árangriMeð aðgerðaáætluninni hófu stjórnvöld markvissa baráttu gegn því böli sem fylgir ofbeldi gegn konum og er símakönnunin mikilvægur þáttur í því. Góð svörun við símakönnuninni gefur traustari niðurstöður og auðveldar stjórnvöldum að koma með úrbætur sem nýtast konum og börnum. Ég hvet því allar konur sem lenda í úrtaki könnunarinnar til að taka þátt og leggja með þeim hætti baráttunni gegn ofbeldi á konum lið. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana stendur yfir símakönnun meðal 3.000 íslenskra kvenna á aldrinum 18-80 ára til að afla upplýsinga um ofbeldi gegn konum. Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur falið Rannsóknasetri í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands að framkvæma könnunina. Ofbeldi gegn konum er þekkt vandamál um allan heim, þjóðfélagslegt mein sem þarf að uppræta. Að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna var efnt til fjölþjóðarannsóknar og þróaður spurningalisti um ofbeldi gegn konum. Hann hefur áður verið notaður í fjölþjóðarannsókn sem Danmörk tók þá þátt í, eitt Norðurlandanna. Í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum er nú komið að Íslandi að gera slíka könnun. Ofbeldi á konum um allan heimVitað er að umfang ofbeldis er breytilegt milli landa. Gott dæmi um það er að fjölþjóðakönnunin sýndi að hlutfallslega fleiri konur höfðu orðið fyrir ofbeldi í Danmörku en Sviss, en færri en í Tékklandi og Ástralíu. Hins vegar höfðu dönsku konurnar sjaldnar verið beittar heimilisofbeldi. Valdamunur karla og kvenna og almenn yfirráð karla virðast auka líkur á heimilisofbeldi. Ofbeldið virðist þannig tengjast menningu hvers samfélags. Könnun á umfangiÍsland vill í þessum efnum sem öðrum bera sig saman við önnur lönd. Ekki er síður mikilvægt að átta sig á því hvort ofbeldi gegn konum hefur aukist eða breyst. Svo vel vill til að hér á landi gerði dómsmálaráðuneytið könnun á umfangi og eðli ofbeldis fyrir tólf árum. Þess vegna er hægt að sjá hvaða breytingar hafa orðið frá því sú könnun var gerð. Í áðurnefndri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum kemur fram að gera skal könnun á ofbeldi karla gegn konum. Fyrsti þáttur þeirrar könnunar er að hefjast eins og áður sagði. Til þess að stjórnvöld geti aðstoðað konur þarf þekking á umfangi og eðli að vera til staðar. Þess vegna er afar mikilvægt að góð svörun fáist við símakönnuninni. Viðamikil rannsókn hafinAuk símakönnunarinnar er félags- og tryggingamálaráðuneytið að undirbúa næstu skref í rannsókninni til að dýpka þekkingu á umfangi og eðli vandans og helstu úrræðum. Gerðar verða viðtalskannanir meðal starfsmanna félagsþjónustu, barnaverndar, leikskóla, grunnskóla, heilbrigðiskerfis, félagasamtaka og lögreglu. Þessum þætti rannsóknarinnar er ætlað að varpa ljósi á hvaða aðstoð og úrræði þessir aðilar hafa fram að færa, hvernig sé hægt að efla núverandi þjónustu og hvaða nýrra úrræða sé þörf til að styrkja og aðstoða konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Í könnuninni verður hugað sérstaklega að erlendum konum sem eru beittar ofbeldi. Enda þótt könnunin beinist að konum er vitað að aðstoð við konurnar kemur börnum sem alast upp við ofbeldi að miklu gagni. Stundum þarf að koma á fót sérstakri aðstoð við börn sem búa við ofbeldi á heimilum sínum. Þess vegna nær rannsóknin einnig til barnaverndar, leikskóla og grunnskóla þar sem viðtöl verða tekin við starfsfólk. Góð svörun lykill að árangriMeð aðgerðaáætluninni hófu stjórnvöld markvissa baráttu gegn því böli sem fylgir ofbeldi gegn konum og er símakönnunin mikilvægur þáttur í því. Góð svörun við símakönnuninni gefur traustari niðurstöður og auðveldar stjórnvöldum að koma með úrbætur sem nýtast konum og börnum. Ég hvet því allar konur sem lenda í úrtaki könnunarinnar til að taka þátt og leggja með þeim hætti baráttunni gegn ofbeldi á konum lið. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun