Margslungið mál Einar K. Guðfinnsson skrifar 4. júlí 2008 00:01 Rétt er það að ákvörðun um heildarafla að þessu sinni að hún er ekki að fullu í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar. En er það fréttnæmt? Vissulega ekki. Í fyrra þegar ákveðið var að lækka mjög heildarafla í þorski, var jafnframt tekin ákvörðun um að fara ekki heldur að fullu eftir tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar í öllum tegundum. Alveg eins og núna. Að þessari niðurstöðu hnigu þá og hníga nú margvísleg rök, sem ættu að blasa við þeim sem kynna sér málin. Nauðsynlegt er að benda á að reglugerðin um hámarksafla nú nær til sautján fisktegunda. Í níu þeirra er hámarksaflinn ákveðinn sá sami fyrir næsta fiskveiðiár og er á yfirstandandi fiskveiðiári. Þá er þess enn að geta að nær undantekningarlaust er hér um að ræða tegundir þar sem Hafrannsóknastofnunin leggur óbreytta ráðgjöf; og það þó ákveðið hafi verið í fyrra að fara lítillega fram úr ráðgjöfinni við ákvörðun um heildarafla fyrir yfirstandandi ár, í a.m.k. einhverjum þeirra. Með öðrum orðum hafði sú ákvörðun, að fara eitthvað fram úr ráðgjöf stofnunarinnar í fyrra, bersýnilega ekki þau neikvæðu áhrif á stöðu fiskistofnanna að það þætti ástæða til að leggja til aflaminnkun af þeim ástæðum. Enn er þess að geta að við aflaákvörðun nú er aflamark aukið í þremur tegundum. Það er gert í kjölfar þess að Hafró leggur til að kvótinn sé aukinn frá ráðgjöf síðasta árs og þar með meðal annars, aukningu miðað við útgefinn kvóta síðasta árs. Loks er það að nefna að aflaheimildir eru dregnar saman í fimm tilvikum frá síðasta ári, skiljanlega mismikið þó. Endurspeglar það þá staðreynd að Hafró leggur til aflaminnkun í þessum tegundum. Við aflaákvörðun er að að mörgu að hyggja. Stóra málið er vitaskuld að hún tryggi sjálfbærni veiðanna og að þær megi stunda með arðbærum hætti til frambúðar. Aðstæður geta svo verið á þann veg, að skynsamlegt sé að heimila veiðar á tilteknum stofnum, umfram ítrustu tillögur fiskifræðinga. Þetta getur þannig átt við fiskimiðin okkar. Við þurfum að takmarka stíft sókn í tilteknar tegundir, en til eru aðrir sterkir stofnar sem þola tímabundna meiri veiði. Einnig geta verið uppi sérstakar aðstæður, eins og í grálúðunni. Hún er stofn sem við höfum ekki einir ráðstöfunarrétt yfir og engir samningar gilda um. Við ráðum einfaldlega ekki við aðstæður. Lækkun aflamarks í grálúðu í samræmi við ráð fiskifræðinga myndi ekki tryggja að veitt yrði minna af stofninum í heild sinni. Aflaákvörðun er því augljóslega margslungið mál sem ekki verður rætt með einfölduðum hætti, eins og örlað hefur á síðustu dægrin. Þess vegna er vandað stofnstærðarmat okkar fremstu vísindastofnunar lagt til grundvallar. Jafnframt er tekið tillit til sjónarmiða fleiri aðila eins og kostur og skynsemi leyfir. Að því búnu eru fjölþættar aðstæður, á borð við þær sem raktar hafa verið í greininni, vegnar og metnar. Allt þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um ákvarðanir um heildarafla hverju sinni. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Rétt er það að ákvörðun um heildarafla að þessu sinni að hún er ekki að fullu í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar. En er það fréttnæmt? Vissulega ekki. Í fyrra þegar ákveðið var að lækka mjög heildarafla í þorski, var jafnframt tekin ákvörðun um að fara ekki heldur að fullu eftir tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar í öllum tegundum. Alveg eins og núna. Að þessari niðurstöðu hnigu þá og hníga nú margvísleg rök, sem ættu að blasa við þeim sem kynna sér málin. Nauðsynlegt er að benda á að reglugerðin um hámarksafla nú nær til sautján fisktegunda. Í níu þeirra er hámarksaflinn ákveðinn sá sami fyrir næsta fiskveiðiár og er á yfirstandandi fiskveiðiári. Þá er þess enn að geta að nær undantekningarlaust er hér um að ræða tegundir þar sem Hafrannsóknastofnunin leggur óbreytta ráðgjöf; og það þó ákveðið hafi verið í fyrra að fara lítillega fram úr ráðgjöfinni við ákvörðun um heildarafla fyrir yfirstandandi ár, í a.m.k. einhverjum þeirra. Með öðrum orðum hafði sú ákvörðun, að fara eitthvað fram úr ráðgjöf stofnunarinnar í fyrra, bersýnilega ekki þau neikvæðu áhrif á stöðu fiskistofnanna að það þætti ástæða til að leggja til aflaminnkun af þeim ástæðum. Enn er þess að geta að við aflaákvörðun nú er aflamark aukið í þremur tegundum. Það er gert í kjölfar þess að Hafró leggur til að kvótinn sé aukinn frá ráðgjöf síðasta árs og þar með meðal annars, aukningu miðað við útgefinn kvóta síðasta árs. Loks er það að nefna að aflaheimildir eru dregnar saman í fimm tilvikum frá síðasta ári, skiljanlega mismikið þó. Endurspeglar það þá staðreynd að Hafró leggur til aflaminnkun í þessum tegundum. Við aflaákvörðun er að að mörgu að hyggja. Stóra málið er vitaskuld að hún tryggi sjálfbærni veiðanna og að þær megi stunda með arðbærum hætti til frambúðar. Aðstæður geta svo verið á þann veg, að skynsamlegt sé að heimila veiðar á tilteknum stofnum, umfram ítrustu tillögur fiskifræðinga. Þetta getur þannig átt við fiskimiðin okkar. Við þurfum að takmarka stíft sókn í tilteknar tegundir, en til eru aðrir sterkir stofnar sem þola tímabundna meiri veiði. Einnig geta verið uppi sérstakar aðstæður, eins og í grálúðunni. Hún er stofn sem við höfum ekki einir ráðstöfunarrétt yfir og engir samningar gilda um. Við ráðum einfaldlega ekki við aðstæður. Lækkun aflamarks í grálúðu í samræmi við ráð fiskifræðinga myndi ekki tryggja að veitt yrði minna af stofninum í heild sinni. Aflaákvörðun er því augljóslega margslungið mál sem ekki verður rætt með einfölduðum hætti, eins og örlað hefur á síðustu dægrin. Þess vegna er vandað stofnstærðarmat okkar fremstu vísindastofnunar lagt til grundvallar. Jafnframt er tekið tillit til sjónarmiða fleiri aðila eins og kostur og skynsemi leyfir. Að því búnu eru fjölþættar aðstæður, á borð við þær sem raktar hafa verið í greininni, vegnar og metnar. Allt þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um ákvarðanir um heildarafla hverju sinni. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar