Kjöraðstæður fyrir spillingu 7. desember 2008 14:18 Jón Steinsson lektor við Columbia háskólann í Bandaríkjunum. Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskólann í Bandaríkjunum segir engin lög í gildi hér á landi sem komi í veg fyrir að sami aðili sitji beggja vegna borðsins og steli af öðrum hluthöfum. Hann segir Lífeyrissjóðina ekki hafa gætt hagsmuna félaga sinna og það sé mikill áfellisdómur yfir þeim. Jón var gestur í Silfir Egils fyrr í dag. „Í grunninn eru þetta bara viðskipti þar sem annar aðilinn á heilt fyrirtæki eða einkahlutafélag. Hann er síðan í stjórn almenningshlutafélags og lætur viðskipti eiga sér stað á milli þessara tveggja fyrirtækja. Hann er hinsvegar báðum megin við borðið og selur fyrirtæki B hlut á yfirverði, sem þýðir að þessi aðili er að hagnast á kostnað annarra hluthafa," sagði Jón sem skrifað hefur greinar um þessi mál undanfarið. Hann sagðist telja að viðskipti með þessum hætti væru mikil hér á landi og verstu dæmin væru þegar þekkt. Í því sambandi nefndi hann Sterling, 10/11, Kaldbak og nýjasta dæmið væri Stím. Hann segir að því miður séu engin lög hér á landi sem komi í veg fyrir viðskipti með þessum hætti og kristallist það í 10/11 málinu sem var vísað frá dómi sem eðlilegum viðskiptum. „Þar kemur það skýrt fram að á Íslandi í dag eru ekki til lög sem koma í veg fyrir það að aðili getur setið báðum megin við borðið og stolið af smáum hluthöfum." Jón sagði Lífeyrissjóðina hafa tapað gríðarlegu fé í þessu samhengi og þeir hefðu brugðist sjóðsfélögum sínum með því að gæta ekki hagsmuna þeirra. Á sama tíma hafi þessir menn verið úti að borða og á fótboltavöllum með þeim aðilum sem áttu að tryggja að þessi viðskipti væru í lagi. Hann sagði alveg ljóst að nú þyrfti að setja strangari og skýrari lög um að það megi ekki stela. „Í löndum þar sem er gott regluverk varðandi þetta, eins og í Bandaríkjunum og Bretlandi, eru menn leiddir út í handjárnum sem gera svona." Jón sem verið hefur meðal ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í yfirstandinu erfiðleikum segir að í bankakerfinu í dag séu skuldir og eignir upp á þrjú þúsund miljarða sem ríkið sé nú búið að ábyrgjast. „Skuldirnar munu ekki rýrna en hættan er sú að eignirnar muni rýrna. Ég hef áhyggjur af því að eftir 2-3 ár komi í ljós að eignir bankanna hafi rýrnað um segjum 20% sem eru 600 milljarðar," sagði Jón. Hans áhyggjur snúast einnig að því að á þessum tíma muni sömu aðilar vera búnir að eignast eignirnar aftur. Það sé eitthvað sem megi ekki gerast. „Þeir eru í kjöraðstöðu til þess vegna þess að þeir þekkja fyrirtækin og vita hvernig á að búa til samninga sem hljóma vel fyrir ríkið en eru svo eitthvað allt annað." Hann segir að ekki sé næg þekking inni í bönkunum til þess að koma í veg fyrir að svona fari. Nú séu uppi kjöraðstæður fyrir látalæti sem þessi. „Kjöraðstæður fyrir spillingu." Stím málið Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskólann í Bandaríkjunum segir engin lög í gildi hér á landi sem komi í veg fyrir að sami aðili sitji beggja vegna borðsins og steli af öðrum hluthöfum. Hann segir Lífeyrissjóðina ekki hafa gætt hagsmuna félaga sinna og það sé mikill áfellisdómur yfir þeim. Jón var gestur í Silfir Egils fyrr í dag. „Í grunninn eru þetta bara viðskipti þar sem annar aðilinn á heilt fyrirtæki eða einkahlutafélag. Hann er síðan í stjórn almenningshlutafélags og lætur viðskipti eiga sér stað á milli þessara tveggja fyrirtækja. Hann er hinsvegar báðum megin við borðið og selur fyrirtæki B hlut á yfirverði, sem þýðir að þessi aðili er að hagnast á kostnað annarra hluthafa," sagði Jón sem skrifað hefur greinar um þessi mál undanfarið. Hann sagðist telja að viðskipti með þessum hætti væru mikil hér á landi og verstu dæmin væru þegar þekkt. Í því sambandi nefndi hann Sterling, 10/11, Kaldbak og nýjasta dæmið væri Stím. Hann segir að því miður séu engin lög hér á landi sem komi í veg fyrir viðskipti með þessum hætti og kristallist það í 10/11 málinu sem var vísað frá dómi sem eðlilegum viðskiptum. „Þar kemur það skýrt fram að á Íslandi í dag eru ekki til lög sem koma í veg fyrir það að aðili getur setið báðum megin við borðið og stolið af smáum hluthöfum." Jón sagði Lífeyrissjóðina hafa tapað gríðarlegu fé í þessu samhengi og þeir hefðu brugðist sjóðsfélögum sínum með því að gæta ekki hagsmuna þeirra. Á sama tíma hafi þessir menn verið úti að borða og á fótboltavöllum með þeim aðilum sem áttu að tryggja að þessi viðskipti væru í lagi. Hann sagði alveg ljóst að nú þyrfti að setja strangari og skýrari lög um að það megi ekki stela. „Í löndum þar sem er gott regluverk varðandi þetta, eins og í Bandaríkjunum og Bretlandi, eru menn leiddir út í handjárnum sem gera svona." Jón sem verið hefur meðal ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í yfirstandinu erfiðleikum segir að í bankakerfinu í dag séu skuldir og eignir upp á þrjú þúsund miljarða sem ríkið sé nú búið að ábyrgjast. „Skuldirnar munu ekki rýrna en hættan er sú að eignirnar muni rýrna. Ég hef áhyggjur af því að eftir 2-3 ár komi í ljós að eignir bankanna hafi rýrnað um segjum 20% sem eru 600 milljarðar," sagði Jón. Hans áhyggjur snúast einnig að því að á þessum tíma muni sömu aðilar vera búnir að eignast eignirnar aftur. Það sé eitthvað sem megi ekki gerast. „Þeir eru í kjöraðstöðu til þess vegna þess að þeir þekkja fyrirtækin og vita hvernig á að búa til samninga sem hljóma vel fyrir ríkið en eru svo eitthvað allt annað." Hann segir að ekki sé næg þekking inni í bönkunum til þess að koma í veg fyrir að svona fari. Nú séu uppi kjöraðstæður fyrir látalæti sem þessi. „Kjöraðstæður fyrir spillingu."
Stím málið Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira