Fjölmiðlar í Munchen í Þýskalandi halda því fram í dag að Phillip Lahm verði gerður að fyrirliða landsliðsins í stað Michael Ballack.
Abendzeitung heldur því þannig fram að Ballack hafi samþykkt að láta fyrirliðabandið af hendi til að leita sátta í deilu sinni við Joachim Löw landsliðsþjálfara.
Blaðiið getur ekki heimilda í þessari frétt sinni, en ljóst er að nokkur ólga hefur verið í herbúðum þýska landsliðsins undanfarið í kjölfar þess að Ballack gagnrýni þjálfarann fyrir ósanngjarna meðferð á eldri leikmönnum í liðinu.
Hann hefur síðar beðist afsökunar á orðum sínum, en á enn eftir að funda með þjálfaranum augliti til auglitis.