Djúp kreppa eina leiðin til að verðbólgumarkmið náist 12. apríl 2008 00:01 Gylfi Magnússon „Það er vel þekkt erlendis að ótrúverðugir seðlabankar séu nánast óstarfhæfir," segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Hann segir stefnu Seðlabankans ekki hafa gengið upp hingað til og ekkert útlit sé fyrir að svo verði. „Þvert á móti sjáum við nú fram á verðbólgu í tveggja stafa tölu í fyrsta sinn á öldinni," segir Gylfi og bætir því við að gengi krónunnar hafi lækkað verulega. „Jafnframt blasir við að erlendir aðilar hafa litla trú á fjármálakerfinu í heild." Gylfi segir að háir stýrivextir hafi ekki unnið á verðbólgunni en þeir hafi haldið gengi krónunnar háu og ýtt undir viðskiptahalla og skuldasöfnun. Þá hafi Seðlabankinn ekki aukið nægjanlega við gjaldeyrisvarasjóðinn, „þrátt fyrir að augljóst hafi verið árum saman að hann er allt of lítill í samanburði við erlendar skuldir landsmanna og umsvif viðskiptabankanna". Gylfi segir að svo virðist sem djúp kreppa, þar sem meðal annars yrði hrun á fasteignaverði, sé eina leiðin til þess að Seðlabankinn nái markmiði sínu um 2,5 prósenta verðbólgu. "Því tel ég óhjákvæmilegt að fengin verði fagleg stjórn yfir bankann, sem leysi af hólmi núverandi bankastjórn og bankaráð, og taki allar meiri háttar ákvarðanir, meðal annars um vexti." Þar sætu innlendir sem erlendir sérfræðingar sem hefðu traust markaðarins, bæði innanlands og utan. Þá þurfi að stækka gjaldeyrisforðann „þótt það sé mjög dýrt um þessar mundir," segir Gylfi. Hvorki náðist í Halldór Blöndal, formann bankaráðs Seðlabankans, né Davíð Oddsson, formann bankastjórnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En þess má geta að Davíð sagði við ákvörðun stýrivaxta í fyrradag að hann væri ekki á förum úr bankanum. Markaðir Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
„Það er vel þekkt erlendis að ótrúverðugir seðlabankar séu nánast óstarfhæfir," segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Hann segir stefnu Seðlabankans ekki hafa gengið upp hingað til og ekkert útlit sé fyrir að svo verði. „Þvert á móti sjáum við nú fram á verðbólgu í tveggja stafa tölu í fyrsta sinn á öldinni," segir Gylfi og bætir því við að gengi krónunnar hafi lækkað verulega. „Jafnframt blasir við að erlendir aðilar hafa litla trú á fjármálakerfinu í heild." Gylfi segir að háir stýrivextir hafi ekki unnið á verðbólgunni en þeir hafi haldið gengi krónunnar háu og ýtt undir viðskiptahalla og skuldasöfnun. Þá hafi Seðlabankinn ekki aukið nægjanlega við gjaldeyrisvarasjóðinn, „þrátt fyrir að augljóst hafi verið árum saman að hann er allt of lítill í samanburði við erlendar skuldir landsmanna og umsvif viðskiptabankanna". Gylfi segir að svo virðist sem djúp kreppa, þar sem meðal annars yrði hrun á fasteignaverði, sé eina leiðin til þess að Seðlabankinn nái markmiði sínu um 2,5 prósenta verðbólgu. "Því tel ég óhjákvæmilegt að fengin verði fagleg stjórn yfir bankann, sem leysi af hólmi núverandi bankastjórn og bankaráð, og taki allar meiri háttar ákvarðanir, meðal annars um vexti." Þar sætu innlendir sem erlendir sérfræðingar sem hefðu traust markaðarins, bæði innanlands og utan. Þá þurfi að stækka gjaldeyrisforðann „þótt það sé mjög dýrt um þessar mundir," segir Gylfi. Hvorki náðist í Halldór Blöndal, formann bankaráðs Seðlabankans, né Davíð Oddsson, formann bankastjórnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En þess má geta að Davíð sagði við ákvörðun stýrivaxta í fyrradag að hann væri ekki á förum úr bankanum.
Markaðir Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira