Djúp kreppa eina leiðin til að verðbólgumarkmið náist 12. apríl 2008 00:01 Gylfi Magnússon „Það er vel þekkt erlendis að ótrúverðugir seðlabankar séu nánast óstarfhæfir," segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Hann segir stefnu Seðlabankans ekki hafa gengið upp hingað til og ekkert útlit sé fyrir að svo verði. „Þvert á móti sjáum við nú fram á verðbólgu í tveggja stafa tölu í fyrsta sinn á öldinni," segir Gylfi og bætir því við að gengi krónunnar hafi lækkað verulega. „Jafnframt blasir við að erlendir aðilar hafa litla trú á fjármálakerfinu í heild." Gylfi segir að háir stýrivextir hafi ekki unnið á verðbólgunni en þeir hafi haldið gengi krónunnar háu og ýtt undir viðskiptahalla og skuldasöfnun. Þá hafi Seðlabankinn ekki aukið nægjanlega við gjaldeyrisvarasjóðinn, „þrátt fyrir að augljóst hafi verið árum saman að hann er allt of lítill í samanburði við erlendar skuldir landsmanna og umsvif viðskiptabankanna". Gylfi segir að svo virðist sem djúp kreppa, þar sem meðal annars yrði hrun á fasteignaverði, sé eina leiðin til þess að Seðlabankinn nái markmiði sínu um 2,5 prósenta verðbólgu. "Því tel ég óhjákvæmilegt að fengin verði fagleg stjórn yfir bankann, sem leysi af hólmi núverandi bankastjórn og bankaráð, og taki allar meiri háttar ákvarðanir, meðal annars um vexti." Þar sætu innlendir sem erlendir sérfræðingar sem hefðu traust markaðarins, bæði innanlands og utan. Þá þurfi að stækka gjaldeyrisforðann „þótt það sé mjög dýrt um þessar mundir," segir Gylfi. Hvorki náðist í Halldór Blöndal, formann bankaráðs Seðlabankans, né Davíð Oddsson, formann bankastjórnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En þess má geta að Davíð sagði við ákvörðun stýrivaxta í fyrradag að hann væri ekki á förum úr bankanum. Markaðir Mest lesið Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
„Það er vel þekkt erlendis að ótrúverðugir seðlabankar séu nánast óstarfhæfir," segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Hann segir stefnu Seðlabankans ekki hafa gengið upp hingað til og ekkert útlit sé fyrir að svo verði. „Þvert á móti sjáum við nú fram á verðbólgu í tveggja stafa tölu í fyrsta sinn á öldinni," segir Gylfi og bætir því við að gengi krónunnar hafi lækkað verulega. „Jafnframt blasir við að erlendir aðilar hafa litla trú á fjármálakerfinu í heild." Gylfi segir að háir stýrivextir hafi ekki unnið á verðbólgunni en þeir hafi haldið gengi krónunnar háu og ýtt undir viðskiptahalla og skuldasöfnun. Þá hafi Seðlabankinn ekki aukið nægjanlega við gjaldeyrisvarasjóðinn, „þrátt fyrir að augljóst hafi verið árum saman að hann er allt of lítill í samanburði við erlendar skuldir landsmanna og umsvif viðskiptabankanna". Gylfi segir að svo virðist sem djúp kreppa, þar sem meðal annars yrði hrun á fasteignaverði, sé eina leiðin til þess að Seðlabankinn nái markmiði sínu um 2,5 prósenta verðbólgu. "Því tel ég óhjákvæmilegt að fengin verði fagleg stjórn yfir bankann, sem leysi af hólmi núverandi bankastjórn og bankaráð, og taki allar meiri háttar ákvarðanir, meðal annars um vexti." Þar sætu innlendir sem erlendir sérfræðingar sem hefðu traust markaðarins, bæði innanlands og utan. Þá þurfi að stækka gjaldeyrisforðann „þótt það sé mjög dýrt um þessar mundir," segir Gylfi. Hvorki náðist í Halldór Blöndal, formann bankaráðs Seðlabankans, né Davíð Oddsson, formann bankastjórnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En þess má geta að Davíð sagði við ákvörðun stýrivaxta í fyrradag að hann væri ekki á förum úr bankanum.
Markaðir Mest lesið Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira