Varnarmaðurinn Alessandro Gamberini hjá Fiorentina hefur verið kallaður í ítalska landsliðshópinn í stað Fabio Cannavaro. Á æfingu í gær meiddist Cannavaro og ljóst að hann verður frá í nokkurn tíma og leikur ekki með á komandi Evrópumóti.
Gamberini átti frábært tímabil á Ítalíu og mun koma til móts við ítalska hópinn í dag. Hann verður jafnvel í hjarta varnarinnar í fyrsta leik gegn Hollandi. Einnig gæti Christian Panucci tekið stöðu Cannavaro.