Bayern München varð í dag þýskur meistari í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Wolfsburg á útivelli í dag.
Jafnteflið þýddi að liðið er komið með tíu stiga forystu á Werder Bremen þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu.
Þetta er 20. meistaratitill Bayern síðan að þýska úrvalsdeildin var sett á stofn árið 1963. Þetta er einnig í þriðja skiptið á síðustu fjórum árum sem liðið verður tvöfaldur meistari en Bayern vann sigur á Dortmund í bikarúrslitaleiknum í síðasta mánuði.
Bayern féll þó úr UEFA-bikarkeppninni í vikunni eftir að liðið tapaði stórt, 4-0, fyrir Zenit St. Pétursborg.
Ottmar Hitzfeld knattspyrnustjóri liðsins lætur af störfum í lok tímabilsins og Jürgen Klinsmann tekur við.
Bayern þýskur meistari
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti
Fleiri fréttir
