Afþreying á vinnustað 21. maí 2008 00:01 Fjör hjá CCP Starfsmenn koma saman í vinnutíma og skemmta sér í leikherberginu. fréttablaðið/GVA Það er alltaf skemmtilegt að sigra í leik, hver svo sem leikurinn er. Að leysa þrautir í leik getur verið krefjandi, en ef vel tekst til veitir það þeim sem það gerir mikla ánægju. Þetta eru algild sannindi sem fyrirtæki sem sérhæfa sig sérstaklega í afþreyingarefni eru sífellt að gera sér betur grein fyrir. „Ef hægt er að auka starfsánægju með skipulagðri afþreyingu er það örugglega ein af þeim leiðum sem gott er að fara,“ segir Sigurjón Þórðarson, ráðgjafi hjá Capacent, þegar hann er spurður út í gildi þess fyrir fyrirtæki að leggja áherslu á að bjóða starfsmönnum sínum upp á aðstöðu sem ýtir undir skapandi hugsun. Jón Hörðdal, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, bendir á að skilningur á gildi afþreyingar í vinnutímanum hafi í raun alltaf verið til staðar. „Við sem vinnum við að búa til tölvuleiki sem eiga að vera skemmtilegir gerum okkur nú enn betur grein fyrir mikilvægi þess að starfsfólki þyki gaman í vinnunni,“ bendir hann á. Í leikjaherberginu hjá þeim í CCP við Grandagarð er til að mynda að finna fótboltaspil og rafmagnstrommusett. Þar koma samstarfsmenn saman og taka þátt í hinum ýmsu leikjum. Hver og einn fær að láta ljós sitt skína í leik. Stemmningin sem skapast við þær aðstæður er því með öðrum hætti en í þeim samskiptum sem eiga sér stað í skipulagðri vinnu. Kunna að leika sér „Við sem erum að framleiða afþreyingarefni verðum að kunna að leika okkur,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. fréttablaðið/GVA „Við sem erum að framleiða afþreyingarefni verðum að kunna að leika okkur,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. Í 5.000 fermetra húsnæði Latabæjar við hraunjaðarinn í Garðabæ hafa allir starfsmenn bæði aðgang að góðri líkamsræktarstöð og sérstöku afþreyingarherbergi. Leikjaherbergið er hugsað til að styðja við skapandi hugsun, en þar er til að mynda að finna bókasafn, taflborð og knattborð svo fátt eitt sé nefnt. Sigurjón Þórðarson Sigurjón hjá Capacent bendir á að með tíðari samskiptum á vinnustaðnum aukist líkurnar á að traust byggist upp, sem aftur leiði til þess að árangur af störfum fólks verði meiri. Fyrirtæki sem ætla að ná árangri verða að búa starfsmönnum sínum framúrskarandi starfsumhverfi, þjálfun og þróun. Starfsmenn hafa því tækifæri til að eiga frekar samskipti og að tengjast betur. Hluti af því markmiði er að skapa andrúmsloft þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi. Einn þáttur af mörgum til að byggja upp sterka liðsheild á vinnustað er að fá fólk til að eiga samskipti á óformlegu nótunum. Því betri samskipti sem starfsmenn eiga sín á milli á vinnustaðnum, því líklegri eru þeir til að deila með sér þekkingu. Héðan og þaðan Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Það er alltaf skemmtilegt að sigra í leik, hver svo sem leikurinn er. Að leysa þrautir í leik getur verið krefjandi, en ef vel tekst til veitir það þeim sem það gerir mikla ánægju. Þetta eru algild sannindi sem fyrirtæki sem sérhæfa sig sérstaklega í afþreyingarefni eru sífellt að gera sér betur grein fyrir. „Ef hægt er að auka starfsánægju með skipulagðri afþreyingu er það örugglega ein af þeim leiðum sem gott er að fara,“ segir Sigurjón Þórðarson, ráðgjafi hjá Capacent, þegar hann er spurður út í gildi þess fyrir fyrirtæki að leggja áherslu á að bjóða starfsmönnum sínum upp á aðstöðu sem ýtir undir skapandi hugsun. Jón Hörðdal, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, bendir á að skilningur á gildi afþreyingar í vinnutímanum hafi í raun alltaf verið til staðar. „Við sem vinnum við að búa til tölvuleiki sem eiga að vera skemmtilegir gerum okkur nú enn betur grein fyrir mikilvægi þess að starfsfólki þyki gaman í vinnunni,“ bendir hann á. Í leikjaherberginu hjá þeim í CCP við Grandagarð er til að mynda að finna fótboltaspil og rafmagnstrommusett. Þar koma samstarfsmenn saman og taka þátt í hinum ýmsu leikjum. Hver og einn fær að láta ljós sitt skína í leik. Stemmningin sem skapast við þær aðstæður er því með öðrum hætti en í þeim samskiptum sem eiga sér stað í skipulagðri vinnu. Kunna að leika sér „Við sem erum að framleiða afþreyingarefni verðum að kunna að leika okkur,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. fréttablaðið/GVA „Við sem erum að framleiða afþreyingarefni verðum að kunna að leika okkur,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. Í 5.000 fermetra húsnæði Latabæjar við hraunjaðarinn í Garðabæ hafa allir starfsmenn bæði aðgang að góðri líkamsræktarstöð og sérstöku afþreyingarherbergi. Leikjaherbergið er hugsað til að styðja við skapandi hugsun, en þar er til að mynda að finna bókasafn, taflborð og knattborð svo fátt eitt sé nefnt. Sigurjón Þórðarson Sigurjón hjá Capacent bendir á að með tíðari samskiptum á vinnustaðnum aukist líkurnar á að traust byggist upp, sem aftur leiði til þess að árangur af störfum fólks verði meiri. Fyrirtæki sem ætla að ná árangri verða að búa starfsmönnum sínum framúrskarandi starfsumhverfi, þjálfun og þróun. Starfsmenn hafa því tækifæri til að eiga frekar samskipti og að tengjast betur. Hluti af því markmiði er að skapa andrúmsloft þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi. Einn þáttur af mörgum til að byggja upp sterka liðsheild á vinnustað er að fá fólk til að eiga samskipti á óformlegu nótunum. Því betri samskipti sem starfsmenn eiga sín á milli á vinnustaðnum, því líklegri eru þeir til að deila með sér þekkingu.
Héðan og þaðan Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira