Enn rembist Framsókn Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 25. júlí 2008 00:01 Þrátt fyrir að Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, rembist eins og mest hann má í grein í Fréttablaðinu í gær, getur hann ekki dregið athygli frá því sem ég vatkti máls á daginn í áður í grein í sama blaði. Framsóknarflokkurinn er afskaplega einn og einmana í gagnrýni á tímabundna ráðningu Tryggva Þórs Herbertssonar í starf efnahagsráðgjafa í forsætisráðuneytið. Gagnrýni Framsóknar er eitt dæmið um þann farveg sem forysta flokksins hefur kosið sér. Flokkurinn heyr nú kapp við VG um neikvæðni og er nú orðinn alltaf-á-móti-flokkur eins og ég nefndi í fyrradag. Öðruvísi mér áður brá, svo ég segi það enn. Ég vakti líka athygli á því að gagnrýni forystumanna Framsóknar í þessu tiltekna máli hitti fyrir þann foringja flokksins sem maður bjóst síst við. Steingrím Hermannsson. Einfaldlega vegna þess að á sama tíma og hann var á tímamótum eðlilega hylltur af flokki sínum, er ómögulegt að sjá annað en málflutningur forystumanna Framsóknar nú, gæti átt við sams konar ákvarðanir þessa fyrrum formanns Framsóknarflokksins Þetta var ofureinfaldlega það sem sagði í grein minni. Það er skiljanlegt að Guðni sneiði hjá þessu. Og er þetta þó í sjálfu sér ekki stórt mál, þó ekki hafi ég í þetta sinn getað stillt mig um að benda á þessa undarlegu þversögn, með grein í þessu blaði. Þessa tvíhyggju og þar með á mótsagnirnar í málflutningi forystumanna Framsóknarflokksins núna var ástæðulaust að láta liggja á milli hluta.. En kjarni málsins er þá þessi. Almennt er því vel tekið að ráðinn sé til verka snjall og virtur hagfræðingur á tímum þegar þörf er á því að taka vel á málum, rétt eins og ríkisstjórnin hefur unnið að. Þótt Framsókn slái sinn falska tón í því máli þá hefur enginn áhyggjur af því. Þeir um það og það varðar mig að minnsta kosti litlu þótt þeir verði sér til skammar. Það hljóta Framsóknarmenn þá að eiga við sig sjálfa í öllu sínu basli. Ríkisstjórnin hefur unnið að margs konar efnahagsaðgerðum, eins og kunnugt er. Það breytir því hins vegar ekki, að ástandið sem við er að glíma, er alvarlegt og af margvíslegum rótum runnið. Einfaldar töfralausnir fyrirfinnast því ekki þó sumir kjósi að láta svo. Verkefnið verður því viðvarandi á næstunni. Þar þarf bæði að taka á, á sviði ríkisfjármála, peningamála, við eflingu fjármálastöðugleika og síðast en ekki síst eflingu atvinnulífsins, einkanlega á sviði gjaldeyrissköpunar, til þess að styrkja forsendur hagkerfisins. Það er verkefnið sem ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir og vinnur að, algjörlega óháð sífrinu úr herbúðum Framsóknar. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, rembist eins og mest hann má í grein í Fréttablaðinu í gær, getur hann ekki dregið athygli frá því sem ég vatkti máls á daginn í áður í grein í sama blaði. Framsóknarflokkurinn er afskaplega einn og einmana í gagnrýni á tímabundna ráðningu Tryggva Þórs Herbertssonar í starf efnahagsráðgjafa í forsætisráðuneytið. Gagnrýni Framsóknar er eitt dæmið um þann farveg sem forysta flokksins hefur kosið sér. Flokkurinn heyr nú kapp við VG um neikvæðni og er nú orðinn alltaf-á-móti-flokkur eins og ég nefndi í fyrradag. Öðruvísi mér áður brá, svo ég segi það enn. Ég vakti líka athygli á því að gagnrýni forystumanna Framsóknar í þessu tiltekna máli hitti fyrir þann foringja flokksins sem maður bjóst síst við. Steingrím Hermannsson. Einfaldlega vegna þess að á sama tíma og hann var á tímamótum eðlilega hylltur af flokki sínum, er ómögulegt að sjá annað en málflutningur forystumanna Framsóknar nú, gæti átt við sams konar ákvarðanir þessa fyrrum formanns Framsóknarflokksins Þetta var ofureinfaldlega það sem sagði í grein minni. Það er skiljanlegt að Guðni sneiði hjá þessu. Og er þetta þó í sjálfu sér ekki stórt mál, þó ekki hafi ég í þetta sinn getað stillt mig um að benda á þessa undarlegu þversögn, með grein í þessu blaði. Þessa tvíhyggju og þar með á mótsagnirnar í málflutningi forystumanna Framsóknarflokksins núna var ástæðulaust að láta liggja á milli hluta.. En kjarni málsins er þá þessi. Almennt er því vel tekið að ráðinn sé til verka snjall og virtur hagfræðingur á tímum þegar þörf er á því að taka vel á málum, rétt eins og ríkisstjórnin hefur unnið að. Þótt Framsókn slái sinn falska tón í því máli þá hefur enginn áhyggjur af því. Þeir um það og það varðar mig að minnsta kosti litlu þótt þeir verði sér til skammar. Það hljóta Framsóknarmenn þá að eiga við sig sjálfa í öllu sínu basli. Ríkisstjórnin hefur unnið að margs konar efnahagsaðgerðum, eins og kunnugt er. Það breytir því hins vegar ekki, að ástandið sem við er að glíma, er alvarlegt og af margvíslegum rótum runnið. Einfaldar töfralausnir fyrirfinnast því ekki þó sumir kjósi að láta svo. Verkefnið verður því viðvarandi á næstunni. Þar þarf bæði að taka á, á sviði ríkisfjármála, peningamála, við eflingu fjármálastöðugleika og síðast en ekki síst eflingu atvinnulífsins, einkanlega á sviði gjaldeyrissköpunar, til þess að styrkja forsendur hagkerfisins. Það er verkefnið sem ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir og vinnur að, algjörlega óháð sífrinu úr herbúðum Framsóknar. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar