Eiður: Klæðist treyjunni með stolti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2008 15:53 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki sínu gegn Real Betis. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við El Mundo Deportivo að sigurmarkið sem hann skoraði fyrir Barcelona gegn Real Betis hafi fyllt hann stolti að spila fyrir félagið. Eiður barði sér á brjóst eftir markið og var spurður um ástæður þess. „Það var eins og að segja að ég væri enn hér og klæðist þessari treyju með stolti. Það var mjög tilfinningaríkt að skora þetta mark því ég þurfti á því að halda að skora mark og það reyndist úrslitamark leiksins." Eiður Smári hefur mátt þola miklar vangaveltur um framtíð sína hjá Barcelona þegar félagaskiptaglugginn hefur verið opinn en staða hans hjá liðinu í dag er sterk. „Það hefur í sjálfu sér lítið breyst en þær breytingar sem hafa átt sér stað hafa reynst mikilvægar fyrir mig. Mér finnst ég nú metinn að verðleikum af þjálfaranum og það hefur gefið mér meira sjálfstraust. Þar fyrir utan hef ég skorað nokkur mörk sem gerir það að verkum að ég get leyft mér að vera afslappaðri þegar ég spila. Ég þarf ekki lengur að spila eins og að ég eigi lífið að leysa." „Sjálfstraustið hefur aukist hjá mér þar sem ég er í meiri metum hjá liðinu. Ég veit núna að ég fæ áfram tækifæri ef ég spila vel. Ólíkt því sem gerðist á síðasta tímabili þegar ég mátti sætta mig að fara á bekkinn þó svo að ég hafi spilað vel í síðasta leik á undan. Mér finnst einnig að liðsheildin hjá liðinu sé sterkari nú og það gæti orðið til þess að tímabilið verði frábært." Hann var einnig spurður hvort að það hafi reynst auðveldara fyrir hann að vinna sér sæti í liðinu þar sem að Portúgalinn Deco sé farinn frá félaginu. „Ég myndi ekki segja að það væri auðveldara þessa dagana en kannski gæti það hafa haft áhrif þar sem að Deco stóð sig vel og var liðinu mjög mikilvægur. En það breytir því ekki að allir leikmenn eiga möguleika á því að komast í byrjunarliðið ólíkt ástandinu í fyrra þegar þjálfarinn vissi alltaf fyrirfram hverjir myndu spila. Guardiola hefur varað okkur við því að það á enginn bókað sæti í byrjunarliðinu." Eiður Smári sagði að Rijkaard hafi ekki valdið sér vonbrigðum, þrátt fyrir allt. „Hann olli mér ekki vonbrigðum sem persóna eða þjálfari þar sem ég ber mikla virðingu fyrir honum. En sumar ákvarðanna hans ollu mér vonbrigðum. Það er stundum erfitt að skilja ástæðurnar fyrir því að þjálfarinn virðist ekki hafa trú á manni." Hann sagði einnig að leikmenn hafi leyft sér að byrja upp á nýtt í haust og að spennan sé minni í leikmannahópnum. „Það er samt ljóst að eftir að félagið hefur gengið í gegnum tvö tímabil án þess að vinna neina titla að hungrið er nú aftur til staðar. Það er bersýnilegt á æfingum." Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við El Mundo Deportivo að sigurmarkið sem hann skoraði fyrir Barcelona gegn Real Betis hafi fyllt hann stolti að spila fyrir félagið. Eiður barði sér á brjóst eftir markið og var spurður um ástæður þess. „Það var eins og að segja að ég væri enn hér og klæðist þessari treyju með stolti. Það var mjög tilfinningaríkt að skora þetta mark því ég þurfti á því að halda að skora mark og það reyndist úrslitamark leiksins." Eiður Smári hefur mátt þola miklar vangaveltur um framtíð sína hjá Barcelona þegar félagaskiptaglugginn hefur verið opinn en staða hans hjá liðinu í dag er sterk. „Það hefur í sjálfu sér lítið breyst en þær breytingar sem hafa átt sér stað hafa reynst mikilvægar fyrir mig. Mér finnst ég nú metinn að verðleikum af þjálfaranum og það hefur gefið mér meira sjálfstraust. Þar fyrir utan hef ég skorað nokkur mörk sem gerir það að verkum að ég get leyft mér að vera afslappaðri þegar ég spila. Ég þarf ekki lengur að spila eins og að ég eigi lífið að leysa." „Sjálfstraustið hefur aukist hjá mér þar sem ég er í meiri metum hjá liðinu. Ég veit núna að ég fæ áfram tækifæri ef ég spila vel. Ólíkt því sem gerðist á síðasta tímabili þegar ég mátti sætta mig að fara á bekkinn þó svo að ég hafi spilað vel í síðasta leik á undan. Mér finnst einnig að liðsheildin hjá liðinu sé sterkari nú og það gæti orðið til þess að tímabilið verði frábært." Hann var einnig spurður hvort að það hafi reynst auðveldara fyrir hann að vinna sér sæti í liðinu þar sem að Portúgalinn Deco sé farinn frá félaginu. „Ég myndi ekki segja að það væri auðveldara þessa dagana en kannski gæti það hafa haft áhrif þar sem að Deco stóð sig vel og var liðinu mjög mikilvægur. En það breytir því ekki að allir leikmenn eiga möguleika á því að komast í byrjunarliðið ólíkt ástandinu í fyrra þegar þjálfarinn vissi alltaf fyrirfram hverjir myndu spila. Guardiola hefur varað okkur við því að það á enginn bókað sæti í byrjunarliðinu." Eiður Smári sagði að Rijkaard hafi ekki valdið sér vonbrigðum, þrátt fyrir allt. „Hann olli mér ekki vonbrigðum sem persóna eða þjálfari þar sem ég ber mikla virðingu fyrir honum. En sumar ákvarðanna hans ollu mér vonbrigðum. Það er stundum erfitt að skilja ástæðurnar fyrir því að þjálfarinn virðist ekki hafa trú á manni." Hann sagði einnig að leikmenn hafi leyft sér að byrja upp á nýtt í haust og að spennan sé minni í leikmannahópnum. „Það er samt ljóst að eftir að félagið hefur gengið í gegnum tvö tímabil án þess að vinna neina titla að hungrið er nú aftur til staðar. Það er bersýnilegt á æfingum."
Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira