Eiður: Klæðist treyjunni með stolti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2008 15:53 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki sínu gegn Real Betis. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við El Mundo Deportivo að sigurmarkið sem hann skoraði fyrir Barcelona gegn Real Betis hafi fyllt hann stolti að spila fyrir félagið. Eiður barði sér á brjóst eftir markið og var spurður um ástæður þess. „Það var eins og að segja að ég væri enn hér og klæðist þessari treyju með stolti. Það var mjög tilfinningaríkt að skora þetta mark því ég þurfti á því að halda að skora mark og það reyndist úrslitamark leiksins." Eiður Smári hefur mátt þola miklar vangaveltur um framtíð sína hjá Barcelona þegar félagaskiptaglugginn hefur verið opinn en staða hans hjá liðinu í dag er sterk. „Það hefur í sjálfu sér lítið breyst en þær breytingar sem hafa átt sér stað hafa reynst mikilvægar fyrir mig. Mér finnst ég nú metinn að verðleikum af þjálfaranum og það hefur gefið mér meira sjálfstraust. Þar fyrir utan hef ég skorað nokkur mörk sem gerir það að verkum að ég get leyft mér að vera afslappaðri þegar ég spila. Ég þarf ekki lengur að spila eins og að ég eigi lífið að leysa." „Sjálfstraustið hefur aukist hjá mér þar sem ég er í meiri metum hjá liðinu. Ég veit núna að ég fæ áfram tækifæri ef ég spila vel. Ólíkt því sem gerðist á síðasta tímabili þegar ég mátti sætta mig að fara á bekkinn þó svo að ég hafi spilað vel í síðasta leik á undan. Mér finnst einnig að liðsheildin hjá liðinu sé sterkari nú og það gæti orðið til þess að tímabilið verði frábært." Hann var einnig spurður hvort að það hafi reynst auðveldara fyrir hann að vinna sér sæti í liðinu þar sem að Portúgalinn Deco sé farinn frá félaginu. „Ég myndi ekki segja að það væri auðveldara þessa dagana en kannski gæti það hafa haft áhrif þar sem að Deco stóð sig vel og var liðinu mjög mikilvægur. En það breytir því ekki að allir leikmenn eiga möguleika á því að komast í byrjunarliðið ólíkt ástandinu í fyrra þegar þjálfarinn vissi alltaf fyrirfram hverjir myndu spila. Guardiola hefur varað okkur við því að það á enginn bókað sæti í byrjunarliðinu." Eiður Smári sagði að Rijkaard hafi ekki valdið sér vonbrigðum, þrátt fyrir allt. „Hann olli mér ekki vonbrigðum sem persóna eða þjálfari þar sem ég ber mikla virðingu fyrir honum. En sumar ákvarðanna hans ollu mér vonbrigðum. Það er stundum erfitt að skilja ástæðurnar fyrir því að þjálfarinn virðist ekki hafa trú á manni." Hann sagði einnig að leikmenn hafi leyft sér að byrja upp á nýtt í haust og að spennan sé minni í leikmannahópnum. „Það er samt ljóst að eftir að félagið hefur gengið í gegnum tvö tímabil án þess að vinna neina titla að hungrið er nú aftur til staðar. Það er bersýnilegt á æfingum." Spænski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við El Mundo Deportivo að sigurmarkið sem hann skoraði fyrir Barcelona gegn Real Betis hafi fyllt hann stolti að spila fyrir félagið. Eiður barði sér á brjóst eftir markið og var spurður um ástæður þess. „Það var eins og að segja að ég væri enn hér og klæðist þessari treyju með stolti. Það var mjög tilfinningaríkt að skora þetta mark því ég þurfti á því að halda að skora mark og það reyndist úrslitamark leiksins." Eiður Smári hefur mátt þola miklar vangaveltur um framtíð sína hjá Barcelona þegar félagaskiptaglugginn hefur verið opinn en staða hans hjá liðinu í dag er sterk. „Það hefur í sjálfu sér lítið breyst en þær breytingar sem hafa átt sér stað hafa reynst mikilvægar fyrir mig. Mér finnst ég nú metinn að verðleikum af þjálfaranum og það hefur gefið mér meira sjálfstraust. Þar fyrir utan hef ég skorað nokkur mörk sem gerir það að verkum að ég get leyft mér að vera afslappaðri þegar ég spila. Ég þarf ekki lengur að spila eins og að ég eigi lífið að leysa." „Sjálfstraustið hefur aukist hjá mér þar sem ég er í meiri metum hjá liðinu. Ég veit núna að ég fæ áfram tækifæri ef ég spila vel. Ólíkt því sem gerðist á síðasta tímabili þegar ég mátti sætta mig að fara á bekkinn þó svo að ég hafi spilað vel í síðasta leik á undan. Mér finnst einnig að liðsheildin hjá liðinu sé sterkari nú og það gæti orðið til þess að tímabilið verði frábært." Hann var einnig spurður hvort að það hafi reynst auðveldara fyrir hann að vinna sér sæti í liðinu þar sem að Portúgalinn Deco sé farinn frá félaginu. „Ég myndi ekki segja að það væri auðveldara þessa dagana en kannski gæti það hafa haft áhrif þar sem að Deco stóð sig vel og var liðinu mjög mikilvægur. En það breytir því ekki að allir leikmenn eiga möguleika á því að komast í byrjunarliðið ólíkt ástandinu í fyrra þegar þjálfarinn vissi alltaf fyrirfram hverjir myndu spila. Guardiola hefur varað okkur við því að það á enginn bókað sæti í byrjunarliðinu." Eiður Smári sagði að Rijkaard hafi ekki valdið sér vonbrigðum, þrátt fyrir allt. „Hann olli mér ekki vonbrigðum sem persóna eða þjálfari þar sem ég ber mikla virðingu fyrir honum. En sumar ákvarðanna hans ollu mér vonbrigðum. Það er stundum erfitt að skilja ástæðurnar fyrir því að þjálfarinn virðist ekki hafa trú á manni." Hann sagði einnig að leikmenn hafi leyft sér að byrja upp á nýtt í haust og að spennan sé minni í leikmannahópnum. „Það er samt ljóst að eftir að félagið hefur gengið í gegnum tvö tímabil án þess að vinna neina titla að hungrið er nú aftur til staðar. Það er bersýnilegt á æfingum."
Spænski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira