Köttur út í mýri Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 15. október 2008 06:30 Eftir heila viku af uppnámi sem einkenndist mest af fréttum af því hvað Davíð hafi eiginlega verið að meina höfum við nú hneppt börnin okkar og barnabörn í ævilangt skuldafangelsi. Við fyrsta kynslóð bómullarbarna drukkum í okkur spennandi ævintýri af kröppum sjó sem afi, amma og þau öll máttu sigla, boðaföllum og brimsköflum úr lífi venjulegs fólks - svo ég grípi til kunnuglegra myndlíkinga. Sögur af manneskjum sem reyndu sitt af hverju og þurftu að treysta á ýmislegt annað en óskerta dómgreind seðlabankastjóra til að lifa af. Sem vissu að stundum þarf að gera fleira en gott þykir og trúðu því að nægjusemi væri dyggð. Þetta fólk gat sagt börnum og barnabörnum sögur af eigin lífsreynslu. Um frostaveturinn mikla 1918 þegar sængin hans afa fraus föst við útvegginn og andardrátturinn hrímaði innandyra. Þegar lítil telpa sem varð seinna mamma mín stóð daglangt í röð til að kaupa skó en fékk enga því sendingin var búin, loksins þegar röðin kom að henni. Eða þegar allur bærinn fann ilminn af eplunum sem voru loksins komin í kaupfélagið og jólin gátu gengið í garð. Varla hafa öll þessi blankheit og vöruskortur á liðnum krepputímum verið eintóm skemmtun þótt frásagnirnar seinna meir hafi stundum orðið rómantískar, því margir liðu alvöru skort. Og vissulega er ógnvekjandi sú tilhugsun að fáeinir fjárhættuspilarar hafi nú klúðrað á stuttum tíma áratuga uppbyggingu heillar þjóðar. En kannski fáum við í staðinn tækifæri til að rifja upp lífsgæði sem einhversstaðar urðu undir í öllu atinu og safna í sarpinn upplifunum til að miðla börnum og barnabörnum. Kannski verða síðari tíma frásagnir innihaldsríkari en um skeið leit út fyrir. Einhvern veginn yrðu nefnilega frekar andlausar og óspennandi velmektarsögur af pabbanum sem skipti jeppanum upp í flottari jeppa. Eða af ömmunni sem fílaði engan veginn parketið á stofunni og fékk sér loks nýtt í stíl við burstaða stálið í baðkarinu. Nú er lag til að gleðjast yfir því að upplifa alvöru efnivið. Síðar getum við sagt litlum börnum af næstu kynslóðum æsispennandi ævintýri um íslenska efnahagsundrið. Sögulaunin verða milljarðarnir sem þeim er gert að greiða fyrir okkar hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Eftir heila viku af uppnámi sem einkenndist mest af fréttum af því hvað Davíð hafi eiginlega verið að meina höfum við nú hneppt börnin okkar og barnabörn í ævilangt skuldafangelsi. Við fyrsta kynslóð bómullarbarna drukkum í okkur spennandi ævintýri af kröppum sjó sem afi, amma og þau öll máttu sigla, boðaföllum og brimsköflum úr lífi venjulegs fólks - svo ég grípi til kunnuglegra myndlíkinga. Sögur af manneskjum sem reyndu sitt af hverju og þurftu að treysta á ýmislegt annað en óskerta dómgreind seðlabankastjóra til að lifa af. Sem vissu að stundum þarf að gera fleira en gott þykir og trúðu því að nægjusemi væri dyggð. Þetta fólk gat sagt börnum og barnabörnum sögur af eigin lífsreynslu. Um frostaveturinn mikla 1918 þegar sængin hans afa fraus föst við útvegginn og andardrátturinn hrímaði innandyra. Þegar lítil telpa sem varð seinna mamma mín stóð daglangt í röð til að kaupa skó en fékk enga því sendingin var búin, loksins þegar röðin kom að henni. Eða þegar allur bærinn fann ilminn af eplunum sem voru loksins komin í kaupfélagið og jólin gátu gengið í garð. Varla hafa öll þessi blankheit og vöruskortur á liðnum krepputímum verið eintóm skemmtun þótt frásagnirnar seinna meir hafi stundum orðið rómantískar, því margir liðu alvöru skort. Og vissulega er ógnvekjandi sú tilhugsun að fáeinir fjárhættuspilarar hafi nú klúðrað á stuttum tíma áratuga uppbyggingu heillar þjóðar. En kannski fáum við í staðinn tækifæri til að rifja upp lífsgæði sem einhversstaðar urðu undir í öllu atinu og safna í sarpinn upplifunum til að miðla börnum og barnabörnum. Kannski verða síðari tíma frásagnir innihaldsríkari en um skeið leit út fyrir. Einhvern veginn yrðu nefnilega frekar andlausar og óspennandi velmektarsögur af pabbanum sem skipti jeppanum upp í flottari jeppa. Eða af ömmunni sem fílaði engan veginn parketið á stofunni og fékk sér loks nýtt í stíl við burstaða stálið í baðkarinu. Nú er lag til að gleðjast yfir því að upplifa alvöru efnivið. Síðar getum við sagt litlum börnum af næstu kynslóðum æsispennandi ævintýri um íslenska efnahagsundrið. Sögulaunin verða milljarðarnir sem þeim er gert að greiða fyrir okkar hönd.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun