Frestur er á öllu bestur Benedikt Jóhannesson skrifar 27. nóvember 2008 07:00 Benedikt Jóhannesson skrifar um Evrópumál Margir hafa orð á því hve yfirvegaður Geir Haarde sé í viðtölum. Hann láti vart haggast þó að hart sé að honum sótt. Þetta er rétt og sannarlega lofsvert. Hins vegar er það mjög til baga hve mörgum málum ríkisstjórnin og einkum Sjálfstæðismenn ýta á undan sér og geta ekki tekið af skarið. Utanríkisráðherra, formaður Samfylkingarinnar, virðist hafa mikla ábyrgðartilfinningu. Ólíkt sumum flokksmönnum sínum segir Ingibjörg Sólrún að þjóðarhag eigi að setja ofar skammtímahagsmunum Samfylkingarinnar. Reyndar leikur hún sama leik og aðrir Samfylkingarmenn og segist mundu mæta á mótmælafund gegn ríkisstjórninni ef hún sæti ekki í henni sjálf. Þetta hefur gefist vel í skoðanakönnunum, því ekki halda leiknum áfram? Það virðist viss þversögn en ríkisstjórnin, sem hefur að undanförnu sætt miklu aðkasti almennings, gæti enn komist á spjöld sögunnar sem tímamótastjórn. Líklega sér Ingibjörg Sólrún þetta og vill ekki spilla þessu tækifæri með ótímabærum kosningum. Helst vill almenningur úrlausn sinna mála en aðstæður bjóða ekki upp á skjótan bata. Ríkisstjórnin getur hins vegar markað heillavænlega stefnu til frambúðar, stefnu sem í raun og veru leiddi til þess að eftir nokkur ár væru Íslendingar betur settir en nú og sú staða væri mun styrkari en sú spilaborg sem nú er hrunin. Mikilvægur þáttur í göngunni út úr vandanum er aðild að Evrópusambandinu. Enginn útlendingur hefur trú á íslensku krónunni. Á árum áður hélt Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og síðar seðlabankastjóri því fram að efnahagslögmálin giltu ekki á Íslandi. Stundum hvarflar að manni að eftirmenn hans séu sama sinnis. Norðurlandaþjóðirnar hafa orðið fyrir ágjöf vegna þess að fjárfestar hafa ekki næga trú á þeirra gjaldmiðlum. Eru þær þó mun fjölmennari en Íslendingar. Ytra ræða menn vandann af yfirvegun og hvorki ráðherrar né bankastjórar hæðast að þeim sem vilja tryggja stöðugleika með því að taka upp evru. Íslendingar þurfa styrkan gjaldmiðil. Það markmið næst hraðast með því að hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu sem allra fyrst. Hins vegar verða forystumenn Sjálfstæðisflokksins að lýsa því yfir fyrir landsfund að þeir telji slíkar viðræður nauðsynlegar. Forsætisráðherra hefur ítrekað sagt að hann hafi efasemdir um ES-aðild en að það séu ekki trúarbrögð. Mikilvægt er að hann setji hagsmuni þjóðarinnar ofar kreddum. Enginn vafi er á því að kreppan væri ekki svo djúp á Íslandi sem raun ber vitni, ef landið hefði verið aðili að Evrópusambandinu og myntbandalaginu.Leiðin sem ganga þarf er þessi: 1. Ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum lýsi yfir stuðningi við aðildarviðræður. Eðlilegt er að foringjar leiði flokkinn en láti ekki teyma sig áfram. 2. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkir í janúar að þjóðin skuli ganga til slíkra viðræðna. 3. Stjórnarflokkarnir segja að þeir hyggist starfa áfram saman uns tekst að leiða þetta mál til lykta. 4. Undirbúningur viðræðna hefst. Þar er hægt að byggja mikið á starfi nefndar Björns Bjarnasonar um Evrópumál frá því í fyrra. 5. Viðræður hefjast í apríl 2009 og lýkur á árinu. 6. Í upphafi viðræðna lýsa Íslendingar vilja til þess að festa gengi krónunnar við evru, til dæmis á genginu 130. Óskað verður stuðnings ES við þetta frá 1. júlí 2009. Ef það gengur eftir verður verðbólga á Íslandi svipuð og í ES strax og vextir um 5% hærri en á evrusvæðinu. Hvort tveggja yrði mikil bót fyrir Íslendinga. 7. Samningur um aðild liggur fyrir í árslok. 8. Þjóðaratkvæði um samninginn fer fram snemma árs 2010. 9. Verði hann samþykktur samþykkir Alþingi nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá og þing er rofið. 10. Alþingiskosningar í maí 2010. 11. Nýtt Alþingi staðfestir breytingar á stjórnarskránni og samþykkir samninginn formlega. Með þessu tryggir núverandi ríkisstjórn að hún verður í framtíðinni talin hafa komið þjóðinni úr hreinum ógöngum í jafnvægisástand. Hér verða áfram vandamál, evran verður ekki orðin formlegur gjaldmiðill og lífskjör verða miklu lakari en þau voru í upphafi árs 2008. En þjóðin verður ekki lengur einangruð og erlendir fjárfestar sjá að þjóðin vill verða hluti af stórri heild en ekki samfélag sérvitringa sem heldur að efnahagslögmálin gildi ekki hjá þeim. En þau gilda nú samt. Það fer best á því að játa það strax. Höfundur er ritstjóri Vísbendingar, vikurits um viðskipta- og efnahagslíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Sjá meira
Benedikt Jóhannesson skrifar um Evrópumál Margir hafa orð á því hve yfirvegaður Geir Haarde sé í viðtölum. Hann láti vart haggast þó að hart sé að honum sótt. Þetta er rétt og sannarlega lofsvert. Hins vegar er það mjög til baga hve mörgum málum ríkisstjórnin og einkum Sjálfstæðismenn ýta á undan sér og geta ekki tekið af skarið. Utanríkisráðherra, formaður Samfylkingarinnar, virðist hafa mikla ábyrgðartilfinningu. Ólíkt sumum flokksmönnum sínum segir Ingibjörg Sólrún að þjóðarhag eigi að setja ofar skammtímahagsmunum Samfylkingarinnar. Reyndar leikur hún sama leik og aðrir Samfylkingarmenn og segist mundu mæta á mótmælafund gegn ríkisstjórninni ef hún sæti ekki í henni sjálf. Þetta hefur gefist vel í skoðanakönnunum, því ekki halda leiknum áfram? Það virðist viss þversögn en ríkisstjórnin, sem hefur að undanförnu sætt miklu aðkasti almennings, gæti enn komist á spjöld sögunnar sem tímamótastjórn. Líklega sér Ingibjörg Sólrún þetta og vill ekki spilla þessu tækifæri með ótímabærum kosningum. Helst vill almenningur úrlausn sinna mála en aðstæður bjóða ekki upp á skjótan bata. Ríkisstjórnin getur hins vegar markað heillavænlega stefnu til frambúðar, stefnu sem í raun og veru leiddi til þess að eftir nokkur ár væru Íslendingar betur settir en nú og sú staða væri mun styrkari en sú spilaborg sem nú er hrunin. Mikilvægur þáttur í göngunni út úr vandanum er aðild að Evrópusambandinu. Enginn útlendingur hefur trú á íslensku krónunni. Á árum áður hélt Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og síðar seðlabankastjóri því fram að efnahagslögmálin giltu ekki á Íslandi. Stundum hvarflar að manni að eftirmenn hans séu sama sinnis. Norðurlandaþjóðirnar hafa orðið fyrir ágjöf vegna þess að fjárfestar hafa ekki næga trú á þeirra gjaldmiðlum. Eru þær þó mun fjölmennari en Íslendingar. Ytra ræða menn vandann af yfirvegun og hvorki ráðherrar né bankastjórar hæðast að þeim sem vilja tryggja stöðugleika með því að taka upp evru. Íslendingar þurfa styrkan gjaldmiðil. Það markmið næst hraðast með því að hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu sem allra fyrst. Hins vegar verða forystumenn Sjálfstæðisflokksins að lýsa því yfir fyrir landsfund að þeir telji slíkar viðræður nauðsynlegar. Forsætisráðherra hefur ítrekað sagt að hann hafi efasemdir um ES-aðild en að það séu ekki trúarbrögð. Mikilvægt er að hann setji hagsmuni þjóðarinnar ofar kreddum. Enginn vafi er á því að kreppan væri ekki svo djúp á Íslandi sem raun ber vitni, ef landið hefði verið aðili að Evrópusambandinu og myntbandalaginu.Leiðin sem ganga þarf er þessi: 1. Ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum lýsi yfir stuðningi við aðildarviðræður. Eðlilegt er að foringjar leiði flokkinn en láti ekki teyma sig áfram. 2. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkir í janúar að þjóðin skuli ganga til slíkra viðræðna. 3. Stjórnarflokkarnir segja að þeir hyggist starfa áfram saman uns tekst að leiða þetta mál til lykta. 4. Undirbúningur viðræðna hefst. Þar er hægt að byggja mikið á starfi nefndar Björns Bjarnasonar um Evrópumál frá því í fyrra. 5. Viðræður hefjast í apríl 2009 og lýkur á árinu. 6. Í upphafi viðræðna lýsa Íslendingar vilja til þess að festa gengi krónunnar við evru, til dæmis á genginu 130. Óskað verður stuðnings ES við þetta frá 1. júlí 2009. Ef það gengur eftir verður verðbólga á Íslandi svipuð og í ES strax og vextir um 5% hærri en á evrusvæðinu. Hvort tveggja yrði mikil bót fyrir Íslendinga. 7. Samningur um aðild liggur fyrir í árslok. 8. Þjóðaratkvæði um samninginn fer fram snemma árs 2010. 9. Verði hann samþykktur samþykkir Alþingi nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá og þing er rofið. 10. Alþingiskosningar í maí 2010. 11. Nýtt Alþingi staðfestir breytingar á stjórnarskránni og samþykkir samninginn formlega. Með þessu tryggir núverandi ríkisstjórn að hún verður í framtíðinni talin hafa komið þjóðinni úr hreinum ógöngum í jafnvægisástand. Hér verða áfram vandamál, evran verður ekki orðin formlegur gjaldmiðill og lífskjör verða miklu lakari en þau voru í upphafi árs 2008. En þjóðin verður ekki lengur einangruð og erlendir fjárfestar sjá að þjóðin vill verða hluti af stórri heild en ekki samfélag sérvitringa sem heldur að efnahagslögmálin gildi ekki hjá þeim. En þau gilda nú samt. Það fer best á því að játa það strax. Höfundur er ritstjóri Vísbendingar, vikurits um viðskipta- og efnahagslíf.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun