Langar að gefa út aðra plötu 23. október 2008 04:00 Ólafía Hrönn myndi vilja hvíla sig á leiklistinni og sinna söngnum alfarið. Hún semur tónlist og langar að gefa út aðra plötu. fréttablaðið/Stefán „Það eru þrettán ár síðan ég gaf út jazzplötuna Koss með Tómasi R. Einarssyni og hef ekki verið að syngja með tríói síðan," segir leik- og söngkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Hún undirbýr nú dagskrá ásamt Ásgeiri Óskarssyni, Birni Thoroddsen og Gunnari Hrafnssyni sem þau munu fara með í grunnskóla og syngja. „Þeir eru búnir að vera með þessa dagskrá í tíu ár og Egill Ólafsson söng upprunalega með þeim. Við byrjum í nóvember, en erum byrjuð að æfa og búin að hittast heilmikið. Við munum fara í grunnskóla og tökum gamla þjóðlagið Ljósið kemur langt og mjótt, láta það ferðast um hin ýmsu lönd og ég syng það í allskonar stílum. Þetta er svona tónlistarkennsla og svo er líka leikið og dansað," útskýrir Ólafía Hrönn sem er nú í óðaönn að undirbúa sýninguna Utan gátta, sem verður frumsýnd á föstudag í Þjóðleikhúsinu. Auk þess stefnir hún á frekara tónleikahald þar sem hún mun syngja nokkur af sínum uppáhalds lögum. „Mér finnst svakalega skemmtilegt að syngja og væri til í að hvíla mig á leiklistinni til að sinna söngnum alfarið. Þótt ég vilji ekki fara frá leiklistinni væri rosalega gaman að geta gefið sig alla í þetta. Ég er alltaf að semja eitthvað og langar að gefa út aðra plötu. Mér finnst ég eiginlega þurfa að gefa út eina plötu enn," segir Ólafía Hrönn. - ag Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Það eru þrettán ár síðan ég gaf út jazzplötuna Koss með Tómasi R. Einarssyni og hef ekki verið að syngja með tríói síðan," segir leik- og söngkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Hún undirbýr nú dagskrá ásamt Ásgeiri Óskarssyni, Birni Thoroddsen og Gunnari Hrafnssyni sem þau munu fara með í grunnskóla og syngja. „Þeir eru búnir að vera með þessa dagskrá í tíu ár og Egill Ólafsson söng upprunalega með þeim. Við byrjum í nóvember, en erum byrjuð að æfa og búin að hittast heilmikið. Við munum fara í grunnskóla og tökum gamla þjóðlagið Ljósið kemur langt og mjótt, láta það ferðast um hin ýmsu lönd og ég syng það í allskonar stílum. Þetta er svona tónlistarkennsla og svo er líka leikið og dansað," útskýrir Ólafía Hrönn sem er nú í óðaönn að undirbúa sýninguna Utan gátta, sem verður frumsýnd á föstudag í Þjóðleikhúsinu. Auk þess stefnir hún á frekara tónleikahald þar sem hún mun syngja nokkur af sínum uppáhalds lögum. „Mér finnst svakalega skemmtilegt að syngja og væri til í að hvíla mig á leiklistinni til að sinna söngnum alfarið. Þótt ég vilji ekki fara frá leiklistinni væri rosalega gaman að geta gefið sig alla í þetta. Ég er alltaf að semja eitthvað og langar að gefa út aðra plötu. Mér finnst ég eiginlega þurfa að gefa út eina plötu enn," segir Ólafía Hrönn. - ag
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira