Þeir Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson sigruðu um helgina á móti í Slóvakíu þar sem þeir kepptu í tvíliðaleik karla í badminton.
Mótið var hluti af Evrópumótaröðinni en þetta er önnur helgin í röð þar sem þeir sigra á alþjóðlegu móti. Um síðustu helgi fögnuðu þeir sigri á móti sem fór fram á Kýpur.
Þeir unnu Jakub Bitman frá Tékklandi og Zvonomir Durkinjak frá Króatíu í úrslitaviðureigninni en þeir eru númer 53 á heimslistanum í tvíliðaleik karla.