Hljómsveit safnar gjaldeyri fyrir Ameríkuferð 3. desember 2008 05:00 Strákarnir í Sprengjuhöllinni eru á leiðinni til Norður-Ameríku næsta vor. Strákarnir í Sprengjuhöllinni hafa fengið boð um að spila á tveimur tónlistarhátíðum í Norður-Ameríku í mars á næsta ári. Annars vegar er það Canadian Music Week í Toronto og hins vegar South By Southwest í Austin í Texas, en forsvarsmenn beggja hátíða hrifust mjög af nýjustu plötu þeirra, Bestu kveðjur. Eina áhyggjuefni Sprengjuhallarinnar er að útvega gjaldeyri fyrir ferðina, sem gæti staðið yfir í tvær til þrjár vikur. „Við erum reyndar svo heppnir að við vorum band vikunnar á Emusic.com og höfðum nokkra dollara upp úr því, sem ég sé ekki fram á að geta leyst út á Íslandi. Ætli við höfum ekki bara tékka með til Bandaríkjanna og notum þann aur til fararinnar," segir Atli Bollason. Meiri aur gæti safnast í púkkið þegar Bestu kveðjur fer í sölu rafrænt um víða veröld um áramótin, auk þess sem þeir gætu þénað eitthvað á Tímunum okkar sem fór í sölu í haust. Þeir félagar fá styrk frá Loftbrú vegna flugsins til og frá Íslandi en annað þurfa þeir að sjá um sjálfir. „Ég býst við að við þurfum að lifa á McDonald"s og einhverju drasli á meðan við erum þarna," segir Atli. Ein hugmynd hjá þeim er að leigja sér gamlan húsbíl og ferðast um og sofa í honum. „Það er rándýrt að ætla að gista á hótelum á hverri nóttu. Ég hugsa að við notum þessa fáu dollara sem við eigum til að leigja húsbíl og gera alvöru „road trip" úr þessu, eins og KK og Einar Kárason fóru í," segir hann. Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Strákarnir í Sprengjuhöllinni hafa fengið boð um að spila á tveimur tónlistarhátíðum í Norður-Ameríku í mars á næsta ári. Annars vegar er það Canadian Music Week í Toronto og hins vegar South By Southwest í Austin í Texas, en forsvarsmenn beggja hátíða hrifust mjög af nýjustu plötu þeirra, Bestu kveðjur. Eina áhyggjuefni Sprengjuhallarinnar er að útvega gjaldeyri fyrir ferðina, sem gæti staðið yfir í tvær til þrjár vikur. „Við erum reyndar svo heppnir að við vorum band vikunnar á Emusic.com og höfðum nokkra dollara upp úr því, sem ég sé ekki fram á að geta leyst út á Íslandi. Ætli við höfum ekki bara tékka með til Bandaríkjanna og notum þann aur til fararinnar," segir Atli Bollason. Meiri aur gæti safnast í púkkið þegar Bestu kveðjur fer í sölu rafrænt um víða veröld um áramótin, auk þess sem þeir gætu þénað eitthvað á Tímunum okkar sem fór í sölu í haust. Þeir félagar fá styrk frá Loftbrú vegna flugsins til og frá Íslandi en annað þurfa þeir að sjá um sjálfir. „Ég býst við að við þurfum að lifa á McDonald"s og einhverju drasli á meðan við erum þarna," segir Atli. Ein hugmynd hjá þeim er að leigja sér gamlan húsbíl og ferðast um og sofa í honum. „Það er rándýrt að ætla að gista á hótelum á hverri nóttu. Ég hugsa að við notum þessa fáu dollara sem við eigum til að leigja húsbíl og gera alvöru „road trip" úr þessu, eins og KK og Einar Kárason fóru í," segir hann.
Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira