Mengun ógnar Ólympíuleikunum 13. júlí 2008 00:01 munur Þessi samsetta mynd sýnir dagamun á mengun í Kína. Myndirnar eru teknar með þriggja daga millibili, mánuði fyrir leikana. fréttablaðið/afp Kínverjar þurfa að huga að mörgu fyrir Ólympíuleikana sem hefjast átta mínútur og átta sekúndur yfir átta þann áttunda ágúst 2008. Hryðjuverkaógn er ein af meginhættunum en loftmengun veldur ekki minna fjaðrafoki. Peking er meðal menguðustu borga heims og með fleiri bílum og vaxandi iðnaði verður ógnin alltaf meiri og meiri. „Vissulega þá höfum við hugsað um þetta,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Við erum þó fullvissuð um á öllum þeim fundum sem við höfum verið á að þetta verði ekki vandamál. Þetta snertir íslensku keppendurna raunar ekkert sérstaklega mikið. Allt frjálsíþróttafólkið okkar verður að keppa úti en allir aðrir inni,“ sagði Líney. Stjórnvöld í Kína eru með áætlun sem hreinlega verður að ganga upp. Þegar Peking óskaði þess að halda leikana árið 2001 lofuðu stjórnvöld því að allt yrði með felldu sjö árum síðar. „Loft og vatn verður innan þeirra hættumarka sem Heilsumálastofnunin (WHO) telur eðlileg í Peking.“ Svo er nú ekki. „Fulltrúar frá Alþjóða Ólympíunefndinni segja að þetta geti komið þolgreinunum við, ef þeir telja að þetta sé yfir mörkunum þá verður þeim bara frestað eða einfaldlega lagðar af. Til dæmis maraþonið,“ segir Líney. Stjórnvöld hafa áhyggjur. Mælingar sýna að dagamunur er mismunandi, stundum hefur leyfilegt magn mengunar verið fjórfalt yfir hættumörkum. Sjaldan fór mengunin undir mörkin. Neyðaraðgerðir stjórnvalda hafa þegar verið skipulagðar og fara þær í gang 20. júlí. Í þeim felst að loka götum í hálfri borginni til að stoppa bílaumferð, stöðva allar framkvæmdir við nýbyggingar og loka fjölda verksmiðja. Meira að segja verður bannað að spreyja utandyra eftir þennan dag. Borgin hefur því nítján daga til að hreinsa sig áður en leikarnir hefjast. Ef neyðaraðgerðin virkar ekki verður gengið enn lengra. Stjórnvöld hafa þó ekki gefið út nákvæmlega hvað þær aðgerðir fela í sér. Ljóst þykir að ef neyðaraðgerðirnar virka ekki bíða bæði Ólympíuleikarnir og Kína mikla hnekki, sérstaklega ef aflýsa þarf greinum á borð við maraþonið og hjólreiðar. Kínverjar treysta einnig á að fá fleiri rigningardaga nú í júlí sem hjálpar til við að hreinsa loftið í borginni. Allir keppendur geta fylgst vel með menguninni á sérstökum eftirlitsstöðvum víðsvegar um borgina. „Auk þess verður læknalið frá alþjóða Ólympíunefndinni sem fylgist með mælunum, það verða því ekki bara Kínverjar. Við getum fylgst með mælingunum á hverjum degi,“ sagði Líney. Erlendar Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Kínverjar þurfa að huga að mörgu fyrir Ólympíuleikana sem hefjast átta mínútur og átta sekúndur yfir átta þann áttunda ágúst 2008. Hryðjuverkaógn er ein af meginhættunum en loftmengun veldur ekki minna fjaðrafoki. Peking er meðal menguðustu borga heims og með fleiri bílum og vaxandi iðnaði verður ógnin alltaf meiri og meiri. „Vissulega þá höfum við hugsað um þetta,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Við erum þó fullvissuð um á öllum þeim fundum sem við höfum verið á að þetta verði ekki vandamál. Þetta snertir íslensku keppendurna raunar ekkert sérstaklega mikið. Allt frjálsíþróttafólkið okkar verður að keppa úti en allir aðrir inni,“ sagði Líney. Stjórnvöld í Kína eru með áætlun sem hreinlega verður að ganga upp. Þegar Peking óskaði þess að halda leikana árið 2001 lofuðu stjórnvöld því að allt yrði með felldu sjö árum síðar. „Loft og vatn verður innan þeirra hættumarka sem Heilsumálastofnunin (WHO) telur eðlileg í Peking.“ Svo er nú ekki. „Fulltrúar frá Alþjóða Ólympíunefndinni segja að þetta geti komið þolgreinunum við, ef þeir telja að þetta sé yfir mörkunum þá verður þeim bara frestað eða einfaldlega lagðar af. Til dæmis maraþonið,“ segir Líney. Stjórnvöld hafa áhyggjur. Mælingar sýna að dagamunur er mismunandi, stundum hefur leyfilegt magn mengunar verið fjórfalt yfir hættumörkum. Sjaldan fór mengunin undir mörkin. Neyðaraðgerðir stjórnvalda hafa þegar verið skipulagðar og fara þær í gang 20. júlí. Í þeim felst að loka götum í hálfri borginni til að stoppa bílaumferð, stöðva allar framkvæmdir við nýbyggingar og loka fjölda verksmiðja. Meira að segja verður bannað að spreyja utandyra eftir þennan dag. Borgin hefur því nítján daga til að hreinsa sig áður en leikarnir hefjast. Ef neyðaraðgerðin virkar ekki verður gengið enn lengra. Stjórnvöld hafa þó ekki gefið út nákvæmlega hvað þær aðgerðir fela í sér. Ljóst þykir að ef neyðaraðgerðirnar virka ekki bíða bæði Ólympíuleikarnir og Kína mikla hnekki, sérstaklega ef aflýsa þarf greinum á borð við maraþonið og hjólreiðar. Kínverjar treysta einnig á að fá fleiri rigningardaga nú í júlí sem hjálpar til við að hreinsa loftið í borginni. Allir keppendur geta fylgst vel með menguninni á sérstökum eftirlitsstöðvum víðsvegar um borgina. „Auk þess verður læknalið frá alþjóða Ólympíunefndinni sem fylgist með mælunum, það verða því ekki bara Kínverjar. Við getum fylgst með mælingunum á hverjum degi,“ sagði Líney.
Erlendar Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira