Sjúklegt basl og dálítið stress 27. nóvember 2008 03:30 Addi Intro, sem starfar í Skífunni, gefur út plötuna Tivoli Chillout. fréttablaðið/anton brink Rapparinn Addi Intro úr hljómsveitinni Forgotten Lores er að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Tivoli Chillout. Platan átti að koma út hjá Geimsteini en vegna kreppunnar og vandræða með gjaldeyri ákvað fyrirtækið að fresta útgáfunni fram í apríl. Það hugnaðist Adda ekki og ákvað hann að gefa hana út sjálfur með öllu því veseni sem því tilheyrir. „Þetta er sjúklegt basl og dálítið stress," segir Addi sem naut aðstoðar Hrynjanda sem er útgáfufyrirtæki föður hans, Ingva Þórs Kormákssonar úr JJ Soul Band. „Ég eyddi tveimur vikum í hana alveg á milljón og síðan varð „coverið" til á fjórum dögum. Við vorum tveir sveittir að vinna það langt fram á nótt." Addi vill reyndar ekki meina að þetta sé hans fyrsta sólóplata, heldur sé hún frekar samstarfsverkefni hans og þess fjölda rappara sem að henni koma. Á meðal þeirra eru Dóri DNA, Bent og félagar hans úr Forgotten Lores. „Án þeirra hefði þetta engan veginn verið hægt," segir Addi, sem flutti til Íslands frá Danmörku fyrir ári og byrjaði skömmu síðar á plötunni. Hann segir rappið engan veginn búið að vera þó að hann sé einn örfárra rappara sem gefa út fyrir þessi jól. „Ég er ekki að reyna að vekja íslenska hiphop-senu því persónulega finnst mér hún ekki hafa sofnað. Það eina sem sofnaði var útgáfan," segir hann og telur ekki nóg að gefa eingöngu út á Myspace eins og sumir hafa gert. „Ég fyrir mitt leyti vil eiga grip og vera með í þessari plötusölu." Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Rapparinn Addi Intro úr hljómsveitinni Forgotten Lores er að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Tivoli Chillout. Platan átti að koma út hjá Geimsteini en vegna kreppunnar og vandræða með gjaldeyri ákvað fyrirtækið að fresta útgáfunni fram í apríl. Það hugnaðist Adda ekki og ákvað hann að gefa hana út sjálfur með öllu því veseni sem því tilheyrir. „Þetta er sjúklegt basl og dálítið stress," segir Addi sem naut aðstoðar Hrynjanda sem er útgáfufyrirtæki föður hans, Ingva Þórs Kormákssonar úr JJ Soul Band. „Ég eyddi tveimur vikum í hana alveg á milljón og síðan varð „coverið" til á fjórum dögum. Við vorum tveir sveittir að vinna það langt fram á nótt." Addi vill reyndar ekki meina að þetta sé hans fyrsta sólóplata, heldur sé hún frekar samstarfsverkefni hans og þess fjölda rappara sem að henni koma. Á meðal þeirra eru Dóri DNA, Bent og félagar hans úr Forgotten Lores. „Án þeirra hefði þetta engan veginn verið hægt," segir Addi, sem flutti til Íslands frá Danmörku fyrir ári og byrjaði skömmu síðar á plötunni. Hann segir rappið engan veginn búið að vera þó að hann sé einn örfárra rappara sem gefa út fyrir þessi jól. „Ég er ekki að reyna að vekja íslenska hiphop-senu því persónulega finnst mér hún ekki hafa sofnað. Það eina sem sofnaði var útgáfan," segir hann og telur ekki nóg að gefa eingöngu út á Myspace eins og sumir hafa gert. „Ég fyrir mitt leyti vil eiga grip og vera með í þessari plötusölu."
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög