Allt útlit fyrir að atlögunni hafi verið hrundið 9. apríl 2008 00:01 Ísland og íslenskur fjármálamarkaður hefur mátt þola kerfisbundnar árásir nokkurra erlendra vogunarsjóða upp á síðkastið, þar sem miklu hefur verið kostað til að hagnast með skortstöðum í hlutabréfum og skuldatryggingum, að sögn Sigurðar Einarssonar, starfandi stjórnarformanns Kaupþings. Hann segir nú allt útlit fyrir að atlögunni hafi verið hrundið, en það hafi ekki síst tekist með því að breyta um vinnubrögð og svara allri neikvæðri umræðu með beinum rökum, hrekja strax rangfærslur um rekstur og stöðu bankans og fara beinlínis í hart við þá vogunarsjóði sem hafi ætlað sér að keyra íslenska banka í þrot með þessum hætti og hagnast sjálfir á því. „Við ákváðum að taka þetta föstum tökum og vissum að þar dygðu engin vettlingatök,“ segir Sigurður spurður um viðbrögð Kaupþings og annarra íslenskra banka við skuldatryggingarálaginu sem hækkaði mjög á síðustu vikum, en virðist nú aftur á niðurleið. „Við vissum að markaðurinn fyrir skuldatryggingar væri ógegnsær og lítt virkur, en síðan höfum við komist að því að hann endurspeglar engan veginn raunverulega stöðu einstakra aðila. Hægt er að tala upp álag með næsta einföldum hætti og kerfisbundnar aðgerðir af því tagi skýra einkum þá bágu stöðu sem endurspeglaðist í himinháu skuldatryggingarálagi og tilheyrandi neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun,“ bætir hann við. Að sögn Sigurðar hefur hann, ásamt öðrum stjórnendum Kaupþings, sett sig í samband við forsvarsmenn fjölmiðla víða um lönd síðustu daga í því skyni að skýra frá kerfisbundnum atlögum slíkra spákaupmanna og hvernig vinnubrögðum þeir beita. „Mér sýnist að það séu einkum fjórir vogunarsjóðir sem hafa stundað þetta af miklum krafti,“ segir hann og nefnir til sögunnar Trafalgar Fund, Landsdowne Fund, Ako Capital og Cheney Capital, sem allir eru í Lundúnum. Ljóst sé að þessir aðilar og fleiri hafi tekið skortstöðu í skuldatryggingum, en snúið sér svo að því að hafa kerfisbundið samband við erlenda fjölmiðla og greiningardeildir banka með neikvæðar spurningar og athugasemdir um íslenskt efnahagslíf og bankana. Við það hafi skuldatryggingarálag tekið að hækka og þeir náð umtalsverðum hagnaði gegnum skortstöður sínar. Samkvæmt heimildum Markaðarins er um mjög stórar upphæðir að ræða í slíkum viðskiptum, jafnvel tugi eða hundruð milljarða króna. Sigurður bætir þó við, að margt bendi til þess að þessar tilraunir vogunarsjóðanna hafi tekist til styttri tíma, en muni ekki ganga upp til lengri tíma litið. Nú fari álagið lækkandi og þar með ágóði skorttökuaðila, en ekki síður skipti máli að greinendur og fjölmiðlamenn séu meira á varðbergi fyrir fréttum af Íslandi en áður. „Menn láta ekki plata sig aftur og aftur,“ bætir hann við.- bih Héðan og þaðan Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Sjá meira
Ísland og íslenskur fjármálamarkaður hefur mátt þola kerfisbundnar árásir nokkurra erlendra vogunarsjóða upp á síðkastið, þar sem miklu hefur verið kostað til að hagnast með skortstöðum í hlutabréfum og skuldatryggingum, að sögn Sigurðar Einarssonar, starfandi stjórnarformanns Kaupþings. Hann segir nú allt útlit fyrir að atlögunni hafi verið hrundið, en það hafi ekki síst tekist með því að breyta um vinnubrögð og svara allri neikvæðri umræðu með beinum rökum, hrekja strax rangfærslur um rekstur og stöðu bankans og fara beinlínis í hart við þá vogunarsjóði sem hafi ætlað sér að keyra íslenska banka í þrot með þessum hætti og hagnast sjálfir á því. „Við ákváðum að taka þetta föstum tökum og vissum að þar dygðu engin vettlingatök,“ segir Sigurður spurður um viðbrögð Kaupþings og annarra íslenskra banka við skuldatryggingarálaginu sem hækkaði mjög á síðustu vikum, en virðist nú aftur á niðurleið. „Við vissum að markaðurinn fyrir skuldatryggingar væri ógegnsær og lítt virkur, en síðan höfum við komist að því að hann endurspeglar engan veginn raunverulega stöðu einstakra aðila. Hægt er að tala upp álag með næsta einföldum hætti og kerfisbundnar aðgerðir af því tagi skýra einkum þá bágu stöðu sem endurspeglaðist í himinháu skuldatryggingarálagi og tilheyrandi neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun,“ bætir hann við. Að sögn Sigurðar hefur hann, ásamt öðrum stjórnendum Kaupþings, sett sig í samband við forsvarsmenn fjölmiðla víða um lönd síðustu daga í því skyni að skýra frá kerfisbundnum atlögum slíkra spákaupmanna og hvernig vinnubrögðum þeir beita. „Mér sýnist að það séu einkum fjórir vogunarsjóðir sem hafa stundað þetta af miklum krafti,“ segir hann og nefnir til sögunnar Trafalgar Fund, Landsdowne Fund, Ako Capital og Cheney Capital, sem allir eru í Lundúnum. Ljóst sé að þessir aðilar og fleiri hafi tekið skortstöðu í skuldatryggingum, en snúið sér svo að því að hafa kerfisbundið samband við erlenda fjölmiðla og greiningardeildir banka með neikvæðar spurningar og athugasemdir um íslenskt efnahagslíf og bankana. Við það hafi skuldatryggingarálag tekið að hækka og þeir náð umtalsverðum hagnaði gegnum skortstöður sínar. Samkvæmt heimildum Markaðarins er um mjög stórar upphæðir að ræða í slíkum viðskiptum, jafnvel tugi eða hundruð milljarða króna. Sigurður bætir þó við, að margt bendi til þess að þessar tilraunir vogunarsjóðanna hafi tekist til styttri tíma, en muni ekki ganga upp til lengri tíma litið. Nú fari álagið lækkandi og þar með ágóði skorttökuaðila, en ekki síður skipti máli að greinendur og fjölmiðlamenn séu meira á varðbergi fyrir fréttum af Íslandi en áður. „Menn láta ekki plata sig aftur og aftur,“ bætir hann við.- bih
Héðan og þaðan Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Sjá meira