Ímynd og sparisjóður Vala Georgsdóttir skrifar 2. apríl 2008 00:01 Gluggað í tölurnar á bak við ímyndina Mikilvægt er að nota staðföst skilaboð í markaðsstarfi, að sögn þeirra Ingibjargar Ástu Halldórsdóttur, forstöðukonu á markaðssviði Sparisjóðsins, og Höllu Helgadóttur, hjá auglýsingastofunni Fíton.Markaðurinn/GVA Þegar ímynd og markmið haldast í hendur getur útkoman verið árangursrík. Samkvæmt nýlegri mælingu á ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja hafa íslensku sparisjóðirnir sterka ímynd í hugum íslenskra neytenda. „Í flestum tilfellum eru ákvarðanir neytenda ómeðvitaðar,“ nefnir Hallgrímur Óskarsson, framkvæmdastjóri Fortuna, sem hefur séð um mælingar á ímyndarvístölu bankanna. Mælingarnar eru unnar út frá ZMET-rannsóknaraðferðinni sem Gerald Zaltmann, prófessor við Harvard Business School, er upphafsmaður að. „Rannsóknaraðferðin gengur út á að greina ómeðvitaðar hugsanir til að geta greint hvaða þættir eru raunverulega ráðandi hjá viðskiptavininum,“ bendir Hallgrímur á. Íslensku sparisjóðirnir samanstanda af þremur fjármálafyrirtækjum sem eru Sparisjóðurinn, Byr og Spron. Þegar rýnt er í niðurstöður mælinganna kemur í ljós að sparisjóðirnir virðast höfða meira til þeirra sem teljast áhættufælnir. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyrirtæki leggi áherslu á fleiri þætti en hagnaðinn einan fengu sparisjóðirnir bestu umsögnina. Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing höfðuðu aftur á móti betur til þeirra áhættusæknu. Þeir þóttu því standa sig betur en sparisjóðirnir þegar spurt er um þætti eins og góða ávöxtun, uppbyggingu og útrás. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyrirtæki sýni viðskiptavinum tillitsemi eru það sparisjóðirnir sem eiga vinninginn í þeim flokki. Einnig þegar spurt er út í hvaða fjármálafyrirtæki bjóði „hvern sem er velkominn“ fá sparisjóðirnir flestu stigin í mælingunni. Auk þess eru sparisjóðirnir fyrsti kostur þeirra sem íhuga að skipta um banka. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir forstöðukona á markaðssviði Sparisjóðsins nefnir að „Sparisjóðurinn hafi ætíð lagt ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð sína“. Hún vísar til þess að „Sparisjóðurinn haldi uppi víðtæku dreifineti afgreiðslustaða út um allt land,“ og bætir við að „Sparisjóðurinn taki einnig virkan þátt í mannlífinu á landsvísu.“ Auglýsingastofan Fíton hefur unnið náið með markaðssviði Sparisjóðsins á undanförnum árum. Halla Helgadóttir teiknistofustýra hjá Fíton segir að lögð hafi verið áhersla á að nota staðföst skilaboð í markaðsstarfinu. En slagorð Sparisjóðsins „Sparisjóðurinn – Fyrir þig og þína,“ er dæmi um „skilaboð sem beint er til viðskiptavina á persónulegu nótunum,“ segir Ingibjörg Ásta. „Markmið Sparisjóðsins hefur einmitt verið að einbeita sér að einstaklingsþjónustu á heimamarkaði. En á sama tíma hafa Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing verið uppteknir við að vinna nýja markaði í útlöndum,“ benda þær báðar á. Þessar ólíku áherslur stóru bankanna annarsvegar og sparisjóðanna hinsvegar endurspeglast vel í nýlegri mælingu á ímyndarvísitölunni. Sparisjóðurinn er ágætis dæmi um fjármálafyrirtæki sem hefur haft það að markmiði að veita einstaklingum fjármálaþjónustu sem lagar sig að þörfum hvers og eins. Þess skilaboð virðast neytendur hafa skynjað þegar rýnt er í töfluna sem sýnir mælingar á ímyndarvísitölu bankanna þetta misserið. Héðan og þaðan Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira
Þegar ímynd og markmið haldast í hendur getur útkoman verið árangursrík. Samkvæmt nýlegri mælingu á ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja hafa íslensku sparisjóðirnir sterka ímynd í hugum íslenskra neytenda. „Í flestum tilfellum eru ákvarðanir neytenda ómeðvitaðar,“ nefnir Hallgrímur Óskarsson, framkvæmdastjóri Fortuna, sem hefur séð um mælingar á ímyndarvístölu bankanna. Mælingarnar eru unnar út frá ZMET-rannsóknaraðferðinni sem Gerald Zaltmann, prófessor við Harvard Business School, er upphafsmaður að. „Rannsóknaraðferðin gengur út á að greina ómeðvitaðar hugsanir til að geta greint hvaða þættir eru raunverulega ráðandi hjá viðskiptavininum,“ bendir Hallgrímur á. Íslensku sparisjóðirnir samanstanda af þremur fjármálafyrirtækjum sem eru Sparisjóðurinn, Byr og Spron. Þegar rýnt er í niðurstöður mælinganna kemur í ljós að sparisjóðirnir virðast höfða meira til þeirra sem teljast áhættufælnir. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyrirtæki leggi áherslu á fleiri þætti en hagnaðinn einan fengu sparisjóðirnir bestu umsögnina. Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing höfðuðu aftur á móti betur til þeirra áhættusæknu. Þeir þóttu því standa sig betur en sparisjóðirnir þegar spurt er um þætti eins og góða ávöxtun, uppbyggingu og útrás. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyrirtæki sýni viðskiptavinum tillitsemi eru það sparisjóðirnir sem eiga vinninginn í þeim flokki. Einnig þegar spurt er út í hvaða fjármálafyrirtæki bjóði „hvern sem er velkominn“ fá sparisjóðirnir flestu stigin í mælingunni. Auk þess eru sparisjóðirnir fyrsti kostur þeirra sem íhuga að skipta um banka. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir forstöðukona á markaðssviði Sparisjóðsins nefnir að „Sparisjóðurinn hafi ætíð lagt ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð sína“. Hún vísar til þess að „Sparisjóðurinn haldi uppi víðtæku dreifineti afgreiðslustaða út um allt land,“ og bætir við að „Sparisjóðurinn taki einnig virkan þátt í mannlífinu á landsvísu.“ Auglýsingastofan Fíton hefur unnið náið með markaðssviði Sparisjóðsins á undanförnum árum. Halla Helgadóttir teiknistofustýra hjá Fíton segir að lögð hafi verið áhersla á að nota staðföst skilaboð í markaðsstarfinu. En slagorð Sparisjóðsins „Sparisjóðurinn – Fyrir þig og þína,“ er dæmi um „skilaboð sem beint er til viðskiptavina á persónulegu nótunum,“ segir Ingibjörg Ásta. „Markmið Sparisjóðsins hefur einmitt verið að einbeita sér að einstaklingsþjónustu á heimamarkaði. En á sama tíma hafa Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing verið uppteknir við að vinna nýja markaði í útlöndum,“ benda þær báðar á. Þessar ólíku áherslur stóru bankanna annarsvegar og sparisjóðanna hinsvegar endurspeglast vel í nýlegri mælingu á ímyndarvísitölunni. Sparisjóðurinn er ágætis dæmi um fjármálafyrirtæki sem hefur haft það að markmiði að veita einstaklingum fjármálaþjónustu sem lagar sig að þörfum hvers og eins. Þess skilaboð virðast neytendur hafa skynjað þegar rýnt er í töfluna sem sýnir mælingar á ímyndarvísitölu bankanna þetta misserið.
Héðan og þaðan Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira