Bankahólfið: Uppsagnir 2. apríl 2008 00:01 Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson stjórnendur KB banki Menn eru farnir að standa við yfirlýsingarnar um aðgerðir til að bregðast við breyttu árferði í rekstri fjármálafyrirtækja. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, sagði að fækkað yrði í starfsliði bankans. Auðvitað munar þar mestu um sölu á hluta af starfsemi sem áður var undir Singer & Friedlander. Í fyrradag fengu þó fjölmargir starfsmenn bankans uppsagnarbréf, en þeir voru samt rétt undir 30 því annars hefði verið um hópuppsögn að ræða. Bankarnir fara þannig að þessa mánuðina að klípa jafnt og þétt af starfsliðinu til að vekja ekki upp óþægilega umræðu um uppsagnir og vandræði sem því fylgja. Má búast við áframhaldandi uppsögnum á næstunni. Hrist upp í hestamönnumDr. Kári Stefánsson hjá DeCode hristi upp í aðalfundi Hrossaræktarsamtaka Suðurlands sem fram fór á Þingborg í Flóahreppi í síðustu viku. Bændablaðið greinir frá því að Kári hafi „fjarflutt" erindi, en honum var varpað upp á vegg með aðstoð tækninnar. Meðal annars sagði Kári að hestamennskan væri sú íþrótt sem mest hefði hnignað í 1.100 ára sögu þjóðarinnar, menn mættu helst á landsmót til þess að detta í það. Ef til vill var eins gott að Kári var fjarri ef lesið er milli lína í frásögn Bændablaðsins. Enginn tjáði sig þó opinberlega um skoðanir hans, utan Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur, sem „gaf lítið fyrir erindi Kára og var honum meira og minna ósammála í öllu".Fjármögnun á yfirdrættiIcelandic Group tilkynnti í gær að það ætlaði að leggja fyrir hluthafafund tillögu um að gefa út skuldabréf í evrum að andvirði 5 milljarðar króna með 23 prósenta föstum ársvöxtum. Uppleggið sýnir hve dýrt það er orðið að fjármagna starfsemi félaga eins og Icelandic, sem þegar er mjög skuldsett. Orðrómurinn á markaðnum hefur verið sá að hlutur flestra muni þynnast út og Björgólfur Guðmundsson muni á endanum eignast félagið þegar skuldabréfunum verði breytt í hlutabréf á gengingu einum. Það skýri svo fall Icelandic í Kauphöllinni síðustu daga, en bréf félagsins hafa lækkað um meira en 36% á sjö dögum. Með þessu á að reyna að bjarga þessu gamalgróna fyrirtæki fyrir horn. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Menn eru farnir að standa við yfirlýsingarnar um aðgerðir til að bregðast við breyttu árferði í rekstri fjármálafyrirtækja. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, sagði að fækkað yrði í starfsliði bankans. Auðvitað munar þar mestu um sölu á hluta af starfsemi sem áður var undir Singer & Friedlander. Í fyrradag fengu þó fjölmargir starfsmenn bankans uppsagnarbréf, en þeir voru samt rétt undir 30 því annars hefði verið um hópuppsögn að ræða. Bankarnir fara þannig að þessa mánuðina að klípa jafnt og þétt af starfsliðinu til að vekja ekki upp óþægilega umræðu um uppsagnir og vandræði sem því fylgja. Má búast við áframhaldandi uppsögnum á næstunni. Hrist upp í hestamönnumDr. Kári Stefánsson hjá DeCode hristi upp í aðalfundi Hrossaræktarsamtaka Suðurlands sem fram fór á Þingborg í Flóahreppi í síðustu viku. Bændablaðið greinir frá því að Kári hafi „fjarflutt" erindi, en honum var varpað upp á vegg með aðstoð tækninnar. Meðal annars sagði Kári að hestamennskan væri sú íþrótt sem mest hefði hnignað í 1.100 ára sögu þjóðarinnar, menn mættu helst á landsmót til þess að detta í það. Ef til vill var eins gott að Kári var fjarri ef lesið er milli lína í frásögn Bændablaðsins. Enginn tjáði sig þó opinberlega um skoðanir hans, utan Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur, sem „gaf lítið fyrir erindi Kára og var honum meira og minna ósammála í öllu".Fjármögnun á yfirdrættiIcelandic Group tilkynnti í gær að það ætlaði að leggja fyrir hluthafafund tillögu um að gefa út skuldabréf í evrum að andvirði 5 milljarðar króna með 23 prósenta föstum ársvöxtum. Uppleggið sýnir hve dýrt það er orðið að fjármagna starfsemi félaga eins og Icelandic, sem þegar er mjög skuldsett. Orðrómurinn á markaðnum hefur verið sá að hlutur flestra muni þynnast út og Björgólfur Guðmundsson muni á endanum eignast félagið þegar skuldabréfunum verði breytt í hlutabréf á gengingu einum. Það skýri svo fall Icelandic í Kauphöllinni síðustu daga, en bréf félagsins hafa lækkað um meira en 36% á sjö dögum. Með þessu á að reyna að bjarga þessu gamalgróna fyrirtæki fyrir horn.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira