Megum eyða milljarði á ári 26. mars 2008 00:01 Hjálmar Gíslason Búa mætti til mikil verðmæti með því að auka aðgengi að opinberum gagnasöfnum sem nota má til ýmiss konar nýsköpunar. „Þjóðhagslegur ávinningur af því að tryggja opið aðgengi að opinberum gögnum er margfaldur á við mögulegar leyfistekjur og kostnað," segir Hjálmar Gíslason, tæknistjóri hjá Já - Upplýsingaveitum. Hjálmar flutti á dögunum erindi um nýsköpun og mikilvægi aðgengis að opinberum gagnasöfnum. Hann bendir á að í höndum opinberra aðila sé gríðarlega mikið af gögnum sem megi nýta til ýmiss konar nýsköpunar. Þar megi telja gögn frá Stofnun Árna Magnússonar í Íslenskum fræðum, einkum Orðabók Háskólans, Ríkisútvarpinu, Hagstofunni, Landmælingum, Seðlabankanum, Veðurstofunni, Alþingi, Þjóðskjalasafninu og mörgum fleirum. Aðgengi að þessum gögnum sé hins vegar oft á tíðum háð ýmiss konar hindrunum. Þau séu ekki til á stafrænu formi, erfitt sé að nálgast gögnin og finna, leyfismál séu óljós, gjöld séu tekin fyrir þau eða stofnanir einfaldlega liggi á þeim, „eins og ormar á gulli". „Verst af öllu er þegar gjaldtaka er jafnvel aðeins til málamynda, þá er bara verið að hindra notkun gagnanna, og þar með nýsköpun, án þess að nokkur von sé til þess að hafist upp í kostnaðinn við söfnun þeirra," segir Hjálmar. Hann nefnir dæmi af Emblu, íslensku leitarvélinni, og leitarvélum já.is. Þar er til að mynda gert ráð fyrir mismunandi myndum orða, leitarvélin þekkir nöfn þjóðþekktra einstaklinga, bókartitla, íslensk örnefni og jafnvel gert ráð fyrir skammstöfunum. „Þetta hefði ekki verið mögulegt án góðra gagna," segir Hjálmar. Sum þessarra gagna hafi fengist að kostnaðarlausu, önnur með samvinnu við hlutaðeigandi um endurgerð eða aðra nýtingu þessarra gagnasafna. Sem opnast aðgengi skiptir mjög miklu máli þar sem verkefni af þessu tagi séu oftar en ekki unnin af litlum fyrirtækjum, einstaklingum eða nemendum „með lítil fjárráð en mikinn áhuga". Í þessum tilvikum hafi hins vegar tekist að leysa úr læðingi mikil verðmæti í umræddum gagnasöfnum. „Þá verður að hafa í huga að þegar um opinber gögn er að ræða, þá hefur almenningur þegar greitt fyrir að láta búa þau til," segir Hjálmar. Tölur frá Bretlandi sýni að þjóðahagslegt tap af takmörkuðum aðgangi að opinberum gagnasöfnum, nemi einum milljarði punda á ári í glötuðum þjóðartekjum. „Þetta samsvarar 700 milljónum króna hér á landi ef höfðatölureglunni er beitt. Mér liggur við að segja milljarði. Hluta af þessum fjármunum mætti verja í aukna gagnasöfnun og umfram allt í að bæta aðgengi að gögnum sem þegar eru til, og samt komið út í þjóðhagslegum plús," segir Hjálmar Gíslason.- ikh Héðan og þaðan Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
„Þjóðhagslegur ávinningur af því að tryggja opið aðgengi að opinberum gögnum er margfaldur á við mögulegar leyfistekjur og kostnað," segir Hjálmar Gíslason, tæknistjóri hjá Já - Upplýsingaveitum. Hjálmar flutti á dögunum erindi um nýsköpun og mikilvægi aðgengis að opinberum gagnasöfnum. Hann bendir á að í höndum opinberra aðila sé gríðarlega mikið af gögnum sem megi nýta til ýmiss konar nýsköpunar. Þar megi telja gögn frá Stofnun Árna Magnússonar í Íslenskum fræðum, einkum Orðabók Háskólans, Ríkisútvarpinu, Hagstofunni, Landmælingum, Seðlabankanum, Veðurstofunni, Alþingi, Þjóðskjalasafninu og mörgum fleirum. Aðgengi að þessum gögnum sé hins vegar oft á tíðum háð ýmiss konar hindrunum. Þau séu ekki til á stafrænu formi, erfitt sé að nálgast gögnin og finna, leyfismál séu óljós, gjöld séu tekin fyrir þau eða stofnanir einfaldlega liggi á þeim, „eins og ormar á gulli". „Verst af öllu er þegar gjaldtaka er jafnvel aðeins til málamynda, þá er bara verið að hindra notkun gagnanna, og þar með nýsköpun, án þess að nokkur von sé til þess að hafist upp í kostnaðinn við söfnun þeirra," segir Hjálmar. Hann nefnir dæmi af Emblu, íslensku leitarvélinni, og leitarvélum já.is. Þar er til að mynda gert ráð fyrir mismunandi myndum orða, leitarvélin þekkir nöfn þjóðþekktra einstaklinga, bókartitla, íslensk örnefni og jafnvel gert ráð fyrir skammstöfunum. „Þetta hefði ekki verið mögulegt án góðra gagna," segir Hjálmar. Sum þessarra gagna hafi fengist að kostnaðarlausu, önnur með samvinnu við hlutaðeigandi um endurgerð eða aðra nýtingu þessarra gagnasafna. Sem opnast aðgengi skiptir mjög miklu máli þar sem verkefni af þessu tagi séu oftar en ekki unnin af litlum fyrirtækjum, einstaklingum eða nemendum „með lítil fjárráð en mikinn áhuga". Í þessum tilvikum hafi hins vegar tekist að leysa úr læðingi mikil verðmæti í umræddum gagnasöfnum. „Þá verður að hafa í huga að þegar um opinber gögn er að ræða, þá hefur almenningur þegar greitt fyrir að láta búa þau til," segir Hjálmar. Tölur frá Bretlandi sýni að þjóðahagslegt tap af takmörkuðum aðgangi að opinberum gagnasöfnum, nemi einum milljarði punda á ári í glötuðum þjóðartekjum. „Þetta samsvarar 700 milljónum króna hér á landi ef höfðatölureglunni er beitt. Mér liggur við að segja milljarði. Hluta af þessum fjármunum mætti verja í aukna gagnasöfnun og umfram allt í að bæta aðgengi að gögnum sem þegar eru til, og samt komið út í þjóðhagslegum plús," segir Hjálmar Gíslason.- ikh
Héðan og þaðan Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira